Síða 1 af 1

Vantar góðan skrifara

Sent: Mán 19. Des 2005 20:42
af kristjanm
Jæja þá er kominn tími til að uppfæra skrifarann í tölvunni.

Mig vantar skrifara sem getur skrifað DVD diska og CD-R/RW. Mér er alveg sama um DVDskrif hraðann en CD les- og skrifhraðinn þarf að vera góður, legg samt aðallega áherslu á leshraðann.

Drifið þyrfti helst að vera svona frekar hljóðlátt, allavega á meðan það er að lesa. Liturinn skiptir ekki máli.

Vill helst ekki borga meira en 4-5 þúsund fyrir skrifarann.

Sent: Mán 19. Des 2005 21:09
af Mumminn
flokkast þetta ekki í óskast/keypt ??

Sent: Mán 19. Des 2005 21:52
af kristjanm
Er að leita mér að nýjum skrifara til að kaupa útí búð.

Sent: Mán 19. Des 2005 23:00
af Veit Ekki
NEC Dual-Layer DVD brennari – Svartur eða silfraður 5.500kr í Kísildal.

Ég er með þennan, er búinn að skrifa yfir 120 diska í honum og hann virkar mjög vel. Ég hef tekið eftir því nokkrum sinnum að hann er frekar hávær þegar ég er að horfa á eitthvað af disk, en hef líka heyrt hjá einhverjum að hann sé frekar hljóðlátur þegar verið er að lesa af diski.

Einnig er hann til hvítur á 4.850 kr. hjá @tt:

http://www.att.is/product_info.php?cPat ... ts_id=1156

Sent: Þri 20. Des 2005 09:27
af Stutturdreki
Ég er með MSI DL-DVD skrifarann sem fæst hjá att.. reyndar 35% yfir budgetinu þínu en hann er amk. mun hljóðlátari en hitt CD-RW Combo drifið mitt.

Sent: Þri 20. Des 2005 09:28
af gnarr
Nec 3500 skrifarinn minn er næstum alveg hljóðlaus, nema þegar hann er að lesa af venjulegum geisladiskum. Heyrist ekkert í honum þegar ég er að skrifa CD eða DVD eða að lesa DVD.

Sent: Þri 20. Des 2005 10:36
af k0fuz
Eg er með svona nec dvd skrifara (3500) held eg að sé númerið á honum eg bara hreinlega man það ekki. og hann er þrusu góður :)

Sent: Þri 20. Des 2005 19:15
af kristjanm
Ok takk fyrir góð svör :)

Ég hef ákveðið að fá mér þá NEC 3550A, hann hlýtur að vera voða svipaður og 3500.

Sent: Þri 20. Des 2005 22:31
af @Arinn@
Ætli þeir séu nú ekki bara að meina hann.

Sent: Þri 20. Des 2005 23:01
af Veit Ekki
@Arinn@ skrifaði:Ætli þeir séu nú ekki bara að meina hann.
Nei, er líka með þennan 3500 held ég, 3550 er þá bara nýrri útgáfu, samt voða svipuð örugglega.

Sent: Þri 20. Des 2005 23:03
af @Arinn@
okey :megasmile