Síða 1 af 1

Vinnsluminnis hugleiðingar

Sent: Mán 19. Des 2005 00:57
af Johny
Ég er semsagt með 1 stk Mushkin DDR400 CL 2.5 512mb og er að fara að kaupa mér 2 512mb(dual) kubba í viðbót.

Það sem ég er að spá er hvort ég eigi að reyna að finna mér 2 af sömu gerð og það gamla er, eða hvort ég fái alveg sömu vinnslu útur t.d G.Skill eða Corsair minnum?

Maður er líka soldið spenntur fyrir þessum DDR2 minnum, myndi virka betur að kaupa 2 þannig og setja með venjulegum DDR?

Og lokaspurningin :), ég er með gygabyte k8ns pro AGP8x/DDR 400+ móðurborð, ætti maður eitthvað að vera að hugsa um að hækka sig upp í 433 eða jafnvel hærri minni?

Allar ráðleggingar vel þegnar.

Sent: Mán 19. Des 2005 04:24
af corflame
Ég myndi frekar selja þennan kubb sem þú ert með fyrir og fá mér þá annaðhvort 2x512MB DDR 400Mhz eða jafnvel 2x1GB.

Ég veit reyndar mest lítið um DDR2, en er móðurborðið þitt nokkuð gert fyrir DDR2? Efast um það.

Þú færð dual-channel með því að nota 2 kubba í réttum raufum á móðurborði, nærð því ekki með 3 kubba....

Sent: Mán 19. Des 2005 08:02
af gnarr
Þetta móðurborð/örgjörfi/minnisstýring styður hvorki dualchannel né DDR2.

Sent: Mán 19. Des 2005 12:58
af Veit Ekki
Svo færðu hvort eð er engan auka hraða á DDR2 minni. Þó að það sé meiri bandvídd þá er hún ekkert notuð, einnig eru DDR2 minnin með meira latency.

Sent: Þri 20. Des 2005 13:20
af Johny
ok, takk fyrir svörin

Sent: Mið 21. Des 2005 23:28
af SIKO
þú hefur ekkert að gera með hraðari minni enn ddr400 2-2-2-5
NEMA::::: þú sért að yfirklukka tölvuna (örran) þá hækkar mhz á minnum lika ef u lækkar þau ekki aður en u hækkar fsb á örranum

ps
ddr2 er aðeins stutt af ddr2 móðurborðum

Sent: Mið 21. Des 2005 23:30
af SIKO
svo á ég topp minni dualchannel for u