Síða 1 af 1

Hvernig Móðurborð ?

Sent: Fim 15. Des 2005 22:22
af @Arinn@
Ég er að fara að setja saman tölvu handa vini mínum og ég var að pæla hvernig moðurborði ég ætti að fá undir þetta kvikindi X2 3800+.

Ekki alltof dýrt má samt vera flott borð svona max 15-18 kall.

Þetta á fyrst og fremst að ver aleikjavél [mjög góð] ef þið eruð með aðrar hygmyndir þá væri það fínt að fá þær bara ekki eitthvað djók verð. Móðurborð og cpu saman á svona 50-60 þúsund.

Sent: Fim 15. Des 2005 23:06
af Pepsi
AGP eða PCI-e skjákort?

Ef AGP þá á ég MSI K8N NEO 2 borð handa honum

Sent: Fim 15. Des 2005 23:34
af @Arinn@
já þetta á að vera pci borð.
Já en ef það er ekki að muna enitt mikklu þá er ég bara að fara að taka 3800+ örgjörvann. Ég er ekki vel að mér í þessum dualcore málum getiið t.d sagt mér hver er munurinn á að hafa dualcore 3800+ og single 4000+ ?

Sent: Fim 15. Des 2005 23:39
af kristjanm
@Arinn@ skrifaði:já þetta á að vera pci borð.
Já en ef það er ekki að muna enitt mikklu þá er ég bara að fara að taka 3800+ örgjörvann. Ég er ekki vel að mér í þessum dualcore málum getiið t.d sagt mér hver er munurinn á að hafa dualcore 3800+ og single 4000+ ?
Ég er nokkuð viss um að flestir nýjari leikir séu hraðvirkari á dual-core örgjörvum, allavega ef það er verið að nota nýjustu driverana frá ATI/nVidia sem eru með stuðning fyrir dual-core.

Svo er miklu betra að gera marga hluti í einu, svo eiga flestir leikir í framtíðinni að vera hannaðir fyrir dual-core örgjörva, þá áttu eftir að sjá stóran mun. Windows Vista sem kemur í lok 2006 á líka eftir að keyra mun betur á dual-core örgjörvum.

Ef ég væri að setja tölvuna saman sjálfur myndi ég velja X2 3800+, þyrfti ekki einu sinni að hugsa mig um.

Sent: Fim 15. Des 2005 23:42
af @Arinn@
Ok þá vantar bara móðurborð í þetta þetta er ekki að fara að gerast alveg strax að við kaupum þetta en ég er svona rétt eins byrjaður að pæla í þessu. Er ekki bara DFI lanparty NF4 SLI-DR, eða eitthvað í þá áttina ?

Sent: Fös 16. Des 2005 00:22
af gnarr
nei halldór. Nýjustu skjákorta driverarnir eru optimizeaðir fyrir dualcore og þessvegna er flestir leikir hraðari með dualcore heldur en single core, þrátt fyrir að leikirnir sjálfir séu bara að nota annann kjarnann.

Fyrir utan það að flestir leikir sem verða skrifaðir fyrir Xbox360 og PS3, verða skrifaðir fyrir að minnstakosti 2 kjarna, og margir af þeim leijkum munu koma á PC líka. Og þá áttu eftir að finna mikinn mun á single og dualcore.

Sent: Fös 16. Des 2005 09:08
af wICE_man
Epox 9NPA+SLi er á 15.500kr hjá Kísildal, það borð hefur fengið afskaplega góða dóma og hefur að bera svo til allt sem hugurinn girnist :)

Sent: Fös 16. Des 2005 14:19
af Dust
Er Kísildalur rekinn af stjórnendum/meðlimum vaktarinnar?

Maður bara spyr sig, það er eins og hlutirnir fáist bara þar :?

Sent: Fös 16. Des 2005 14:20
af Birkir
Dust skrifaði:Er Kísildalur rekinn af stjórnendum/meðlimum vaktarinnar?

Maður bara spyr sig, það er eins og hlutirnir fáist bara þar :?
wICE_man rekur Kísildal.

Sent: Fös 16. Des 2005 14:22
af Dust
Þreytt

Sent: Fös 16. Des 2005 14:32
af gnarr
Kísildalur er bara með mjög góða hluti á mjög góðu verði, þannig að það er ekkert skrítið að það sé mikið bent á hana.

Sent: Fös 16. Des 2005 15:08
af wICE_man
Sorry Dust,en ég er að þessu bara til að fara í taugarnar á þér. Viltu ekki bara taka þig til og benda þessum manni á hvar hann fær besta dílinn á móðurborði í þessum verðflokki?

Sent: Fös 16. Des 2005 15:28
af Gestir
Hvað er maðurinn að röfla ??

það er föstudagur en ekki mánudagur DustBoy...

:8)

Sent: Fös 16. Des 2005 18:17
af Dust
Hahahaha, have it your way, sagði ég einhvað um að ég væri pirraður, efa maður hefur einhverjar útfærslur á ykkur er maður þá alltaf fúll og/eða pirraður? hmmmmm. Mér stendur svosem skít sama á hvaða verslun þú/þið bendið á, þetta var spurning. Eflaust er kísildalur með góðar vörur og allt það, bara það er ekkert voða hlutlaust þegar menn reka verslun, en notum við ekki allir aðstöðu okkar, skiljanlegt þessvegna líka að hann bendi á kísildal, en engu að síður þreytt ;)

En fíla það sem ÓmarSmith sagði hehehehe, fíla þig!

Sent: Fös 16. Des 2005 18:22
af DoRi-
kristjanm skrifaði: Ég er nokkuð viss um að flestir nýjari leikir(...)
las ekki lengra en þetta,,, nýrri, ekki nýjari

ekki er ég sá eini sem tók eftir þessu?

Sent: Fös 16. Des 2005 18:26
af Birkir
DoRi- skrifaði:las ekki lengra en þetta,,, nýrri, ekki nýjari

ekki er ég sá eini sem tók eftir þessu?
Maður notar stóran staf í byrjun málsgreinar. Maður notar bara eina kommu í einu. Maður setur punkt á eftir hverri málsgrein.

Var ég sá eini sem tók eftir þessu? :wink:

Sent: Fös 16. Des 2005 18:31
af Dust
Birkir skrifaði:
DoRi- skrifaði:las ekki lengra en þetta,,, nýrri, ekki nýjari

ekki er ég sá eini sem tók eftir þessu?
Maður notar stóran staf í byrjun málsgreinar. Maður notar bara eina kommu í einu. Maður setur punkt á eftir hverri málsgrein.

Var ég sá eini sem tók eftir þessu? ;)

Hehehe úps! :8)

Sent: Lau 17. Des 2005 10:37
af wICE_man
Dust skrifaði:Hahahaha, have it your way, sagði ég einhvað um að ég væri pirraður, efa maður hefur einhverjar útfærslur á ykkur er maður þá alltaf fúll og/eða pirraður? hmmmmm.
Hvað?!? Ertu ekki pirraður? Damn, ég er algjörlega misheppnaður í þessu greinilega. ;)

Sent: Lau 17. Des 2005 14:18
af Dust
Totally :megasmile

Sent: Sun 18. Des 2005 17:42
af hsm
Dust skrifaði:Er Kísildalur rekinn af stjórnendum/meðlimum vaktarinnar?

Maður bara spyr sig, það er eins og hlutirnir fáist bara þar :?
Ef að það er tekið fram þá er ekkert að því að eigendur eða starfsmenn verslana bendi á vörur frá þeim, svo er það bara þeirra sem eiga í hlut að meta það hvort að það sé gott eða ekki.

Þú labbar ekki inn í BT og og ætlast til að þeir bendi þér á alla góðu hlutina sem fást í Task :)

Og mér fynst það koma nokkuð vel í ljós hjá wICE_man þar sem að hann er með undirskriftina

Tölvuverslunin Kísildalur, staðurinn þar sem nördin versla