Síða 1 af 2

Uppfærsla 80K budget

Sent: Mán 05. Des 2005 12:08
af Gestir
Sælir.

Ef þið snillingar gætuð snarað saman vél fyrir einn 15.ára. ( Þarf ekki state of the art )
En vill geta spilað nýjasta stöffið. sbr. FEAR, NFS most wanted ogsvofrv.

Helst að hafa lcd inni í þessu. :wink:

+/- 10.000 er alveg í góðu lagi hugsa ég samt

Sent: Mán 05. Des 2005 15:35
af wICE_man
Ég get boðið þetta:

móðurborð: ASRock 939Dual-SATA2 - 7.700kr
Örgjörvi: Athlon 3200+ Venice - 15.000kr
Minni: G.Skill PC3200 Standard Series 2x512MB - 8.500kr
HDD: Samsung Spinpoint 160GB SATA2 - 8.000kr
Skjákort: Leadtek GeForce 6600GT - 14.500kr
Kassi: Aspire X-DreamerII m. 420W PSU -8.500kr
Skjár: CMV CT-712A 17" 8ms 500:1 LCD - 22.500kr

Samtals: 84.700kr

Svo er að setja annað hvort DVD drif (2.500kr) eða DL DVD-skrifara (5.500kr) og þá er þetta annað hvort 87.200kr eða 90.200kr.

Sent: Mán 05. Des 2005 15:40
af Gestir
Vantar ekki LCD skjá .. var að spyrja

Hann hefur nóg pláss og þetta breytir hann svo sem engu :)

þá er þetta 62200 kr :)

Sent: Mán 05. Des 2005 16:28
af urban
þá er nú spurning um að taka skjáinn út og skella öflugara skjákorti í staðinn

Sent: Mán 05. Des 2005 16:36
af wICE_man
já, stemmir þetta væri 66.200 án skjásins. Ég á líka til X800pro ef þig vantar öflugra skjákort.

Sent: Þri 06. Des 2005 09:00
af Gestir
En þetta er AGP móðurborð eða hvað ?

Sent: Þri 06. Des 2005 10:38
af wICE_man
Þetta tekur bæði AGP og PCI-Express kort, á fullum afköstum ólíkt öðrum hybrid móðurborðum, það er líka með sloti sem má nota til að uppfæra í M2 örgjörvana þegar þeir koma, þetta borð er bara snilld, það er meira að segja hægt að ná 300MHz FSB á því með léttum leik og það er að afkasta á við bestu NForce4-ultra borðin. ASRock meiga eiga það þeir eru með nýstárlegustu lausnirnar af öllum á markaðnum.

Sent: Þri 06. Des 2005 10:52
af Gestir
Heyrðu kúturinn minn ....


Þetta er glæsilegt .

Hvað segja aðrir vaktarar við þessu .?

er Wæsarinn ekki að gera góða hluti ...

Sent: Þri 06. Des 2005 11:05
af Stutturdreki
Myndi taka x800pro kortið eða jafn vel eitthvað betra en það. 15 ára strákar eyða örugglega 90% af 'tölvutímanum' sínum í að spila leiki og/eða skoða klám og fyrst þú ert með budget upp á 80þ., þá er wICE_man með 7800 GT á 33þ. eða fara í x850xt á 29þ. hjá Tölvuvirkni.

Sent: Þri 06. Des 2005 13:47
af gnarr
http://www.anandtech.com/mb/showdoc.aspx?i=2524

As you will see in our closer look, the ASRock is much better than we expected, and it adds a couple of features for the future that weren't even on the ULi Reference boards.


flott borð:

Mynd

Skemmtilegt hvað þetta borð er eins ótrúlega fool proof og hægt er. Eins og leiðbeiningarnar hjá IDE tengjunum, stendur við örgjörfa socketið hvaða örgjörfa það styður. Góðar merkingar hvað AGP og PCIe slotin eru.

Layout-ið á borðinu er líka til fyrir myndar. Straum tengin nokkurnvegin á sama staðum ofarlega til vinstri. og IDE tengin neðarlega til hægri. þannig að þau eru ekkert að blocka loftflæði eða að þvælast fyrir, hinsvegar gæti það orðið vandamál með að tengja geisladrif ef maður er ekki með nógu langann kapal.

Minni, heatsink fyrir kubbasett og örgjörfa slot eru á stöðum þannig að það er EKKERT mál að koma fyrir hvaða stærð af skjákortum og örgjörfaviftum sem er.

Svo sýnist mér vera gæða þéttar og mosfetar á þessu. Og vá! sjáið þessa stóru voltage regulatora!

OOOOg til að toppa allt er þetta með 100% passive kælingu.

Layoutið á þessu borði fær 9/10 hjá mér. Ekkert sem ég get sett útá nema að IDE tengin eru kanski full neðarlega. Hinsvegar ætti það ekki að vera mikið vandamál ef fólk er með nógu langann ide kapal

það fær 8/10 fyrir "features", hefði viljað sjá örlítið fleiri SATA tengi.. 3 tengi duga stutt og svo hefði ég viljað sjá Gigabit lan, en það er ekkert sem er ekki hægt að lifa án. Borðið fær stórann plús þar á móti fyrir að vera bæði með AP og PCIe.

Af því sem ég hef lesið er biosinn á þessu borði í betra lagi. Gefur möguleika á að fikta í flestum spennum, og er þannig séð með takmarkalausa FSB yfirklukkun. Borðið virðist ekki eiga í neinum vandræðum með að svipuðum klukkuhraða og DFI lanparty serían.
9/10 fyrir það


Borðið kostar svo ekki nema um 70$ í usa, eða 7.700, og er þessvegna eitt af ódýrustu s939 móðurboðrum sem er hægt að fá á lanædinu í dag, eða rétt um 500-1000kr dýrara en ódýrasta value borðið á markaðnum.
10/10.

Þetta borð fær 9/10 í heildar einkunn hjá mér.

Topp borð!


Wice-inn klikkar ekki.

Sent: Þri 06. Des 2005 16:17
af @Arinn@
Ef maður klikkar í uppsetningu á þesus borði þá ertu heimskur. Hef ekki séð svona vel merkt borð.

Sent: Þri 06. Des 2005 16:25
af gnarr
wICE_man skrifaði:það er líka með sloti sem má nota til að uppfæra í M2 örgjörvana þegar þeir koma


Verða þá DDR2 raufar á expansion unitinu?

Sent: Þri 06. Des 2005 17:17
af CraZy
mm sexhy :P
mér sýnist Wiceman vita hvað hann er að tala um :) (ekki það að ég efaðist einhverntíma..)

Sent: Þri 06. Des 2005 21:45
af corflame
Djö hvað þetta borð lítur vel út miðað við verð. Eina sem vantar (finnst mér) er Firewire

Sent: Þri 06. Des 2005 21:59
af gnarr
einkaleifisgjöldin af firewire eru alveg himinhá. það er líklega ástæðan fyrir því að það er ekki á borðinu :)

Sent: Þri 06. Des 2005 23:06
af Gestir
ég er einfaldur .. hef ALDREI notað firewire .. þannig að það böggar mig ekkert í dag ;)



Sá sem ekki hefur smakkað ... veit ekki hverju hann er að missa af ..

Sent: Mið 07. Des 2005 00:31
af zerri
Ég mæli með því að kaupa tölvu frá wICE_man..

Nokkuð sáttur með vélina sem ég fékk hjá honum..

Sent: Sun 11. Des 2005 13:35
af DoRi-
veit hvert ég fer næst þegar mig vantar íhuti :)

Kísildalur über alles eða?

Sent: Sun 11. Des 2005 13:59
af CraZy
ég er farin að haldaþað :D :D

Sent: Mán 12. Des 2005 14:40
af Gestir
Well.. Þetta mál ætlar að verða meira vesenið maður ...

Núna var ég beðin um að reyna að redda þessu á 40-50k ekki krónu meira.

Strákar.. Challenge. Vél sem verður notuð í Netið, CS 1.6, einhverja nýja leiki en þarf vitanlega ekki að vera Killer maskína.

512 verður að duga í minni og svona ..

hvað getum við gert við 40-50k.. hmm help plz

Sent: Mán 12. Des 2005 15:11
af gnarr
halldor skrifaði:Þetta er samt frekar dýrt eiginlega, spurning hvort það myndi borga sig að færa sig niður í örgjörva (s.s. taka s754) eða taka AGP skjákort,


Miklu frekar að taka þá 6600 256MB, hann fengi svo miklu lélegri tölvu ef hann færi niður í 754, fyrir utan að það verður enþá dýrara fyrir hann að uppfæra hana þá seinna.

Sent: Mán 12. Des 2005 15:17
af Gestir
vantar HD í þetta ...

80gb eru nóg.. þetta er 9 ára stelpa og 15 ára pési sem nota þetta ..

þetta er DL og smotterí... sem má notast í leiki

Sent: Mán 12. Des 2005 17:37
af wICE_man
Halldór er með ágæta hugmynd þarna en ef 40-45 er algjört budget þá lítur dæmið svona út:

Sempron64 3000+ 1.8GHz - 8.800kr
TUL ATI Xpress200P - 6.000kr (móðurborð sem ég er að fara fá í næstu viku)
G.Skill 512MB DDR400 - 3.900kr
Samsung 160GB PATA - 7.800kr
Lite-ON DVD-16X - 2.500kr
Supercase PC-132 kassi - 4.500kr
Sapphire Rasdeon X700 - 10.000kr

Samtals 44.000kr

En þá er enginn skjár inní dæminu. Ódýrasti skjárinn sem ég á er 15" LCD á 18.000kr. Móðurborðið er með innbyggðan skjáhraðal en það er varla nóg fyrir nýjustu leikina en X700 kortið ætti að vera meira en nóg fyrir vin þinn.