Síða 1 af 1
Þarf ég öflugra vinnsluminni ?
Sent: Sun 04. Des 2005 18:35
af @Arinn@
-- Ég er með 7800GTX kort
-- og svona vinnsluminni.
http://www.task.is/?webID=1&p=93&sp=103 ... &item=1601
Það sem gerðist var það að þegar ég var í tölvunni dó allt í einu á hljóðinu (þegar ég var að spila counter strike). Allt byrjaði að hiksta og "fpsið" fór að flakka á milli 20 fps og uppí 60. Svo restartaði ég tölvunni og þá vildi hún ekki fara lengra en að Cpu Clock. (memory test byrjaði ekki). Ég er að fara að fá mér annað alveg eins vinnsluminni á morgun. Ætla bara að vera alveg viss um að þurfa ekki eitthvað meira. Endilega seigið mér ef þetta er bara það sem er að.
Með fyrirfram þökk. @Arinn@
Sent: Sun 04. Des 2005 18:44
af hahallur
Nei það þarf ekki sterkari minni nema þú ætlir að naga það eitthvað mikið.
Sent: Sun 04. Des 2005 18:53
af Blackened
barúmm *tssss*
Sent: Sun 04. Des 2005 20:36
af Veit Ekki
Blackened skrifaði:barúmm *tssss*
Nei, *durumtiss* eða *drumtiss*, hitt er frekar asnalegt.
1GB ætti að nægja.
Sent: Sun 04. Des 2005 22:16
af @Arinn@
Veit Ekki skrifaði:Blackened skrifaði:barúmm *tssss*
Nei, *durumtiss* eða *drumtiss*, hitt er frekar asnalegt.
1GB ætti að nægja.
nei nei nei nei nei þetta er svona... "drumbum tssss"
ok tölvan ætti þá að fara alla leið inní windows ef ég bæti við minni.

Sent: Sun 04. Des 2005 22:29
af Blackened
öhm.. ég held nú að vélin ætti alveg að starta sér á 512mb..
Efast um að skortur á vinsluminni sé ástæðan fyrir því að hún starti sér ekki...
annars veit ég svosem ekki hvað gæti verið að..
bara prufa þessa venjulegu útilokunaraðferð.. prufa hana með baara því sem þarf.. taka skjákort og alla HDD úr nema system diskinn og eitthvað þessháttar
Sent: Sun 04. Des 2005 22:53
af gnarr
hljómar eins og minnið sem er í henni núna sé ónýtt.
Sent: Sun 04. Des 2005 22:54
af Veit Ekki
Prófaðu þetta sem Blackened sagði að nota útilokunaraðferðinna og sjá hvort að það sé eitthvað sem þú sérð að er ekki að virka. Kannski vinnsluminnið, kannski eitthvað annað.

Sent: Sun 04. Des 2005 23:31
af @Arinn@
Sko ég get kveikt á tölvunni en hún fer bara ekki lengra en memory test byrjar ekki einu sinni á því. Þetta er búið að ske einu sinni áður þá gerði ég clear CMOS og hún startaði sér aftur gerð það núna og hún vill ekki fara allaleið inní windows. Blackened sagði mér að vinnsluminnið og örgjörvinn væru orðin af flöskuhálsi fyrir skjákortið ég held að það sé rétt og ég þurfi að bæta við einu alveg eins minni þá myndi hún alveg ábyggilega fara allaleið.
Sent: Sun 04. Des 2005 23:36
af gnarr
þótt það væri flöskuháls, þá GETUR það ekki stoppað það að þú komist inní windows nema að það sé ónýtt. Ef þú kemst ekki gegnum memory test, þá er eitthvað mikið að.
Prófaðu að taka ALLT bókstaflega úr tölvunni þinni nema móðurborð örgjörfa og minni. og athugaðu hvort hún kemst í gegnum memtest þannig. Ef það gengur, bættu þá skjákortinu við og athugaðu aftur, svo pci kortunum og svo hörðudiskunum (einum í einu) og geisladrifum.
Þá ættiru að sjá hvað er að stoppa þig.
Sent: Sun 04. Des 2005 23:55
af Birkir
Þ.e.a.s. ef þú hefur kunnáttu í það. Ef ekki, láttu einhvern annan gera það.
Sent: Mán 05. Des 2005 07:47
af @Arinn@
Ég get ekkert séð á skjáinn ef memory testið tekst ef ég er ekki mðe skjákortið tengt.
Sent: Mán 05. Des 2005 08:29
af gnarr
hvernig er það strákar.. kemur ekki "I'm alright" pípið eftir að memory testið er búið?
Ef svo er, þá athugaru hvort þú heyrir það. Og ef það heyrist, þá seturu skjákortið í og athugar hvort hún kemst jafn langt.
Mörg móðurborð eru líka komin með "post" skjá eða einhverskonar ljósakerfi til að láta vita hvað tölvan er að gera.
Sent: Mán 05. Des 2005 14:16
af @Arinn@
Það er reyndar ekki þannig hjá mér en ég talaði við mann hjá task og hann sagði mér að tölvan "detectaði" bara minnið og það væri mjög líklega bara farið

[En þeir ætla þá að bæta mér upp nýtt

]
Sent: Mið 07. Des 2005 18:26
af @Arinn@
Minnið var ekki farið þeir settu minnið í stress test minnti mig að það hjéti og það komu engar villur útúr því og settu það í aðrar tölvur líka. Skil ekki alveg hvað tölvan var að steypa í mér.