Síða 1 af 1

LCD sjónvarp sem tölvuskjár??

Sent: Fim 01. Des 2005 14:51
af Pepsi
Sælir, ég er í þessum LCD pælingum og Sé að það er hægt að fá 23" Samsung LCD sjónvarp 3000:1 í skerpu á einhvern skitinn 90þús......

Þá spyr sá sem ekki veit, hvernig væri að nota svona græju fyrir tölvuskjá?

Leikjaspilun og þessháttar

Sent: Fim 01. Des 2005 15:01
af Stutturdreki
Hvaða upplausn leyfir það?

Nema þetta sé HDTV þá gæti það verði frekar dapurt..

Sent: Fim 01. Des 2005 15:11
af Pepsi
Sjónvarpið er HDTV ready og skjákortið er hdtv ready, hvað segir það mér? Það sem er að spá í hvaða upplausn ég gæti til dæmis spilað leiki

Sent: Fim 01. Des 2005 15:30
af gnarr
"HDTV ready" er EKKERT nema sölu tækni.

Ég hef séð sjónvörp sem voru 480i sem stóð á "HDTV ready". Eina sem það þýðir er að þau geta byrt HDTV útsendingar.. as in að það sjáist eitthvað á skjánum þegar maður horfir á HDTV efni.

Það væri alveg eins hægt að segja að nokia 3310 væri HDTV ready ef það væri hægt að horfa á HDTV útsendingar í honum.

Sent: Fim 01. Des 2005 17:27
af ICM
HDTV-Ready segir að það sé ekki innbyggður decoder í sjónvarpinu og þessvegna verður að tengja tæki eins og Xbox 360 eða tölvur við til að fá HDTV mynd.

Svo ef þetta sjónvarp sem þú sást gnarr er virkilega svona eins og þeir auglýsa þá eru það kol ólöglegar merkingar þar sem það hefur hvorki decoder né styður þá upplausn, hvað er þá HD við það? HDTV-Ready sjónvörp þarf að kaupa sér decoder fyrir oft í kringum $200

Sent: Fim 01. Des 2005 18:16
af gnarr
Nei, HDTV decoder getur decodeað og outputað þessvegna í 320x240, eina sem hann þarf að gera er að decode-a HDTV merkið.

Sent: Fim 01. Des 2005 18:49
af Pepsi
er einhver niðurstaða komin í þetta mál? Þeta sjónvarp sem ég er að tala um er Samsung tæki með 3000:1 skerpu 23" 1366x768 upplausn. Einhver ægileg ný tækni og meira.

Er bara að fiska eftir hvort að ég geti notað einhverjar hærri upplausnir með því að nota sjónvarpið með tölvu.

Það virkar engan veginn að rölta í búðina og spyrja gaurinn sem er að selja tækið. menn ættu nú að kannast við það

Sent: Fim 01. Des 2005 19:30
af Tesli
Mér finnst 90þús fyrir 23 tommu lcd skjá alltof dýrt. Þú getur fengið 32 tommu skjá með sömu spekka á sirka 100.000 - 130.000! :shock:

Sent: Fim 01. Des 2005 19:33
af ICM
Ef þú trúir því ekki gnarr :cry:

Þetta sjónvarp sem þú sást hefur EKKERT leyfi til að vera með þetta merki og ef þú veist hvaða sjónvarp þetta er þá skaltu klaga þá til EICTA http://www.eicta.org/press.asp?level2=2 ... &docid=398
In order to be awarded the label “HD ready” a display device has to cover the following requirements:

1. Display, display engine
* The minimum native resolution of the displayis 720 physical lines in wide aspect ratio.
2. Video Interfaces
* The display device accepts HD input via:
o Analog YPbPr. “HD ready” displays support analog YPbPr as a HD input format to allow full compatibility with today's HD video sources in the market. Support of the YPbPr signal should be through common industry standard connectors directly on the HD ready display or through an adaptor easily accessible to the consumer; and:
* DVI or HDMI HD capable inputs accept the following HD video formats:
o 1280x720 @ 50 and 60Hz progressive scan (“720p”)
o 1920x1080 @ 50 and 60Hz interlaced (“1080i”)
* The DVI or HDMI input supports copy protection (HDCP)

The following technical references apply to the above descriptions:

DVI: DDWG, “DVI Visual Interface”, rev 1.0, Apr 2, 1999 as further qualified in EIA861B, “A DTV Profile for Uncompressed High Speed Digital Interfaces” May 2002, furthermore allowing both DVI-D and DVI-I connectors, requiring compliance to both 50 and 60Hz profiles, and requiring support for both 720p and 1080i video formats.

HDMI: HDMI Licensing, LLC, “High-Definition Multimedia Interface”, rev.1.1, May 20, 2004

HDCP: Intel, “High-Bandwidth Digital Content Protection System”, rev 1.1, June 9, 2003.

(NB: on DVI HDCP rev 1.0 will apply)

YPbPr: EIA770.3-A, March 2000, with the notice that the connectors required may be available only through an adaptor.

Re: LCD sjónvarp sem tölvuskjár??

Sent: Sun 25. Des 2005 22:50
af Holy Smoke
Pepsi skrifaði:Sælir, ég er í þessum LCD pælingum og Sé að það er hægt að fá 23" Samsung LCD sjónvarp 3000:1 í skerpu á einhvern skitinn 90þús......

Þá spyr sá sem ekki veit, hvernig væri að nota svona græju fyrir tölvuskjá?

Leikjaspilun og þessháttar
Ég er einmitt á höttunum eftir LCD sjónvarpi í þessari stærð. Hvar fannstu þetta tiltekna sjónvarp?

Sent: Mán 26. Des 2005 00:48
af ICM
Bræðurnir ormson eru með þessi sjónvörp, þau eru virkilega góð ef þú ætlar að tengja við þetta xbox 360 :wink:

Sent: Mán 26. Des 2005 11:29
af hagur
Það er ekkert mál að nota LCD sjónvörp sem tölvuskjá. Þessi tæki eru öll með VGA/DVI tengjum.

Athugaðu bara að uppgefin upplausn er ekki endilega studd í gegnum VGA/DVI tengið. Ef þetta tæki styður 1366x768 í "PC" mode ef svo mætti segja, þá er ekkert mál að nota það sem tölvuskjá .... en þú ferð ekki í hærri upplausn en það.

Ég er sjálfur með 27" LCD tæki, sem er með native 1280x720 upplausn. Það styður þó aðeins 1024x720 þegar maður er að nota það við tölvu í gegnum VGA/DVI tengið. Ég komst að því "the hard way" þegar ég tengdi það við sjónvarpstölvuna inní stofu. Það skiptir þó ekki miklu máli, þó að Windows desktoppurinn sé örlítið "stretched", þá alveg svínvirkar að spila video efni og Media Portal framendinn sem ég er að nota kemur ljómandi vel út.

Sent: Þri 27. Des 2005 15:19
af Holy Smoke
IceCaveman skrifaði:Bræðurnir ormson eru með þessi sjónvörp, þau eru virkilega góð ef þú ætlar að tengja við þetta xbox 360 :wink:
Takk, það er svona "bæði og" pælingin. Þau eru reyndar farin af heimasíðunni, þannig að ef einhver veit hvar er hægt að fá þau, finna spekka, eða getur sagt mér hvaða tæki þetta er nákvæmlega, þá væri það vel þegið.

Sent: Þri 27. Des 2005 20:29
af ICM
Það er ekkert búið að taka þau af síðunni þeirra :wink: þau eru ekki komin á hana...

http://www.samsung.com/uk/products/tele ... ifications

Sent: Þri 27. Des 2005 20:50
af SolidFeather
Er LE32R41BD skíturinn í LCD í dag? 720p og 1080i og allur pakkinn?

Sent: Þri 27. Des 2005 21:03
af ICM
Það eru bestu kaupin og flott útlit... en það eru vissulega til mikið betri tæki en það er varla þess virði til að eyða mikið meira í þau, verst að þeir eru ekki með Xbox 360 vélar tengdar við í Ormson.


BTW hér eru myndir or review frá einum sem er með þetta tengt við tölvu, reyndar 23" skjá.

http://www.neowin.net/forum/index.php?s ... y586973267

Sent: Þri 27. Des 2005 23:58
af Holy Smoke
Bíddu vó, erum við að tala um 32" sjónvarp hérna? Er það ekki einhver 130.000 kall? Ég er nebblega að leita mér á að tæki á 80-100þús króna bilinu, og hélt við værum að tala um 23" tækið sem OP var að tala um.

Eða er 32" Samsung ekki dýrara en þetta?

Sent: Mið 28. Des 2005 00:29
af ICM
Smoke þessi samsung tæki eru til í ýmsum stærðum en spekkarnir eru nánast þeir sömu, getur séð nákvæma 23" spekka á þessari síðu og svo er þetta review á neowin 23"

Sent: Mið 04. Jan 2006 20:15
af appel
Það verða mörg mörg ár þangað til high definition sjónvarpsútsendingar verða á íslandi.

Sent: Mið 04. Jan 2006 20:30
af ICM
appel skrifaði:Það verða mörg mörg ár þangað til high definition sjónvarpsútsendingar verða á íslandi.
Þá fær fólk bara sendingar að utan :roll: auk þess sem Blu-Ray og HD-DVD er að koma út á árinu.