Síða 1 af 2
Spá í að fá mér nýja vél...
Sent: Fim 01. Des 2005 01:12
af zerri
Sælir
Ég er svona að spá í að fá mér nýja tölvu, kominn með leið á gömlu vélinni minni..
Hún er svona: Geforce FX5200, amd 2500xp, og einhvað abit móðurborð..
Ég er svona að spá í að kaupa tölvu sem kostar á bilinu 80-90þús, og um daginn þá sendi ég tölvuvirkni tölvupóst og bað þá um að gera mér tilboð.. Btw þetta á að vera fín leikjavél, tilboðið hljóðaði svona:
Stk Skýring: Verð pr/ein Verð
1 Stk Kassi - Tower - Antler TU-155 Miðjuturn Svartur Akryl 400w 7.954 Kr. 7.954 Kr.
1 Stk Móðurborð - AMD - Socket 939 - Abit KN8 Ultra -NF4 Ultra GB-Lan PCI-Xp 11.930 Kr. 11.930 Kr.
1 Stk Örgjörvi - AMD64 - 939 - CPU AMD Athlon 64Bit 3500+ 19.305 Kr. 19.305 Kr.
1 Stk Kæling - Örgjörvavifta - Zalman CNPS7700 Ál Kopar 120mm P4/K8/K7/775 3.500 Kr. 3.500 Kr.
1 Stk Minni - DDR Minni - MDT Twinpacks 1024MB 400MHz PC3200 CL2,5 2x512 9.761 Kr. 9.761 Kr.
1 Stk Skjákort - PCI-E - NVIDIA - Sparkle Geforce 7800GT 256MB GDDR3 PCI-E 36.250 Kr. 36.250 Kr.
1 Stk Þjónusta - Samsetning & Stilling á bios 3.000 Kr. 3.000 Kr.
Samtals 91.700 Kr.
Greiðsluleið/Staðgreiðsluafsláttur -4.585 Kr.
VSK 24.5% 17.144 Kr.
Samtals Alls 87.115 Kr.
Er þetta of dýrt eða lélegt or sum ?
Sent: Fim 01. Des 2005 01:38
af Blackened
ekki það að ég sé neinn sérfræðingur.. en mér sýnist þetta vera helvíti góð vél fyrir peninginn.. ég fékk mína vél í undirskrift á rúmlega 80þús í lok sumars og hún er mjög góð í nýjustu leikina
Og þessi vél sem þú ert með er með 7800GT korti.. mín er bara með 6600GT
og það ku vera talsverður munur á þeim
Sent: Fim 01. Des 2005 07:45
af kristjanm
Þetta er mjög góð vél og ætti að ráða auðveldlega við alla leiki sem koma út í nánustu framtíð.
Sent: Fim 01. Des 2005 11:25
af SolidFeather
Sent: Fim 01. Des 2005 12:16
af wICE_man
Ég skal gera þér eftirfarandi tilboð:
Kassi:
Aspire X-DreamerII 420W - 8.500kr
Móðurborð:
Epox-9NPA3 Ultra - 11.500kr
Örgjörvi: Athlon64 3700+ "San Diego" með kæliviftu - 24.000kr
Minni:
G.Skill DDR400 CL 2-3-3-6 - 10.200kr
Skjákort:
eVGA GeForce 7800GT CO SE 33.000kr
Samsetning og stilling á bios - frítt
Samtals: 87.000kr
Fh. Kísildals
Guðbjartur Nilsson AKA wICE_man
PS. Annars er þessi uppsetning hjá Tölvuvirkni mjög góð eins og yfirleitt er á þeim bænum, hefði þó lagt meira í minnið persónulega.
Sent: Fim 01. Des 2005 12:36
af hilmar_jonsson
Ég tæki síðari tölvuna.
Sent: Fim 01. Des 2005 14:32
af Gestir
Sammála ... seinni vélin
Sent: Fim 01. Des 2005 14:45
af zerri
Jæja var að skoða þetta aðeins betur og er að spá í að skipta kassanum út fyrir Kassi - Án aflgjafa - Alien Svartur með Gluggahlið (
http://www.tolvuvirkni.net/ip?inc=view& ... en_Svartur) 6500 og 500w Aflgjafa (Aflgjafi - 500w - Solytech ATX Retail P4 2,01 /2 ljósaviftu viftu hljó) 7000kr..
Sent: Fim 01. Des 2005 15:34
af gnarr
Ég mæli með Kísil vélinni.
Sent: Fim 01. Des 2005 16:49
af wICE_man
Solytech??? Hef ekki heyrt mikið um það merki. Er einhver hérna sem hefur reynslu af þeim?
Sent: Fim 01. Des 2005 17:05
af kristjanm
Ættir frekar að taka seinni vélina.
Mun betra minni, aðeins betri örgjörvi og flottara merki sem framleiðir skjákortið. Allt á sama pening.
Sent: Fim 01. Des 2005 17:19
af MuGGz
sammála, myndi taka seinni vélina
Sent: Fim 01. Des 2005 17:29
af Ragnar
Epox og G skill ég hef bara aldrey heyrt um þessa framleiðendur áður. En hvernig á einn maður að vita allt saman.
(smá off topic) ég er með spurningu: Er það ekki betra að vera með í minni t.d. 2-2-2-5 heldur en 2-3-3-3-6??? Þetta er nefnilega ekki mitt svæði. Fá svar við þessu væri ég mjög þakklátur.
Sent: Fim 01. Des 2005 17:37
af SolidFeather
Epox og G.SKill eru nokkuð þekkt merki held ég, bara ekki hér á Íslandinu.
Og ég tæki seinni tölvuna.
Sent: Fim 01. Des 2005 17:48
af zerri
Og hvar fæ ég þessa seinni vél ? hef aldrei heyrt um þetta fyrirtæki áður
Sent: Fim 01. Des 2005 17:53
af Blackened
Ragnar skrifaði:Epox og G skill ég hef bara aldrey heyrt um þessa framleiðendur áður. En hvernig á einn maður að vita allt saman.
(smá off topic) ég er með spurningu: Er það ekki betra að vera með í minni t.d. 2-2-2-5 heldur en 2-3-3-3-6??? Þetta er nefnilega ekki mitt svæði. Fá svar við þessu væri ég mjög þakklátur.
Jújú.. því lægra því betra skilst mér
Sent: Fim 01. Des 2005 17:56
af Veit Ekki
zerri skrifaði:Og hvar fæ ég þessa seinni vél ? hef aldrei heyrt um þetta fyrirtæki áður
Hjá Kísildal. Búð sem wICE_man var að opna, er þar sem ísbúðin í álfheimum var.
http://www.kisildalur.is
Síðan er reyndar ekki búinn að opna en búðin er opinn.
Sent: Fim 01. Des 2005 18:35
af hilmar_jonsson
Sent: Fim 01. Des 2005 19:05
af corflame
wICE_man skrifaði:Solytech??? Hef ekki heyrt mikið um það merki. Er einhver hérna sem hefur reynslu af þeim?
Ég kíkti einmitt einhverntímann á þetta Solytech og það kom vægast sagt illa út miðað uppgefinn watt-styrk. T.d. voru amper á 12v línu alveg fyrir neðan allar hellur. Minnir svo að ég hafi séð review þar sem var drullað yfir þetta PSU
Sent: Fös 02. Des 2005 00:01
af zerri
Wice_man, ertu til í að senda mér msnið þitt í pm ?
Sent: Fös 02. Des 2005 11:38
af wICE_man
Ragnar skrifaði:Epox og G skill ég hef bara aldrey heyrt um þessa framleiðendur áður. En hvernig á einn maður að vita allt saman.
(smá off topic) ég er með spurningu: Er það ekki betra að vera með í minni t.d. 2-2-2-5 heldur en 2-3-3-3-6??? Þetta er nefnilega ekki mitt svæði. Fá svar við þessu væri ég mjög þakklátur.
Epox hafa verið lengi að og ótrúlegt að engum hafi dottið í hug að flytja þau inn fyrr. Þau eru stíluð á tölvuáhugamenn og yfirklukkara með hámarksstöðugleika í huga. Til dæmis fékk þetta tiltekna borð gullverðlaun hjá Anandtech og var "editors choice".
G.Skill eru bara nýlega komin á vestrænan markað en eru að gera feita hluti, þau hafa á skömmum tíma unnið sér inn frábært orðspor og standa fyllilega jafnfætis þekktari framleiðendum eins og OCZ og Corsair hvað gæði snertir.
Lestu þér til á spjallþráðum erlendis, þara er liggur við annar hver yfirklukkari með þetta minni í rigginu sínu.
2-2-2-5 eru nokkurn veginn bestu timings sem þú getur fengið á DDR minni (það eru til 1.5-2-2-5 en munurinn er takmarkaður þar sem enginn minniscontroller nýtir sér það.) algengast er að DDR400 minni séu 2.5-4-4-8 eða 3-4-4-8 en í stuttu máli þá er fremsta talan mikilvægust og síðasta talan skiptir litlu máli. Lægra er betra.
Sent: Fös 02. Des 2005 16:12
af Ragnar
wICE_man skrifaði:Ragnar skrifaði:Epox og G skill ég hef bara aldrey heyrt um þessa framleiðendur áður. En hvernig á einn maður að vita allt saman.
(smá off topic) ég er með spurningu: Er það ekki betra að vera með í minni t.d. 2-2-2-5 heldur en 2-3-3-3-6??? Þetta er nefnilega ekki mitt svæði. Fá svar við þessu væri ég mjög þakklátur.
Epox hafa verið lengi að og ótrúlegt að engum hafi dottið í hug að flytja þau inn fyrr. Þau eru stíluð á tölvuáhugamenn og yfirklukkara með hámarksstöðugleika í huga. Til dæmis fékk þetta tiltekna borð gullverðlaun hjá Anandtech og var "editors choice".
G.Skill eru bara nýlega komin á vestrænan markað en eru að gera feita hluti, þau hafa á skömmum tíma unnið sér inn frábært orðspor og standa fyllilega jafnfætis þekktari framleiðendum eins og OCZ og Corsair hvað gæði snertir.
Lestu þér til á spjallþráðum erlendis, þara er liggur við annar hver yfirklukkari með þetta minni í rigginu sínu.
2-2-2-5 eru nokkurn veginn bestu timings sem þú getur fengið á DDR minni (það eru til 1.5-2-2-5 en munurinn er takmarkaður þar sem enginn minniscontroller nýtir sér það.) algengast er að DDR400 minni séu 2.5-4-4-8 eða 3-4-4-8 en í stuttu máli þá er fremsta talan mikilvægust og síðasta talan skiptir litlu máli. Lægra er betra.
Þakka þér kærlega fyrir Þetta svar.
Sent: Fös 02. Des 2005 22:31
af Vilezhout
þetta er bara andskoti flott tilboð hjá wice man :p
ég myndi sennilega skella mér á það ef ég ætti aur fyrir því
g skill eru virkilega góð minni og eina sem ocz og corsair geta haft framyfir þau er kannski markaðssetningin
Sent: Lau 03. Des 2005 11:02
af wICE_man
Jamm, G.Skill eyða peningunum í það sem skiptir mestu máli, ekki auglýsingar heldur að gera góð minni
Sent: Lau 03. Des 2005 11:47
af hahallur
wICE_man skrifaði:Jamm, G.Skill eyða peningunum í það sem skiptir mestu máli, ekki auglýsingar heldur að gera góð minni
Ehh...bara slæmt fyrir þá, get ekki ímyndað mér að það vinni margir hjá G-Skill nema það sé í eigu stórfyrirtækis.