Síða 1 af 1

LCD Skjáir - Framtíðar-verð

Sent: Sun 27. Nóv 2005 23:55
af bluntman
Sælir.

Var eitthvað að heyra að þar sem að LCD er framtíðin, (duh) þá er því spáð að eftir einhver 5 ár eða eitthvað þá verði LCD skjáir búnir að hríðlækka í verði, og því bara best að halda í gamla sjónvarpið aðeins lengur því það væri bara vitleysa að kaupa sér LCD í dag.

1. Er eitthvað til í þessu ?
2. Auðvitað á þetta eftir að lækka eftir einhvern tíma en hvað haldið þið að sá tími sé ?
3. Persónulega hefði ég ekkert á móti því að eiga LCD skjá sem keyrir 1600x1200 en ég myndi aldrei tíma þeim pening í dag, svo í framhaldi af 2. spurningu, er einhver von á því að þetta fari að lækka ?

Sent: Mán 28. Nóv 2005 00:08
af Pandemic
Ég heyrði þetta fyrir 5 árum og þá voru Lcd skjáir á hryllilegum prís en núna er þetta á ásættanlegu verði. Auðvitað lækka skjáirnir í verði eftir 5 ár en þá verður nátturulega kominn önnur og betri tækni sem mun kosta það sama og lcd skjáir í dag.

Re: LCD Skjáir - Framtíðar-verð

Sent: Mán 28. Nóv 2005 00:13
af Stutturdreki
bluntman skrifaði:.. best að halda í gamla sjónvarpið aðeins lengur.. ..Persónulega hefði ég ekkert á móti því að eiga LCD skjá sem keyrir 1600x1200..
Horfir ekki á sjónvarp í 1600x1200 upplausn þótt þú fáir þér LCD í dag..

Annars get ég alveg lofað þér því að eftir fimm ár verða LCD sjónvörpin sem eru dýr í dag orðin miklu ódýrari.. það verður bara komið eitthvað annað, betra og flottara í staðinn sem kostar það sama og LCD kostar í dag.

Sent: Mán 28. Nóv 2005 00:28
af bluntman
Horfir ekki á sjónvarp í 1600x1200 upplausn þótt þú fáir þér LCD í dag..
Þarna átti ég við tölvuskjái.

En já, þetta er örugglega hárrétt hjá ykkur.

Re: LCD Skjáir - Framtíðar-verð

Sent: Mán 28. Nóv 2005 00:56
af gnarr
Stutturdreki skrifaði:Horfir ekki á sjónvarp í 1600x1200 upplausn þótt þú fáir þér LCD í dag..

ekki gleyma því að HDTV ræður við 1920x1080. :)

Sent: Mán 28. Nóv 2005 01:23
af Hörde
Svo eru náttúrulega að koma þunnir túbuskjáir. Held þeir miði við 35cm þykkt fyrir 32 tommu skjá. Þeir styðja 1080p og verða ódýrari en LCD skjáir, þannig að... betri mynd fyrir minni pening.

Sent: Mán 28. Nóv 2005 02:04
af CendenZ
trinitron myndgæði eru ótrúlega góð.