Síða 1 af 1

Vírusvörn

Sent: Þri 14. Des 2021 18:16
af isr
Eru menn að nota vírusvarnir og hvaða varnir þá. Hef ekki notað svoleiðis í 10 ár eða meira, straujaði frekar vélina reglulega, nenni bara ekki að brasa í því lengur, var að spá þá hvort væri ekki vit í því að setja upp vörn.

Re: Vírusvörn

Sent: Þri 14. Des 2021 18:36
af Diddmaster
ég nota bara þetta Innbyggða í windows og mailwerbytes með

Re: Vírusvörn

Sent: Þri 14. Des 2021 23:04
af bjoggi
Innbyggði Defender sem fylgir Windows er einn sá besti, nota hann eingöngu.

Re: Vírusvörn

Sent: Þri 14. Des 2021 23:15
af TheAdder
Ég nota oftast bara Windows Defender, en tek paranoiu köst af og til og versla áskrift af einhverri góðri.
Er að rúlla á Bitdefender eins og er.

Besta vörnin er alltaf þessi almenna skynsemi.

Re: Vírusvörn

Sent: Þri 14. Des 2021 23:24
af Henjo
Mikið af þessum vírusvörnum eru þær sjálfar hálfgerður vírus.

Passa bara að tölvan sé alltaf uppfærð og Windows defender ásamt góðri skynsemi er nóg.

Re: Vírusvörn

Sent: Þri 14. Des 2021 23:50
af mikkimás
Skynsamleg netnotkun er besta vírusvörnin.

Re: Vírusvörn

Sent: Mið 15. Des 2021 00:25
af agust1337
Defender er orðið svo drullu gott að ég persónulega hef ekki séð nein þörf á 3rd party vírusvörn

Re: Vírusvörn

Sent: Mið 15. Des 2021 11:36
af MrIce
Ég var ekki með neina vírusvörn í mjög langann tíma, síðan fékk ég vírus sem defender réði ekkert við (no idea hvaða vírus þetta var), straujaði og fékk mér 2 ára leyfi á Kaspersky, hef ekki lent í veseni síðan