Síða 1 af 1

Panta server rekka að utan?

Sent: Fim 09. Des 2021 21:30
af Zethic
Er að reyna finna réttan server skáp í bílskúrinn en skáparnir sem ég finn eru ýmist alltof stórir eða of litlir, forljótir eða yfirþyrmandi dýrir

* Hæð: 12-16U
* Breidd: 19"
* Dýpt: 65cm (min) - 90cm (max)
* Upphengjanlegur á vegg
* Lokaður til að beina heitu lofti upp í loftræsti rör

Er hrifinn af þessum en Amazon vill $1108 dollara í sendingargjald og tolla (ofan á $554 verð) (og hann er full þungur, 45 kíló!)


Spurning mín er hvort einhver hafi reynslu í pöntun að utan, og hvort það sé yfirhöfuð raunhæft

Re: Panta server rekka að utan?

Sent: Fim 09. Des 2021 21:43
af Sallarólegur

Re: Panta server rekka að utan?

Sent: Fim 09. Des 2021 21:43
af Slayer
alltaf sömu fíflalætin með verðsettningar á fáeinum hundraðköllum í frammleiðslu.
hér er svipaður rakki fyrir slatta minni pening.
https://www.thomann.de/intl/is/millenium_ir_2012.htm

Re: Panta server rekka að utan?

Sent: Fim 09. Des 2021 21:44
af Klaufi
Mæli með að heyra í Smith og Norland og sjá hvort þeir geti ekki pantað almennilegan skáp frá Rittal fyrir þig fyrir fínan pening.

Re: Panta server rekka að utan?

Sent: Fim 09. Des 2021 22:41
af TheAdder

Re: Panta server rekka að utan?

Sent: Fös 10. Des 2021 08:38
af hagur
Búinn að kíkja á oreind.is ?

Ég keypti 12U skáp hjá þeim á sanngjarnan pening.

Re: Panta server rekka að utan?

Sent: Fös 10. Des 2021 10:27
af CendenZ

Re: Panta server rekka að utan?

Sent: Fös 10. Des 2021 17:34
af arons4
Er með góða reynslu af veggskápunum frá pronet, mjög traustvekjandi veggfesting á þeim.

https://pronet.is/tolvuskapar/veggskapar

Re: Panta server rekka að utan?

Sent: Lau 11. Des 2021 00:48
af russi
Getur fengið basic 12U skáp á inna við 30K hér heima. Ekki beint stofustáss, en svo gætirðu fengið þér Legrand til dæmis á 130k( https://www.easy-tech.be/detail/1506266 ... 5060462123 )og er kannski hænufeti fallegri.
Skil ekki afhverju fegurð ætti að skipta máli, vona að þú sért ekki að fara að geyma þetta í stofunni hjá þér.

Ef þetta má vera opin skápur þá eru IKEA borð fín í þetta. Bara googlaðu IKEA hacks 19 inchs.

Held að það sé bara rugl að panta svona sjálfur að utan