Síða 1 af 1
Klóna mörg drif á eitt drif?
Sent: Mið 01. Des 2021 11:41
af falcon1
Ég er að undirbúa mig fyrir kaup á nýrri tölvu og mér sýnist að besta leiðin til að færa allt dótið yfir sé með því að klóna en núna er ég með gögn dreift á nokkrum drifum sem ég þyrfti þá að sameina í eitt drif á nýju tölvunni.
Hvernig er best að gera það? Maður hefur ekki mikla þekkingu á þessum hlutum enda ekki að gera þetta á hverjum degi.
Ps. þarf ég að setja upp öll forrit upp aftur og virkja þau?
Re: Klóna mörg drif á eitt drif?
Sent: Mið 01. Des 2021 12:05
af SolidFeather
Eg held að klónun sé ekki rétta leiðin til að gera þetta. Geturðu ekki bara sett diskana í nýju vélina? Hvað er á þessum diskum?
Re: Klóna mörg drif á eitt drif?
Sent: Mið 01. Des 2021 12:26
af falcon1
SolidFeather skrifaði:Eg held að klónun sé ekki rétta leiðin til að gera þetta. Geturðu ekki bara sett diskana í nýju vélina? Hvað er á þessum diskum?
Aðallega ljósmyndir, myndbönd, tónlist og hljóðskrár.
Þessir diskar myndu bara taka óþarflega margar tengingar (held ég) í nýju tölvunni þar sem þetta eru 500 - 750gb drif.
Ég stefni líka á að halda gömlu tölvunni í einhverri virkni áfram, t.d. sem file server eða eitthvað slíkt.
Re: Klóna mörg drif á eitt drif?
Sent: Mið 01. Des 2021 13:44
af Klemmi
Sko... ef þú ert alveg harður á því að þetta sé það sem þú viljir gera, þá ætti þetta alveg að vera hægt.
Þá myndirðu byrja á því að klóna stýriskerfisdiskinn yfir á nýja, og skoða svo tól til að klóna partitionin af restinni af diskunum yfir á nýja.
HINS VEGAR, þá mæli ég ekkert sérstaklega með þessu. Þetta verður vinna hjá þér og ekki gefið að það gangi vel.
Ég veit að það er leiðinlegt að setja upp öll forrit og virkja þau aftur, en ég mæli samt með því að fara þá leið. Ef DRM vörnin á þessum forritum er þokkaleg, þá mun hún hvort eð er pikka upp breytinguna á vélbúnaði og þá gæti orðið erfiðara að virkja aftur því kerfið gæti farið í baklás.
Sjálfur er ég forritari með alls kyns gagnagrunna, forritunarumhverfi og tól uppsett hjá mér, og það getur verið algjör hausverkur að setja það upp á nýtt og færa gögn á milli, en ég myndi samt gera það ef ég væri að fara í alls herjar uppfærslu.
Sem sagt... Það að ætla að klóna gömlu diskana á nýja verður örugglega bara meira vesen þegar upp er staðið.
Settu bara upp hreint stýrikerfi og afritaðu svo gögnin af diskunum yfir á nýja.
Re: Klóna mörg drif á eitt drif?
Sent: Mið 01. Des 2021 14:39
af Diddmaster
ef þetta eru 2 windows tölvur geturu afritað allt á milli í gegnum netið eftir á þarft ekki að rífa neitt í sundur hefur þær bara netteingdar báðar á sama tíma í sama router með home network sem er innbigt í windows ,þarft samt að virkja það í báðum og stilla það sem þú vilt deila fínt að gera þetta svona víst þú ætlar að láta gömlu ganga leingur auðvelt og þægilegt
Re: Klóna mörg drif á eitt drif?
Sent: Mið 01. Des 2021 16:01
af falcon1
Takk fyrir svörin...
ég hef verið að finna fáeinar skrár á einu af gömlu drifunum sem eru orðnar corrupted og vilja ekki kóperast yfir á backup drif, er það aðvörunarmerki að það drif sé að komast að endimörkum?
Re: Klóna mörg drif á eitt drif?
Sent: Mið 01. Des 2021 16:07
af falcon1
Klemmi skrifaði:Settu bara upp hreint stýrikerfi og afritaðu svo gögnin af diskunum yfir á nýja.
Já, líklega er það bara besta lausnin og taka kannski smá til í þessum gögnum í leiðinni haha...
Sé það núna að maður virðist vera dáldill "data hoarder" held ég að það sé kallað.
Re: Klóna mörg drif á eitt drif?
Sent: Fim 02. Des 2021 05:13
af Minuz1
Einu diskarnir sem þú ættir að vera að klóna eru stýrikerfisdiskar
ef þú ætlar að halda sömu tölvu en vilt skipta um diska.
Afgangin flytur þú yfir annaðhvort með því að færa diska yfir eða afrita gögn á milli.
Getur athugað með heilsu diskana með SMART info reader eins og Crystaldiskinfo frítt (
https://crystalmark.info/en/software/crystaldiskinfo/)