Síða 1 af 1

Hvort skjákortið á maður að taka?

Sent: Mið 09. Nóv 2005 11:53
af Bergur

Sent: Mið 09. Nóv 2005 12:07
af kristjanm
Spurning hvort þú viljir frekar nýrri tækni eða meiri hraða.

Radeon X800GT kortið virðist vera aðeins hraðvirkara en 6600GT kortið, en 6600GT kortið er með nýrri tækni (Shader Model 3.0) sem mun koma sér vel í framtíðinni, bæði uppá hraða og myndgæði.

http://www.elitebastards.com/page.php?pageid=12037

Skoðaðu þessa grein, þarna er kortið borið saman við 6600GT.

Sent: Mið 09. Nóv 2005 16:09
af Stutturdreki
Hmm.. myndi taka 6600gt kortið. Fyrir utan að það er með nýlegri tækni þá er það hraðara.

x800gt
Core: 475
Mem: 980

6600gt
Core: 500
Mem: 1000

Bæði með 8 rendering pipes

edit:
En ATI eru samt að 'gera' meira í hverjum klukkupúls svo að munurinn er kannski ekki svo mikill, eins og kemur fram í þessu review sem kristjánm vísaði á.

Sent: Mið 09. Nóv 2005 17:39
af kristjanm
AMD örgjörvi á 2.0GHz er hraðvirkari en Intel örgjörvi á 3.0GHz í flestum tilvikum :D

Sent: Mið 09. Nóv 2005 21:16
af @Arinn@
Þú tekur klárlega Ati kortið það er að rústa hinu í testum er mikklu betra kort .

Sent: Mið 09. Nóv 2005 22:18
af Stutturdreki
kristjanm skrifaði:AMD örgjörvi á 2.0GHz er hraðvirkari en Intel örgjörvi á 3.0GHz í flestum tilvikum :D
Hraðari eða afkastameiri ?

Sent: Mið 09. Nóv 2005 22:21
af Veit Ekki
Stutturdreki skrifaði:
kristjanm skrifaði:AMD örgjörvi á 2.0GHz er hraðvirkari en Intel örgjörvi á 3.0GHz í flestum tilvikum :D
Hraðari eða afkastameiri ?
Skilar ekki hraði afköstum :wink:

Sent: Mið 09. Nóv 2005 23:44
af Hörde
Ég myndi taka X800 GTO kortið á 17.900 í Hugveri. Það er álíka hraðvirkt og X800pro, eða um 50% hraðvirkara en þessi tvö að ofan.

Sent: Fim 10. Nóv 2005 08:00
af Stutturdreki
Veit Ekki skrifaði:
Stutturdreki skrifaði:
kristjanm skrifaði:AMD örgjörvi á 2.0GHz er hraðvirkari en Intel örgjörvi á 3.0GHz í flestum tilvikum :D
Hraðari eða afkastameiri ?
Skilar ekki hraði afköstum :wink:
Skilgreiningar atriði. Td. ef hraði==magn og afköst==gæði?

Sent: Fim 10. Nóv 2005 08:57
af kristjanm
Útursnúningar :)

En já, það mætti kannski orða það svo að Intel örgjörvinn sé hraðari en AMD örgjörvinn afkastameiri :p

Ég á til dæmis Hondu Civic með 1500 vél en ég tek venjulega Subaru Imprezu með 2000 vél í spyrnu. Imprezan er kannski "öflugri" en vélin í bílnum mínum er mun afkastameiri.

Sent: Fim 10. Nóv 2005 12:26
af CendenZ
Og hondan er tonni léttari ?

Sent: Fim 10. Nóv 2005 12:55
af kristjanm
Nei hún er 130 kílóum léttari.

Hondan er 1050 kíló á meðan subaruinn er 1180 kíló.

Sent: Fim 10. Nóv 2005 13:23
af Manager1
AMD örgjörvar skila meiru en Intel á minni hraða og eru þ.a.l. afkastameiri.

Intel örgjörvar eru hærra klukkaðir en AMD og eru þ.a.l. hraðari... en samt hægari því þeir skila minni afköstum en AMD :D

Sent: Fim 10. Nóv 2005 14:21
af hilmar_jonsson
Hehe. Þú ættir að vera sölumaður.