Síða 1 af 1
Afrita á flakkara og halda timestamp óbreyttum
Sent: Fös 26. Nóv 2021 18:03
af falcon1
Ég keypti mér nýjan flakkara í vikunni og er byrjaður að vinna í því að afrita gögn af tölvunni (Win10) og yfir á flakkarann en timestamp miðast við tímann sem ég er að færa gögnin yfir (dæmi: ljósmynd með creation date árið 2016 er núna með creation date 2021 í file explorer en reyndar helst í lagi í EXIF). Ég er að nota bara drag-and-drop sem er nú líklega ekki besta leiðin en ég ætlaði að skipuleggja gögnin betur í leiðinni.
Get ég eitthvað lagað þetta eða þarf ég að byrja upp á nýtt með annarri aðferð?
Re: Afrita á flakkara og halda timestamp óbreyttum
Sent: Fös 26. Nóv 2021 18:22
af oliuntitled
Re: Afrita á flakkara og halda timestamp óbreyttum
Sent: Fös 26. Nóv 2021 18:22
af worghal
ertu að gera copy paste eða ertu að klóna diskinn?
Re: Afrita á flakkara og halda timestamp óbreyttum
Sent: Fös 26. Nóv 2021 18:24
af Hjaltiatla
Basic robocopy með GUI:
https://docs.microsoft.com/en-us/previo ... dfrom=MSDN
Edit: ef þér langar að að læra að búa til Robocopy skipanir t.d fyrir skriptur :
http://tribblesoft.com/easy-robocopy/
Re: Afrita á flakkara og halda timestamp óbreyttum
Sent: Þri 30. Nóv 2021 18:18
af falcon1
worghal skrifaði:ertu að gera copy paste eða ertu að klóna diskinn?
Er að gera copy/paste í rauninni.
Ég hef komist að því að timestamp á skrám helst óbreytt en timestamp á möppunum breytist í nýju dagsetninguna. Spurningin er, skiptir það einhverju máli? Er einhver kostur/ókostur að hafa timestamp óbreytt á möppum í backup'inu á flakkaranum?