Síða 1 af 1
Bíll á meðan ég bíð eftir nýjum
Sent: Fös 26. Nóv 2021 02:08
af GummiLeifs
Þannig er mál með vexti að ég er að selja bílinn minn líklegast á morgun og er að fara fá Teslu afhenda í desember, hinsvegar væri hentugt að hafa bíl í millitíðinni, ég sel bílinn svona snemma þar sem desember er ekki besti mánuður til þess að reyna selja bíl.
En núna er ég að velta því fyrir mér hvort að einhver bílaleiga er með einhvern góðan díl ef það er tekið í tæpan mánuð eða hvort þið vitið um einhverja aðra þjónustu þar sem ég gæti komist í bíl, allar tillögur koma til greina
Annars verður maður líklegast bara að taka það á sig að vera bíllaus í tæpan mánuð
Re: Bíll á meðan ég bíð eftir nýjum
Sent: Fös 26. Nóv 2021 08:18
af halipuz1
Ef teslan er afhend í desember afhverju bara ekki bíða?
Það eru 5 dagar þangað til desember byrjar, annars væri þá ekki bara að leigja bíl í einn mánuð'? Það er frá 70-200k myndi ég segja, fer eftir því hvernig bíl þú tekur.
Re: Bíll á meðan ég bíð eftir nýjum
Sent: Fös 26. Nóv 2021 08:35
af Mossi__
En að bíða með að selja þartil feb/mars og vera á tveimur bílum í stutta stund?
Verður e.t.v. ódýrara en að leigja bíl.
Gætir þess vegna tekið gamla af númerum þegar Teslan kemur eða bara sett hann í söluferlið þá?
Ekkert bókað að hann seljist strax og svona.
Re: Bíll á meðan ég bíð eftir nýjum
Sent: Fös 26. Nóv 2021 14:53
af GummiLeifs
halipuz1 skrifaði:Ef teslan er afhend í desember afhverju bara ekki bíða?
Það eru 5 dagar þangað til desember byrjar, annars væri þá ekki bara að leigja bíl í einn mánuð'? Það er frá 70-200k myndi ég segja, fer eftir því hvernig bíl þú tekur.
Hann er að koma um miðjan Des, þannig þetta er svolítið meira en bara 5 dagar
Re: Bíll á meðan ég bíð eftir nýjum
Sent: Fös 26. Nóv 2021 14:55
af GummiLeifs
Bíllinn er 4 kúlur og ég er komin með kaupanda þannig þetta er peningur sem ég vill ekki láta standa á planinu hjá mér
Mossi__ skrifaði:En að bíða með að selja þartil feb/mars og vera á tveimur bílum í stutta stund?
Verður e.t.v. ódýrara en að leigja bíl.
Gætir þess vegna tekið gamla af númerum þegar Teslan kemur eða bara sett hann í söluferlið þá?
Ekkert bókað að hann seljist strax og svona.
Re: Bíll á meðan ég bíð eftir nýjum
Sent: Fös 26. Nóv 2021 14:58
af Mossi__
Jámeinar.
Skil þig þá bara alveg fullkomlega.
GummiLeifs skrifaði:Bíllinn er 4 kúlur og ég er komin með kaupanda þannig þetta er peningur sem ég vill ekki láta standa á planinu hjá mér
Mossi__ skrifaði:En að bíða með að selja þartil feb/mars og vera á tveimur bílum í stutta stund?
Verður e.t.v. ódýrara en að leigja bíl.
Gætir þess vegna tekið gamla af númerum þegar Teslan kemur eða bara sett hann í söluferlið þá?
Ekkert bókað að hann seljist strax og svona.
Re: Bíll á meðan ég bíð eftir nýjum
Sent: Fös 26. Nóv 2021 15:07
af Klemmi
Þetta er besti díllinn sem ég finn á netinu í flýti, en annars er kannski eitthvað betra í boði ef þú nennir að hringja á milli staða.
Ford Ecosport, 89þús
https://www.langtimaleigaabil.is/is/bok ... step=start
Re: Bíll á meðan ég bíð eftir nýjum
Sent: Fös 26. Nóv 2021 15:13
af Hrotti
Svo er líka hægt að kaupa eitthvað rusl á 50 þús til að nota í nokkra daga.
Re: Bíll á meðan ég bíð eftir nýjum
Sent: Fös 26. Nóv 2021 16:20
af appel
Leigja bara aukabílinn af ættingja/vini, margir geta alveg lifað án aukabíls í 1-2 vikur.
Eða
STRÆTÓ
Re: Bíll á meðan ég bíð eftir nýjum
Sent: Fös 26. Nóv 2021 16:27
af kjartanbj
Ég er í nákvæmlega sömu stöðu, fæ afhenda Teslu um miðjan des, seldi hina Tesluna núna um daginn, leitaði og leitaði að bíl en allt til sölu var bara eitthvað algert rusl sem ég nennti ekki, of dýrt að leigja líka , fékk síðan sem betur fer bíl í láni frá systur minni þangað til ég fæ nýju Tesluna
Re: Bíll á meðan ég bíð eftir nýjum
Sent: Fös 26. Nóv 2021 16:34
af arons4
Kaupa sér rafmagnshlaupahjól ef aðstæður bjóða uppá það, kostar álíka og mánaðarleiga á bíl og þú átt það eftir mánuðinn.
Re: Bíll á meðan ég bíð eftir nýjum
Sent: Fös 26. Nóv 2021 18:37
af AndriáflAndri
Ef þú vilt leigja bíl í mánuð myndi ég senda á
eggert@holdur.is eða
skuli@holdur.is hjá Bílaleigu Akureyrar og þeir geta gefið þér tilboð