Síða 1 af 1

Textavarpið

Sent: Mið 24. Nóv 2021 19:56
af mikkimás
Sælir.

Mér til mikillar furðu er textavarpið enn til:

http://www.textavarp.is/sida/100/1

Þjónar það sérstökum tilgangi öðrum en að svala fortíðarþrá?

Ath. hef ekkert á móti því, bara spyr :)

Re: Textavarpið

Sent: Mið 24. Nóv 2021 20:12
af appel
Eitthvað af eldra fólki sem notar þetta.
Svo er síða 888 fyrir undirtexta.
En þetta er líklega að hverfa fljótlega því nútíma tækni, tæki, streymi, o.s.frv. styður þetta ekki.

Re: Textavarpið

Sent: Mið 24. Nóv 2021 20:15
af Sinnumtveir
Textavarpið er eini staðurinn sem ég veit um sem er með rauntíma dagskrá fyrir RÚV. Síður 201 & 202.

Re: Textavarpið

Sent: Mið 24. Nóv 2021 20:37
af hagur
mikkimás skrifaði:Sælir.

Mér til mikillar furðu er textavarpið enn til:

http://www.textavarp.is/sida/100/1

Þjónar það sérstökum tilgangi öðrum en að svala fortíðarþrá?

Ath. hef ekkert á móti því, bara spyr :)
Textavarpið, a.k.a. Internetið hans pabba :lol:

Re: Textavarpið

Sent: Mið 24. Nóv 2021 23:02
af jonfr1900
Rúv vill ekki nota DVB-TTML möguleikann sem mundi bjóða upp á miklu betri texta í betri upplausn og rennsli miðað við það sem er að finna í textavarpinu. Síðan vill Rúv einnig ekki skipta yfir í Hbbtv möguleikann sem myndi bjóða upp á gagnvirkt textavarp með myndbandi og öðrum möguleikum. Það þarf ekki internet en er samt kostur ef það er í boði.

Flest öll sjónvörp í dag eru með hbbtv möguleikanum. Í staðinn ætlar Rúv að einbeita sér að Android apps í þessa þjónustu.

Re: Textavarpið

Sent: Mið 24. Nóv 2021 23:22
af appel
jonfr1900 skrifaði:Rúv vill ekki nota DVB-TTML möguleikann sem mundi bjóða upp á miklu betri texta í betri upplausn og rennsli miðað við það sem er að finna í textavarpinu. Síðan vill Rúv einnig ekki skipta yfir í Hbbtv möguleikann sem myndi bjóða upp á gagnvirkt textavarp með myndbandi og öðrum möguleikum. Það þarf ekki internet en er samt kostur ef það er í boði.

Flest öll sjónvörp í dag eru með hbbtv möguleikanum. Í staðinn ætlar Rúv að einbeita sér að Android apps í þessa þjónustu.
Ekkert af þessu sem þú nefnir virkar fyrir Ísland. of mikið af áhorfi er komið yfir á tæki sem styður þetta ekki. Þú ert alltof mikið í einskonar þýskalands hugsunargangi.

Re: Textavarpið

Sent: Fim 25. Nóv 2021 04:36
af jonfr1900
appel skrifaði:
jonfr1900 skrifaði:Rúv vill ekki nota DVB-TTML möguleikann sem mundi bjóða upp á miklu betri texta í betri upplausn og rennsli miðað við það sem er að finna í textavarpinu. Síðan vill Rúv einnig ekki skipta yfir í Hbbtv möguleikann sem myndi bjóða upp á gagnvirkt textavarp með myndbandi og öðrum möguleikum. Það þarf ekki internet en er samt kostur ef það er í boði.

Flest öll sjónvörp í dag eru með hbbtv möguleikanum. Í staðinn ætlar Rúv að einbeita sér að Android apps í þessa þjónustu.
Ekkert af þessu sem þú nefnir virkar fyrir Ísland. of mikið af áhorfi er komið yfir á tæki sem styður þetta ekki. Þú ert alltof mikið í einskonar þýskalands hugsunargangi.
Þetta er örugglega vegna þess að helsta dreifileið sjónvarps á Íslandi er í gegnum IPTV en ekki DVB-C, DVB-T2* og DVB-S2* sem er notað á meginlandi Evrópu. Íslendingar eru orðnir talsvert sérstakir með þetta allt saman varðandi sjónvarp. Notandi helst tækni sem er minna notuð á hinum Norðurlöndun í helstu dreifileiðir sem kemur í veg fyrir notkun á þeim möguleikum sem eru í boði.

Íslendingar eru mikið í einhverjum tæknilausnum sem helst enginn annar notar. Ég skil ekki afhverju það er raunin. Öll sjónvörp sem eru framleidd árið 2020 og 2021 styðja þessa möguleika sem ég nefni að ofan. Það er ekki víst að sjónvarpstæki sem eru framleidd fyrir árið 2017 styðji þessa möguleika alla.

*Loftnet er í boði en ég tek eftir því að loftnetum á íbúðarhúsum fer stöðugt fækkandi á Íslandi.
* Í nokkrum ríkjum í Evrópu er búið að leggja niður DVB-T (h.264) staðalinn fyrir DVB-T2 sem bíður uppá meiri gæði með h.265 útsendingum. Gervihnattaútsendingar nota ennþá nær eingöngu h.264 (mpeg4) útsendingar með DVB-S2 (DVB-S er ennþá í notkun enda er gervihnattamarkaðurinn flókinn).
* Rúv sendir út á Thor-5 með mpeg2 útsendingu á DVB-S sem nær til alls Íslands þar sem fjöll skyggja ekki á. Sjá hérna.

Re: Textavarpið

Sent: Fim 25. Nóv 2021 10:23
af GuðjónR
Þetta er doldið flott :megasmile

Re: Textavarpið

Sent: Fim 25. Nóv 2021 11:00
af Hizzman
og RUV á lénið, kemur á óvart.

annars mætti vera mögulegt að fletta fram og aftur, þá yrði nostalgían algjör!

Re: Textavarpið

Sent: Fim 25. Nóv 2021 11:15
af appel
Ísland er hvorki flatlent né fjölmennt, þannig að þessar dreifitækni eiga ekki við hér.

Re: Textavarpið

Sent: Fim 25. Nóv 2021 16:41
af TheAdder
jonfr1900 skrifaði:
appel skrifaði:
jonfr1900 skrifaði:Rúv vill ekki nota DVB-TTML möguleikann sem mundi bjóða upp á miklu betri texta í betri upplausn og rennsli miðað við það sem er að finna í textavarpinu. Síðan vill Rúv einnig ekki skipta yfir í Hbbtv möguleikann sem myndi bjóða upp á gagnvirkt textavarp með myndbandi og öðrum möguleikum. Það þarf ekki internet en er samt kostur ef það er í boði.

Flest öll sjónvörp í dag eru með hbbtv möguleikanum. Í staðinn ætlar Rúv að einbeita sér að Android apps í þessa þjónustu.
Ekkert af þessu sem þú nefnir virkar fyrir Ísland. of mikið af áhorfi er komið yfir á tæki sem styður þetta ekki. Þú ert alltof mikið í einskonar þýskalands hugsunargangi.
Þetta er örugglega vegna þess að helsta dreifileið sjónvarps á Íslandi er í gegnum IPTV en ekki DVB-C, DVB-T2* og DVB-S2* sem er notað á meginlandi Evrópu. Íslendingar eru orðnir talsvert sérstakir með þetta allt saman varðandi sjónvarp. Notandi helst tækni sem er minna notuð á hinum Norðurlöndun í helstu dreifileiðir sem kemur í veg fyrir notkun á þeim möguleikum sem eru í boði.

Íslendingar eru mikið í einhverjum tæknilausnum sem helst enginn annar notar. Ég skil ekki afhverju það er raunin. Öll sjónvörp sem eru framleidd árið 2020 og 2021 styðja þessa möguleika sem ég nefni að ofan. Það er ekki víst að sjónvarpstæki sem eru framleidd fyrir árið 2017 styðji þessa möguleika alla.

*Loftnet er í boði en ég tek eftir því að loftnetum á íbúðarhúsum fer stöðugt fækkandi á Íslandi.
* Í nokkrum ríkjum í Evrópu er búið að leggja niður DVB-T (h.264) staðalinn fyrir DVB-T2 sem bíður uppá meiri gæði með h.265 útsendingum. Gervihnattaútsendingar nota ennþá nær eingöngu h.264 (mpeg4) útsendingar með DVB-S2 (DVB-S er ennþá í notkun enda er gervihnattamarkaðurinn flókinn).
* Rúv sendir út á Thor-5 með mpeg2 útsendingu á DVB-S sem nær til alls Íslands þar sem fjöll skyggja ekki á. Sjá hérna.
Ég stóð í þeirri meiningu að RÚV væri með DVB-T útsendingar í gangi, samanber:
https://www.ruv.is/ruv-okkar-allra/dreifikerfi
Er búið að leggja það niður?

Re: Textavarpið

Sent: Fim 25. Nóv 2021 22:36
af jonfr1900
TheAdder skrifaði:
jonfr1900 skrifaði:
appel skrifaði:
jonfr1900 skrifaði:Rúv vill ekki nota DVB-TTML möguleikann sem mundi bjóða upp á miklu betri texta í betri upplausn og rennsli miðað við það sem er að finna í textavarpinu. Síðan vill Rúv einnig ekki skipta yfir í Hbbtv möguleikann sem myndi bjóða upp á gagnvirkt textavarp með myndbandi og öðrum möguleikum. Það þarf ekki internet en er samt kostur ef það er í boði.

Flest öll sjónvörp í dag eru með hbbtv möguleikanum. Í staðinn ætlar Rúv að einbeita sér að Android apps í þessa þjónustu.
Ekkert af þessu sem þú nefnir virkar fyrir Ísland. of mikið af áhorfi er komið yfir á tæki sem styður þetta ekki. Þú ert alltof mikið í einskonar þýskalands hugsunargangi.
Þetta er örugglega vegna þess að helsta dreifileið sjónvarps á Íslandi er í gegnum IPTV en ekki DVB-C, DVB-T2* og DVB-S2* sem er notað á meginlandi Evrópu. Íslendingar eru orðnir talsvert sérstakir með þetta allt saman varðandi sjónvarp. Notandi helst tækni sem er minna notuð á hinum Norðurlöndun í helstu dreifileiðir sem kemur í veg fyrir notkun á þeim möguleikum sem eru í boði.

Íslendingar eru mikið í einhverjum tæknilausnum sem helst enginn annar notar. Ég skil ekki afhverju það er raunin. Öll sjónvörp sem eru framleidd árið 2020 og 2021 styðja þessa möguleika sem ég nefni að ofan. Það er ekki víst að sjónvarpstæki sem eru framleidd fyrir árið 2017 styðji þessa möguleika alla.

*Loftnet er í boði en ég tek eftir því að loftnetum á íbúðarhúsum fer stöðugt fækkandi á Íslandi.
* Í nokkrum ríkjum í Evrópu er búið að leggja niður DVB-T (h.264) staðalinn fyrir DVB-T2 sem bíður uppá meiri gæði með h.265 útsendingum. Gervihnattaútsendingar nota ennþá nær eingöngu h.264 (mpeg4) útsendingar með DVB-S2 (DVB-S er ennþá í notkun enda er gervihnattamarkaðurinn flókinn).
* Rúv sendir út á Thor-5 með mpeg2 útsendingu á DVB-S sem nær til alls Íslands þar sem fjöll skyggja ekki á. Sjá hérna.
Ég stóð í þeirri meiningu að RÚV væri með DVB-T útsendingar í gangi, samanber:
https://www.ruv.is/ruv-okkar-allra/dreifikerfi
Er búið að leggja það niður?
Útsendingar yfir loftnet (DVB-T og DVB-T2) eru ennþá í gangi á Íslandi. Hversu lengi það mun vara í viðbót er góð spurning. Ég held að núverandi samningur við Vodafone sé til ársins 2025 eða 2026.

Re: Textavarpið

Sent: Fös 26. Nóv 2021 11:20
af JReykdal
* Í nokkrum ríkjum í Evrópu er búið að leggja niður DVB-T (h.264) staðalinn fyrir DVB-T2 sem bíður uppá meiri gæði með h.265 útsendingum.
DVB-T2 kemur h.265 ekkert við. Þetta er modulation tækni. Flestir nota h.264 yfir DVB-T2 eins og gert er á Íslandi.
Útsendingar yfir loftnet (DVB-T og DVB-T2) eru ennþá í gangi á Íslandi. Hversu lengi það mun vara í viðbót er góð spurning. Ég held að núverandi samningur við Vodafone sé til ársins 2025 eða 2026.
Núverandi samningur er til 2028.