Síða 1 af 1
Hvað eru bestu kaupin á full face hjálm?
Sent: Þri 16. Nóv 2021 17:27
af netkaffi
Jæja, nú er fólk farið að drepast á þessum rafhlaupahjólum. Rafskútu og bifhjóli lenti saman við Kringlumýrarbraut og manneskjan á rafhlaupahjólinu drapst þó að hún hafi verið með hjálm. Ég geri ráð fyrir að hann/hún hafi verið með ódýran rafskútuhjálm.
Hvar fást bestu full face hjálmarnir?
Re: Hvað eru bestu kaupin á full face hjálm?
Sent: Þri 16. Nóv 2021 18:02
af ColdIce
Keypti minn í Púkanum. Hrikalega góður og hef tekið góða byltu uppí fjalli á rafhlaupahjóli og hausinn í klett. Get sannarlega mælt með þeim.
Re: Hvað eru bestu kaupin á full face hjálm?
Sent: Þri 16. Nóv 2021 18:13
af Ingvi7
Pukinn. Nóg úrval og mæli eg með þeim.
Re: Hvað eru bestu kaupin á full face hjálm?
Sent: Þri 16. Nóv 2021 18:48
af netkaffi
ColdIce skrifaði:hausinn í klett.
Ouch
Re: Hvað eru bestu kaupin á full face hjálm?
Sent: Þri 16. Nóv 2021 19:00
af Zorglub
Fer aðeins eftir hvað þú ert að gera, lokaðir reiðhjólahjálmar eru einfaldlega ekki nóg fyrir 60-70+ eins og margir virðast vera að gera. Þarft mótorhjólahjálm fyrir svoleiðis.
Þetta slys var líklega svona alvarlegt út af hraða en ekki slæmum búnaði.
Re: Hvað eru bestu kaupin á full face hjálm?
Sent: Þri 16. Nóv 2021 21:29
af Graven
Væri ekki bara betra að hægja á sér?
https://youtu.be/xgOUgrOHuFc
Re: Hvað eru bestu kaupin á full face hjálm?
Sent: Mið 17. Nóv 2021 10:56
af netkaffi
Ég persónulega er ekki með hraðabreytt hjól, en það getur samt verið að alskonar önnur farartæki keyri á mig. Svo stundum eru framkvæmdir á göngustígum mjög illa merktar og sjást lítið í skammdeginu á Íslandi. Borgar sig að vera með alvöru full face mótorhjóla- eða vélsleða hjálm.
Re: Hvað eru bestu kaupin á full face hjálm?
Sent: Mið 17. Nóv 2021 11:22
af netkaffi