Síða 1 af 1

Þjóðskrá

Sent: Mán 15. Nóv 2021 20:54
af appel
Í gamla daga þá gat maður einfaldlega fengið þjóðskrána á geisladisk hjá Hagstofunni þá minnir mig. Margir vefir buðu upp á aðgengi að henni ókeypis, hægt að forvitnast um margskonar hluti þarna, t.d. fjölskyldutengsl, sambúðartengsl, og svona.

Í dag er þetta eitthvað erfiðara og búið að fjarlægja, en samt ekki. Þjóðskráin er aðgengileg þeim sem vilja í raun, og það er engin leið til að afskrá sig úr þjóðskránni, þá ertu ekki til sem íslendingur :)

En núna er verið að leggja fram reglugerðabreytingu þar sem hægt verður "fela sig" í þjóðskránni, þannig að eltihrellar og aðrir geti ekki séð hvar maður t.d. býr:
https://www.visir.is/g/20212183520d/for ... -thjodskra

Hinsvegar finnst mér þetta spurning, hvort þetta eigi ekki einfaldlega að vera í boði fyrir alla. Hverjum kemur það við hvar ég bý? Opinberir aðilar þurfa kannski að vita það, en einkaaðilar, og hnýsnir einstaklingar, hví eiga þeir að fá að vita það?

Heimilisfang fólks getur verið viðkvæmt. Núna eru margir að tjá sig undir nafni á facebook um eitthvað viðkvæmt umræðuefni, og það er alveg til í dæminu að einhverjir sem eru á móti skoðunum fari bara og banki upp á heima hjá fólki. Til allskonar klikkað lið.
Elsti bróður minn var einhverntímann í viðtali hjá Stöð 2 (ísland í dag) og var að viðra skoðun sína, og hann þurfti að því liggur við skipta um símanúmer eftir það.

Veit ekki alveg hvar þessi blessaða þjóðskrá liggur hvað GDPR varðar, en grunn prinssipið er að það á aldrei að deila upplýsingum um fólk sem er ekki nauðsynlegt að deila.

Re: Þjóðskrá

Sent: Mán 15. Nóv 2021 21:26
af Revenant
appel skrifaði:Veit ekki alveg hvar þessi blessaða þjóðskrá liggur hvað GDPR varðar, en grunn prinssipið er að það á aldrei að deila upplýsingum um fólk sem er ekki nauðsynlegt að deila.
Þjóðskrá er skilgreind í lögum (og hvað hún inniheldur) og hefur Þjóðskrá Íslands (stofnunin) sérstakt leyfi til að vinna og dreifa svoleiðis upplýsingum.
Lög um persónuvernd eru ekki "rétthærri" en önnur lög.

Re: Þjóðskrá

Sent: Mán 15. Nóv 2021 21:59
af brain
"Þjóðskrá Íslands getur heimilað einstaklingi og fjölskyldu hans að fá lögheimili sitt dulið í þjóðskrá og að því verði ekki miðlað. Heimild til þess að fá heimilisfang sitt dulið í þjóðskrá gildir til eins árs í senn."

https://www.althingi.is/altext/148/s/0459.html

Re: Þjóðskrá

Sent: Þri 16. Nóv 2021 14:11
af rapport
Revenant skrifaði:
appel skrifaði:Veit ekki alveg hvar þessi blessaða þjóðskrá liggur hvað GDPR varðar, en grunn prinssipið er að það á aldrei að deila upplýsingum um fólk sem er ekki nauðsynlegt að deila.
Þjóðskrá er skilgreind í lögum (og hvað hún inniheldur) og hefur Þjóðskrá Íslands (stofnunin) sérstakt leyfi til að vinna og dreifa svoleiðis upplýsingum.
Lög um persónuvernd eru ekki "rétthærri" en önnur lög.
Þetta er akkúrat það sem ætlunin er að breyta, að einungis þeir sem hafa heimild til að vinna með heimilisföng fái aðgng að heimilisföngum í Þjóðskrá og því lokað á aðgang hvers sem er.

Þetta er virkilega góð og tímabær pæling um ábyrgð á rekstri og miðlun stofnskráa sem hið opinbera safnar.

Afleidd vinnsla sbr. Credit Info á t.d. ekkert með að vita hvar fólk á heima, það á ekki að vera breyta í greiðslumati.

Re: Þjóðskrá

Sent: Þri 16. Nóv 2021 14:31
af netkaffi
Jú, þetta á að vera í boði fyrir alla, að því gefnu að það sé hægt að ná í þig einhvern lögsamþyktann máta án þessa lögheimilis í raun (held að stofnanir og fleiri verði oft að fá heimilisfang útaf lögum, en það má alveg hafa það bara pósthús? sem hefur svo bara samband við þig). Oft hægt að fá pirrandi fólk án þess að það sé alveg eltihrellar. Svo er til mikillar skammar að þeir sem díla við eltihrella þurfi að endurnýja þetta árslega. Hvernig væri að splæsa í allavega tvö ár?

Re: Þjóðskrá

Sent: Þri 16. Nóv 2021 18:45
af codemasterbleep
netkaffi skrifaði:Jú, þetta á að vera í boði fyrir alla, að því gefnu að það sé hægt að ná í þig einhvern lögsamþyktann máta án þessa lögheimilis í raun (held að stofnanir og fleiri verði oft að fá heimilisfang útaf lögum, en það má alveg hafa það bara pósthús? sem hefur svo bara samband við þig). Oft hægt að fá pirrandi fólk án þess að það sé alveg eltihrellar. Svo er til mikillar skammar að þeir sem díla við eltihrella þurfi að endurnýja þetta árslega. Hvernig væri að splæsa í allavega tvö ár?
Þú þarft eiginlega að uppfæra allar "undanþágur" árlega.

Ef þú ert með lögheimili erlendis en vinnur á íslandi og færir skattalega heimilisfesti þína til Íslands þá þarftu að endurnýja það árlega alveg óháð því hvort lögheimilið breytist eða ekki.