Síða 1 af 1
Aðstoð við að setja saman mynd-og hljóðvinnslu vél
Sent: Fös 12. Nóv 2021 14:21
af falcon1
Gamla mín er að verða 10 ára á næsta ári og komin tími á nýja vél en ég er alveg dottinn út úr því að vita hvað er best og svona í dag.
Notkun er aðallega Photoshop og myndbandsvinnsla (verður æ stærri partur). Sem stendur er myndbandsvinnslan aðallega í 1080p en tölvan þarf að duga mér í 4k myndbönd í náinni framtíð. Er líka mikið í hljóðvinnslu þannig að tölvan þarf líka að höndla hljóð sömpl (sound libraries / virtual instruments).
Þannig að ég þarf góðan örgjörva, mikið diskapláss og mikið minni veit ég.
Þætti vænt um ef einhver gæti hjálpað mér með þetta.
Ps. tölvan þarf að vera hljóðlát.
Re: Aðstoð við að setja saman mynd-og hljóðvinnslu vél
Sent: Fös 12. Nóv 2021 16:47
af Slayer
Intel 12900k
128Gb minni "DDR5"
Gigabyte 690 Aero D móðurborð
521-1024 Gb NVME drif fyrir Windows
ég sjálfur nota 4x1 tb Samsun SSD fyrir Samble Libraries
og svo bara eitthvað drif fyrir Audio upptökur.
Noctua NH eða ND 15 minnir mig fyrir örgjörvaviftu
svo þarf kraftmikið Powersuply sennilega og það þarf að vera
modular powersuply og myndi giska einhvers staðar kring um 850w eða meira?
ég þarf ekki GPU og hef minnst þekkingu á þeim
þannig að kanski einhverjir aðrir hérna geta sagt betur til með það?
Re: Aðstoð við að setja saman mynd-og hljóðvinnslu vél
Sent: Lau 13. Nóv 2021 11:26
af falcon1
Takk fyrir þetta Slayer.
Er DDR5 komið í sölu hérlendis? Finn það ekki á vefnum hérlendis.
Re: Aðstoð við að setja saman mynd-og hljóðvinnslu vél
Sent: Lau 13. Nóv 2021 12:29
af chaplin
Mac Mini M1 væri besta tölvan í þetta mission, amk fyrir peninginn + nánast algjörlega hljóðlát.
Það er í raun alveg galið hvað M1 höndlar allt svona "creative" process vel.
Re: Aðstoð við að setja saman mynd-og hljóðvinnslu vél
Sent: Lau 13. Nóv 2021 13:11
af falcon1
chaplin skrifaði:Mac Mini M1 væri besta tölvan í þetta mission, amk fyrir peninginn + nánast algjörlega hljóðlát.
Það er í raun alveg galið hvað M1 höndlar allt svona "creative" process vel.
Hafa þá geymsluna utanáliggjandi? Ég er með núna næstum búin að fylla gömlu tölvuna og hún er með 6TB geymslupláss.
Re: Aðstoð við að setja saman mynd-og hljóðvinnslu vél
Sent: Lau 13. Nóv 2021 17:09
af DJOli
falcon1 skrifaði:chaplin skrifaði:Mac Mini M1 væri besta tölvan í þetta mission, amk fyrir peninginn + nánast algjörlega hljóðlát.
Það er í raun alveg galið hvað M1 höndlar allt svona "creative" process vel.
Hafa þá geymsluna utanáliggjandi? Ég er með núna næstum búin að fylla gömlu tölvuna og hún er með 6TB geymslupláss.
Ég tel að það væri alveg kjörin hugmynd að hafa einmitt geymsluna annaðhvort í flakkara eða í annarri, ódýrari tölvu sem myndi fúnkera sem NAS. Þá væri auðveldara fyrir þig að fjölga og fækka diskum, sem og að versla þá diska eða þau drif í þá vél sem þig langar.
Ofan á það, þá má alltaf stilla þá tölvu til að upphala öllum project skrám og master fælum í skýjageymslu sem backupleið 1, og þá jafnvel láta upphala öllum skrám í aðra skýjageymslu til enn frekara öryggis.
Re: Aðstoð við að setja saman mynd-og hljóðvinnslu vél
Sent: Lau 13. Nóv 2021 17:37
af dadik
chaplin skrifaði:Mac Mini M1 væri besta tölvan í þetta mission, amk fyrir peninginn + nánast algjörlega hljóðlát.
Það er í raun alveg galið hvað M1 höndlar allt svona "creative" process vel.
Ég ætlaði að segja þetta. Er ekki M1 dótið alveg prýðilegt í svona vinnu. Ef þú hefur ekki sett saman vél í 10 ár, nennirðu virkilega að fara að díla við blue-screen út af vitlausum tímasetningum á minninu eða álíka. Just sayin.
Re: Aðstoð við að setja saman mynd-og hljóðvinnslu vél
Sent: Lau 13. Nóv 2021 19:02
af falcon1
Ég er með hálfgert ofnæmi gagnvart Apple hef alltaf verið PC gaur.
Re: Aðstoð við að setja saman mynd-og hljóðvinnslu vél
Sent: Lau 13. Nóv 2021 22:03
af chaplin
falcon1 skrifaði:
Hafa þá geymsluna utanáliggjandi? Ég er með núna næstum búin að fylla gömlu tölvuna og hún er með 6TB geymslupláss.
Það geri ég. Er með utanáliggjandi hýsingu sem er alltaf backed-up í Google Drive, þannig ég er með með aðgang að gögnunum, en ef hýsingin klikkar þá er allt í skýinu.
falcon1 skrifaði:Ég er með hálfgert ofnæmi gagnvart Apple hef alltaf verið PC gaur.
Þá nær það ekki lengra, en M1 frá Apple er samt alveg
ruglað fyrirbæri f. creative works, development, og í raun bara allt nema leiki (nema þú farir auðvita í M1 Max).
Re: Aðstoð við að setja saman mynd-og hljóðvinnslu vél
Sent: Sun 14. Nóv 2021 23:12
af falcon1
Hversu mikilvægt er skjákortið fyrir svona vinnslu sem ég nefndi að ofan? Er það ekki aðallega örgjörvi og vinnsluminni sem skiptir mestu máli?