Síða 1 af 1

VA - IPS

Sent: Fös 22. Okt 2021 11:43
af blitz
Hversu margir hérna eru með VA skjái og finnst það bara fínt?

Er að velta fyrir mér nýjum skjá (27-32") sem er aðallega hugsaður fyrir heimavinnu, létt excel / word og svo leiki. Hef að jafnaði verið með IPS skjái - amk svo að ég muni til - en er með 34" ultrawide í vinnunni sem er VA panell og hef aldrei tekið eftir einhverju sérstöku þegar ég er t.d að draga command promt til hliðar og snöggar hreyfingar milli forrita o.s.frv.

Aðal áhyggjur snúast að smearing / ghosting á VA panel sem almennt er talað um - ekki hægt að komast hjá því.

Spila mest af Battlefield / RDR2 og svo eitthvað af bílaleikjum og RTS.

Re: VA - IPS

Sent: Fös 22. Okt 2021 12:26
af appel
Ef ég ætti að velja skjá til að vinna við þá væri það alltaf IPS.
Þekki ekki nýjustu VA panelana, en ég átti gamla VA skjái og það var alveg hræðilegt að sitja við þá, einsog að glápa beint ofan í ljósabekk, bjartir og bláir. IPS skjáir miklu þægilegri hvað þetta varðar.

Re: VA - IPS

Sent: Fös 22. Okt 2021 12:47
af Dropi
Ég var með IPS í 3 vikur á mánuði og VA í 1 viku, til skiptis í nokkur ár vegna ferðalaga og tvær tölvur á sitthvorum staðnum. VA var með dýpri svarta liti en ég náði aldrei réttum litum fanst mér. IPS skjárinn fannst mér mikið auðveldara að eiga við og ég almennt 100% sáttari við hann.

Þeir voru báðir 75Hz. Ég gaf vini mínum VA skjáinn og tölvuna þegar ég þurfti ekki seinna setupið lengur og hélt IPS skjánum þó hann væri eldri.

Re: VA - IPS

Sent: Fös 22. Okt 2021 14:17
af drengurola

Re: VA - IPS

Sent: Fös 22. Okt 2021 19:11
af audiophile
VA er fínt í sjónvörpum og IPS betra fyrir tölvuskjái.

Re: VA - IPS

Sent: Fös 22. Okt 2021 19:43
af ElvarP
Er með VA skjá og finnst hann fínn, sé ekkert óeðlilegt við hann, finnst hann bara fínn. Er samt ekki með IPS skjá til að miða við.

Re: VA - IPS

Sent: Þri 23. Nóv 2021 14:30
af blitz
Endaði í 32" VA panel frá LG, kominn heim á 58k

https://www.lg.com/us/monitors/lg-32GK6 ... ng-monitor

Djöfull er ég ánægður með hann - þótt hann sé VA.

Algjört "death by overthinking" með þessi kaup, tek ekki eftir neinu smearing eða ghosting í því sem ég er að spila.

Re: VA - IPS

Sent: Mið 24. Nóv 2021 08:20
af GullMoli
Hérna er einn mögulegur galli við VA sem kallast smearing, reyndar mjög slæmt tilfelli. Var einmitt mikið að spá í þessu um daginn áður en ég keypti, ákvað að fá mér IPS skjá þar sem ég vinn stundum heima þar sem flest öll forritin eru með dökkan bakrunn og svo texta.

EDIT: Samsung G7 skjárinn einn af fáum VA panel skjám sem er mestmegnis laus við þetta vandamál.

Mynd

Re: VA - IPS

Sent: Mið 24. Nóv 2021 10:39
af blitz
GullMoli skrifaði:Hérna er einn mögulegur galli við VA sem kallast smearing, reyndar mjög slæmt tilfelli. Var einmitt mikið að spá í þessu um daginn áður en ég keypti, ákvað að fá mér IPS skjá þar sem ég vinn stundum heima þar sem flest öll forritin eru með dökkan bakrunn og svo texta.

EDIT: Samsung G7 skjárinn einn af fáum VA panel skjám sem er mestmegnis laus við þetta vandamál.

[img]https://i.imgur.com/raSajPQ.gif[/mg]
Akkúrat - ég sá þetta myndband og svitnaði. Ég var hins vegar að prófa þetta nákvæmlega sama, gerði svarta síðu í Word og setti hvítann texta og scrollaði svona. Sé ekkert smearing.

Er með 24" IPS skjá við hliðina, það er enginn munur á þessum VA og þeim IPS þegar ég geri þetta próf.

Þessi skjár sem hann er með í þessu prófi er greinilega rosalegur.