Síða 1 af 1
Vetrarskór :)
Sent: Sun 17. Okt 2021 10:51
af AndriáflAndri
daginn allir, ég er þessi gaur sem er alltaf bara í strigaskóm úti í snjónum.. en langar í einhverja skó fyrir veturinn.. vill helst að þeir séu vatnsheldir líka. vitiði um eitthverja góða skó til að skoða? eru ullarsokkar og gúmmítúttur bara málið?
Re: Vetrarskór :)
Sent: Sun 17. Okt 2021 11:46
af ColdIce
Góðir vetrarskór eru vanmetnir.
Keypti mér Ecco skó síðasta vetur, hrikalega gott grip, alveg vatnsheldir og gefa vel eftir á göngu(semsé ekki eins og að labba í tréklossum)
Re: Vetrarskór :)
Sent: Sun 17. Okt 2021 11:58
af mikkimás
Bara ekki koma nálægt Hagkaupsdraslinu.
Farðu í alvöru útivistarbúð, færð fína skó á 30-40þ kr.
Ég spreyja alltaf sílikoni á skóna. Veit ekki hvort ég þarf þess fyrir svona sérhæfða skó, en veit ekki hvort það sé verra heldur.
Re: Vetrarskór :)
Sent: Sun 17. Okt 2021 12:07
af audiophile
Mæli með Ecco skóm.
Re: Vetrarskór :)
Sent: Sun 17. Okt 2021 12:20
af rapport
Timberland boots eru klassísk lausn, en mér finnst þeir þungir og ef þú ferð í týpu sem er ekki leðruð að innan, þá eru þeir kaldir.
Ég nota eiginlega bara gönguskó ef ég þarf út í snjó, fer oftast bara á milli bílastæðahúsa og inn í einstaka verslun.
Re: Vetrarskór :)
Sent: Sun 17. Okt 2021 16:54
af Póstkassi
Sá
þetta myndband fyrir nokkrum árum frá Tom Scott þar sem hann fer að skoða rannsóknarstöð sem gefur skóm stig fyrir hversu vel þeir grípa í hálku. Þessi rannsóknarstöð er í Kanada þannig það ætti að vera hægt að bera saman við íslenskar aðstæður.
Hérna er svo
hlekkur á síðuna þar sem hægt er að skoða ýmsa skó
Re: Vetrarskór :)
Sent: Sun 17. Okt 2021 17:34
af rapport
Póstkassi skrifaði:Sá
þetta myndband fyrir nokkrum árum frá Tom Scott þar sem hann fer að skoða rannsóknarstöð sem gefur skóm stig fyrir hversu vel þeir grípa í hálku. Þessi rannsóknarstöð er í Kanada þannig það ætti að vera hægt að bera saman við íslenskar aðstæður.
Hérna er svo
hlekkur á síðuna þar sem hægt er að skoða ýmsa skó
Spes að búa á Íslandi og kananst varla við þessar tegundir sf skóm, fyrir utan Sörel
Re: Vetrarskór :)
Sent: Sun 17. Okt 2021 20:59
af netkaffi
Mér var nú held ég aldrei kalt á tánum seinasta vetur, en var samt úti í hverri viku. Í fjallgöngum og öðru. Reyndar úti flesta daga. En kannski er ég bara búinn að gleyma því ef það var kalt á tánum. Auðvitað gott að eiga þá fyrir mestu frostdagana og slabbið sem bleitir mann ef maður er ekki í vatnsheldu.
rapport skrifaði:Spes að búa á Íslandi og kananst varla við þessar tegundir sf skóm, fyrir utan Sörel
Íslendingar klæða sig margir ekki eftir veðri held ég. Ég hef séð svipað hjá dönum.
Re: Vetrarskór :)
Sent: Sun 17. Okt 2021 21:28
af DaRKSTaR
Fékk mér ecco skó, með Michelin sóla, þægilegir skór, vatnsheldur og gott grip
Re: Vetrarskór :)
Sent: Sun 17. Okt 2021 22:37
af Klemmi
Mæli alveg með því ef þú hefur tíma og nennu að kíkja í Toppskóinn við Smáratorg. Outlet fyrir S4S skóbúðirnar, og er því m.a. með Ecco skó á 30-70% afslætti.
Re: Vetrarskór :)
Sent: Sun 17. Okt 2021 23:35
af AndriáflAndri
Klemmi skrifaði:Mæli alveg með því ef þú hefur tíma og nennu að kíkja í Toppskóinn við Smáratorg. Outlet fyrir S4S skóbúðirnar, og er því m.a. með Ecco skó á 30-70% afslætti.
Hljómar vel
Re: Vetrarskór :)
Sent: Mán 18. Okt 2021 04:36
af Black
Dr.martens chelsea boots, Elska mína þannig 4ára gamlir og eru eins og nýjir þrátt fyrir mikla notkun