Síða 1 af 1

Asus DSL-AC68U hjá Símanum - ves!

Sent: Þri 12. Okt 2021 11:54
af undrandi
Halló

Ég er með Asus DSL-AC68U og er hjå símanum. Ég er búinn að vera með hann í tvö ár og engin sérstök vandamál með það þar til núna að ég er að fatta að ég er að fá ca 200 mbita inn hjá mér en ætti að vera að fá miklu meira. Fékk lánaðan router hjá símanum og þá fer ég strax í ca 600 mbit og það á wifi. Svo þá fór ég að spá í tengingarnar og komst að því að ég er með tengingu sem er ekki eins og mælt er með hjá Símanum á þessarri síðu: https://www.siminn.is/spurt-og-svarad/b ... odel-ac68u

Svo þá hugsaði ég með mér að ég myndi bara breyta tengingunni minni í þetta ef það skyldi hjálpa með hraðann (hvað veit ég? Ekkert!) en þá fæ ég bara enga tengingu. Disconnected from WAN. Svo þá breytti ég aftur í þessa tengingu sem ég var með upphaflega - held að hún hafi komið frá þessarri síðu á sínum tíma: https://lappari.com/2015/09/viltu-skipt ... a-simanum/
En að vísu notaði ég aldrei sjónvarpshlutann því það fer hvorteðer ekki gegnum routerinn hjá mér heldur bara beint úr boxinu í sjónvarpið.

Svo spurningin er þessi: Er einhver að nota þennan router gegnum ljósleiðara/símann og ef svo er, hvernig virkar það og hvaða uppsetningu er verið að nota?? Þetta að neðan er það sem virkar hjá mér - en að vísu með minni hraða en ég ætti að vera að fá.

Mynd

Re: Asus DSL-AC68U hjá Símanum - ves!

Sent: Þri 12. Okt 2021 12:11
af jonfr1900
Ég setti svona router upp á VDSL en ég kveikti á 802.1Q og slökkti á VPN + DHCP eins og stóð í leiðbeiningum hjá Símanum. Síðan þarf að skilgreina VLAN ID til að allt virki rétt. Allavegna á VDSL.

Re: Asus DSL-AC68U hjá Símanum - ves!

Sent: Þri 12. Okt 2021 13:30
af undrandi
Takk fyrir svarið. Manstu hvernig maður skilgreinir VLAN í þessu? Ég finn eitthvað um þetta hjá Gúgúl frænda en þær leiðbeiningar virðast vera eitthvað gamlar því viðmótið lítur ekki eins út hjá mér.

Re: Asus DSL-AC68U hjá Símanum - ves!

Sent: Þri 12. Okt 2021 15:36
af jonfr1900
Þú setur það upp í WAN og LAN hlutanum, það er á sama stað fyrir WAN/VDSL minnir mig. Á síðustu myndinni hjá Símanum er notuð önnur tegund af Asus router, þar er notuð Asus RT-AX88U sem er eingöngu ljósleiðara router.

Hérna eru leiðbeininganar frá Asus.

Ég get sett minn router í samband og tekið skjáskot ef þetta gengur ekki hjá þér. Þetta er ennþá uppsett fyrir símann í mínum router þó svo að hann sé ekki í notkun núna hjá mér.

Re: Asus DSL-AC68U hjá Símanum - ves!

Sent: Mið 13. Okt 2021 10:36
af undrandi
Já ég er búinn að vera að leita að því hvar þessar stillingar eru í þessum router en ég finn þetta ekki. Þetta er ekki þarna þar sem leiðbeiningarnar frá ASUS segja að þetta eigi að vera, ekki hjá mér að minnsta kosti. Og ég finn þetta hvergi.

Mynd

Mynd

Re: Asus DSL-AC68U hjá Símanum - ves!

Sent: Mið 13. Okt 2021 21:52
af jonfr1900
Í dag notar þú ekki nein sérstök port fyrir sjónvarpið frá Símanum. Það sem þú ert að leita er undir Internet connection.

Þetta er ekki frá mínum router en ég setti inn þarna internet og iptv stillingar samkvæmt stillingum sem eru settar upp í iptv flipanum.
bbc318c4-b7a2-4ac9-b2c1-e250a81026aa.png
bbc318c4-b7a2-4ac9-b2c1-e250a81026aa.png (112.63 KiB) Skoðað 780 sinnum

Re: Asus DSL-AC68U hjá Símanum - ves!

Sent: Fim 14. Okt 2021 04:10
af jonfr1900
Ég lenti í veseni með routerinn frá Símanum og setti því minn router í samband. Þetta er stillingin sem ég er að nota á VDSL. Væntanlega er þetta mjög svipað eða það sama yfir ljósleiðara.

WAN hluti stillingana.
VDSL - IPTV - Settings.png
VDSL - IPTV - Settings.png (36.63 KiB) Skoðað 762 sinnum
LAN hluti stillingana.
VDSL - IPTV - Settings - 2.png
VDSL - IPTV - Settings - 2.png (34.5 KiB) Skoðað 762 sinnum

Re: Asus DSL-AC68U hjá Símanum - ves!

Sent: Fim 14. Okt 2021 19:11
af undrandi
Takk kærlega fyrir alla hjálpina en það er alveg sama hvernig ég reyni að stilla þetta, eina leiðin til að fá þetta til að virka er leiðin sem ég hef verið að nota.
Það næsta sem ég kemst að því að fá þetta til að virka með leiðinni sem Síminn mælir með er að ég fæ meldinguna "Your ISP's DHCP does not function properly". Ég er farinn að halda að ég hljóti að hafa tengt þetta eitthvað rangt á sínum tíma. Það hljóta að vera einhver fyrirtæki sem mæta heim til fólks til að laga svona rugl. Ég held ég verði bara að athuga það mál.

Re: Asus DSL-AC68U hjá Símanum - ves!

Sent: Fim 14. Okt 2021 19:29
af jonfr1900
Þú verður að skilgreina WAN port, væntanlega á Ethernet port 1 og tengja það við ljósleiðarann sem þú ert með (ef þú hefur ekki gert það nú þegar). Ef að þú færð DCHP villu, þá skaltu athuga stillingar á endurnýjunartíðni DCHP á WAN. Ef það er stillt á Normal þá getur verið að þú þurfir að stilla það á agressive til að fá það til að virka.

Re: Asus DSL-AC68U hjá Símanum - ves!

Sent: Fim 14. Okt 2021 19:57
af undrandi
Jújú, það er tengt þannig. Búinn að breyta endurnýjunartíðni frá Normal á Agressive og til baka aftur án árangurs.
Annars datt mér allt í einu í hug hvort það sé hægt að nota bridge á þessum símarouter sem ég held að ég fái hvorteðer ókeypis eða þá tengja Asus routerinn gegnum DMZ, slökkva svo bara á wifi á símarouternum og nota bara áfram Asus routerinn.
Ég er nú ekkert rosa klár á svona en eitthvað verður maður að dunda sér við!

Re: Asus DSL-AC68U hjá Símanum - ves!

Sent: Fim 14. Okt 2021 20:36
af jonfr1900
Undir Administration þá ættir þú að getað sett Asus routerinn í AP mode frá Router mode. Ef þetta hefur verið að virka, þá ætti routerinn hjá þér að virka alveg eins og hann gerði áður ef Síminn hefur ekki breytt neinu á sínum enda sem er alveg möguleiki að sé tilfellið hérna.