Síða 1 af 1

Vantar adstod med tölvubord :-(

Sent: Sun 10. Okt 2021 11:48
af grimurkolbeins
Ég er semsagt med bord sem er 80 á breidd og 160 á lengd
Konan krefst thess ad eg kaupi minna bord .
Langar ad kaupa bord sem mer lidur vel á er med setup uppá 800k vill hafa thad á bordinu útaf litla terroristanum mínun hvada bord er minna en gott í gaming/vinnu.

Re: Vantar adstod med tölvubord :-(

Sent: Sun 10. Okt 2021 14:00
af rapport
Er með svona og svo skjáarma 2x 24" skjái en vélina á gólfinu.

https://www.ikea.is/products/609254

Ekki of djúpt, ekki of breytt, snúrurnar faldar og skúffur fyrir stöff.

Virkar fínt fyrir mig.

Re: Vantar adstod med tölvubord :-(

Sent: Sun 10. Okt 2021 14:26
af AndriáflAndri
Ég er með þetta, https://www.ikea.is/products/16939

Er með tölvuna uppá borði og einn skjáarm með 34" ultrawide og 24" skjá á hlið. Svo er líka hilla undir og ég er með 2x fjöltengi í henni.

Svo sleppti ég að setja útdraganlegu eininguna undir, en það er alltaf hægt að henda henni á ef þú vilt fá meira pláss á borðinu / stærra borð :)

Re: Vantar adstod med tölvubord :-(

Sent: Sun 10. Okt 2021 14:47
af Klemmi
Ég verð að vera leiðinlegur, og segja að þessir 20-30cm á hvorn veginn sem er geti ekki skipt svona miklu máli...

Auðvitað er "happy wife, happy life" og allt það, en þú veist...
Þessir sentimetrar ættu ekki að breyta neinu varðandi innra skipulag heimilisins...

Re: Vantar adstod med tölvubord :-(

Sent: Sun 10. Okt 2021 18:11
af appel
Klemmi skrifaði:Ég verð að vera leiðinlegur, og segja að þessir 20-30cm á hvorn veginn sem er geti ekki skipt svona miklu máli...

Auðvitað er "happy wife, happy life" og allt það, en þú veist...
Þessir sentimetrar ættu ekki að breyta neinu varðandi innra skipulag heimilisins...
Ef það eru ekki praktískar ástæður, t.d. borð er að blokkera dyr, þá hljómar þetta sem nit-picking. Konan pirruð útaf einhverju öðru og "lashes out" á einhverju sem hún telur skipta þig einhverju máli. #hjónabandsráðgjafinn

En það er til hellingur af borðum í ikea sem eru eitthvað um 100x60 cm. Enginn skortur af litlum borðum. Bara taka konuna með í ikea og láta hana velja :sleezyjoe

Re: Vantar adstod med tölvubord :-(

Sent: Mán 11. Okt 2021 08:26
af grimurkolbeins
Hehehe við stjórnum litlu lengur við kallarnir.... -_-
Er búin að vera skoða þetta lýst ágætlega á þessi tvö
https://elko.is/arozzi-leikjabordj-leggero-svart
https://elko.is/piranha-zone-leikjaskrifbor-pirzone

Einhver með reynslu af þessum tveim ?

Re: Vantar adstod med tölvubord :-(

Sent: Mán 11. Okt 2021 08:34
af Hausinn
grimurkolbeins skrifaði:Hehehe við stjórnum litlu lengur við kallarnir.... -_-
Er búin að vera skoða þetta lýst ágætlega á þessi tvö
https://elko.is/arozzi-leikjabordj-leggero-svart
https://elko.is/piranha-zone-leikjaskrifbor-pirzone

Einhver með reynslu af þessum tveim ?
Mig finnst flest "leikjaskrifborð" vera alveg einstaklega ljót, en þetta Piranha Zone borð lítur nokkuð stílhreint út. Hér eru frekari upplýsingar:
https://www.nordicgamesupply.com/access ... ming-table

Re: Vantar adstod med tölvubord :-(

Sent: Mán 11. Okt 2021 08:40
af grimurkolbeins
Hausinn skrifaði:
grimurkolbeins skrifaði:Hehehe við stjórnum litlu lengur við kallarnir.... -_-
Er búin að vera skoða þetta lýst ágætlega á þessi tvö
https://elko.is/arozzi-leikjabordj-leggero-svart
https://elko.is/piranha-zone-leikjaskrifbor-pirzone

Einhver með reynslu af þessum tveim ?
Mig finnst flest "leikjaskrifborð" vera alveg einstaklega ljót, en þetta Piranha Zone borð lítur nokkuð stílhreint út. Hér eru frekari upplýsingar:
https://www.nordicgamesupply.com/access ... ming-table
Já lookar stílhreint og solid, önnur spurning ég þarf víst að sleppa lán cable hjá mér og nota WiFi hvað mæliði með er nánast við hliðina rádernum, er nóg að kaupa usb WiFi eða betra að kaupa WiFi kort og skella því í vélina?

Re: Vantar adstod med tölvubord :-(

Sent: Mán 11. Okt 2021 09:46
af Hausinn
grimurkolbeins skrifaði:Já lookar stílhreint og solid, önnur spurning ég þarf víst að sleppa lán cable hjá mér og nota WiFi hvað mæliði með er nánast við hliðina rádernum, er nóg að kaupa usb WiFi eða betra að kaupa WiFi kort og skella því í vélina?
Af hverju getur þú ekki notað LAN kapal?

Re: Vantar adstod med tölvubord :-(

Sent: Mán 11. Okt 2021 10:21
af grimurkolbeins
Hausinn skrifaði:
grimurkolbeins skrifaði:Já lookar stílhreint og solid, önnur spurning ég þarf víst að sleppa lán cable hjá mér og nota WiFi hvað mæliði með er nánast við hliðina rádernum, er nóg að kaupa usb WiFi eða betra að kaupa WiFi kort og skella því í vélina?
Af hverju getur þú ekki notað LAN kapal?

Vegna thess ad thad hentar ekki, (thyrfti ad thraeda hana med loftinu og konan ekki til í thad.

Re: Vantar adstod med tölvubord :-(

Sent: Mán 11. Okt 2021 12:28
af TheAdder
grimurkolbeins skrifaði:
Hausinn skrifaði:
grimurkolbeins skrifaði:Já lookar stílhreint og solid, önnur spurning ég þarf víst að sleppa lán cable hjá mér og nota WiFi hvað mæliði með er nánast við hliðina rádernum, er nóg að kaupa usb WiFi eða betra að kaupa WiFi kort og skella því í vélina?
Af hverju getur þú ekki notað LAN kapal?

Vegna thess ad thad hentar ekki, (thyrfti ad thraeda hana med loftinu og konan ekki til í thad.
Ég prófaði sjálfur USB wifi dongle til skamms tíma, myndi ekki mæla með því, fáðu þér frekar PCI kort eða nvme ef þú hefur pláss fyrir það.

Re: Vantar adstod med tölvubord :-(

Sent: Mán 11. Okt 2021 12:32
af Toy-joda
Ég fór í BYKO og keypti eikarplötu. Lakkaði hana og skrúfaði ryðfríar fætir undir það. 220x60 fyrir 4 skjá. 27". Kostaði 35þ kall og 2 tímar vinnu.

Re: Vantar adstod med tölvubord :-(

Sent: Mán 11. Okt 2021 13:25
af Lexxinn
grimurkolbeins skrifaði:
Hausinn skrifaði:
grimurkolbeins skrifaði:Já lookar stílhreint og solid, önnur spurning ég þarf víst að sleppa lán cable hjá mér og nota WiFi hvað mæliði með er nánast við hliðina rádernum, er nóg að kaupa usb WiFi eða betra að kaupa WiFi kort og skella því í vélina?
Af hverju getur þú ekki notað LAN kapal?

Vegna thess ad thad hentar ekki, (thyrfti ad thraeda hana med loftinu og konan ekki til í thad.
Ég er sjálfur með svona í tölvunni minni, er í öðru herbergi en routerinn - https://kisildalur.is/category/34/products/1878, mjög sáttur eftir að ég fór að tengjast 2,4ghz frekar en 5ghz þar sem það var veggur á milli, 5ghz fer illa í gegnum veggi

Hljómar annars meira eins og þig vanti nýja konu frekar en skrifborð ef einn cat5 kapall má ekki liggja meðfram gólflistum ef tölvan er svona nálægt router :guy

Re: Vantar adstod med tölvubord :-(

Sent: Mán 11. Okt 2021 16:53
af Emarki
Toy-joda: mjög áhugavert, hvar keyptirðu fæturnar ?

Re: Vantar adstod med tölvubord :-(

Sent: Mán 11. Okt 2021 19:44
af Hlynzi
Taktu bara hjólsög og styttu borðið um 20 cm, snýrð skurðinum upp að vegg. Það helsta við að fara í 60 cm er að þá ertu kominn í hámark 27" skjá (1440 er mjög gott) í þeirri fjarlægð, 32" eða stærra verður eiginlega of mikið á svona stærð af skrifborði. Hugsanlega gætiru sniðið lausn sem væri á skúffusleðum, þar sem hægt væri að draga borðið út í 80 cm þegar þess þarf (skjáirnir bara fastir á veggnum), frágangur á snúrum er yfirleitt snyrtilegastur með nettum rennum.