Mæli sterklega með þessum seríum fyrir ofan, en seríurnar hér að neðan voru þær sem ég ákvað að sleppa að minnast á því ég var ekki viss um að þið mynduð fíla þessi genres.
En fyrir þá sem eru til í að leyfa sér smá kúltúr sjokk og sleppa öllum fordómum og svona þá eru þetta alveg hreint geggjaðar seríur:
Btw. allar kóreskar þáttaraðir eru í svona 95% tilfella bara það sem kallast "mini series", þ.e. saga frá upphafi til enda og oftast í 16 þáttum sem hver er klukkutíma langur.
En hérna eru þessar geggjuðu seríur, mæli alveg jafnt með þeim öllum:
Crash Landing on You
Drama - Action - Romance - Thriller
Snobbuð yfirstéttarkona fer í sviflug en vegna storms þá blæs hún yfir til N-Kóreu. Þar kemst hún í hann krappan og auðvitað hittir hún heiðarlegan og myndarlegan n-kóreskan hermann sem hjálpar henni og hún fellur fyrir. En það er hættulegt að vera S-Kóreumaður í N-Kóreu, og hann hjálpar henni að fara huldu höfði og reyna komast til baka, sem er ekki auðvelt. Hún fær nýja sýn á lífið og umbreytist. En það er mikið action, thryller, og jú romance í þessu. Mjög áhugaverð innsýn á N-Kóreu, allavega frá sjónarhóli S-Kóreu.
https://mydramalist.com/35729-emergency-lands-of-love
Empress Ki
Historical - Romance - Action - Thriller
Eiginlega uppáhalds serían mín, af eiginlega öllum sem ég hef horft á. Þetta er "historical drama", gerist fyrir þúsund árum síðan eða svo. En þetta er mikil saga, segir frá þessari Ki sem þróast úr því að vera sem þræll sem barn Í Kóreu yfir í það að verða keisaraynju yfir Yuan Dynasty, sem við þekkjum sem Kína í dag, og því fylgdi einnig að vera yfirstjórnandi yfir Kóreu þar sem þannig var pólitíkin þá. Þetta er byggt á raunverulegum atburðum, Ki verður ein valdamesta keisaraynja í kínverskri sögu. En þetta er kóresk þáttaröð á kóresku, þar sem saga kóreu og kína er mjög samofin, og jú þetta er saga um hina kóresku Ki.
En þetta er svona "palace drama" einsog það kallast, og minnstu mistök þýða að þú týnir lífi þínu innan hallarveggjanna. Þannig að það er mikið um ráðabrugg, "stratagems" einsog það kallast.
Aðal vondi kallinn er í mínum huga á sama plani og Darth Vader, alveg skelfilega grimmur þannig að maður svitnar bara við að sjá hann á skjánum.
https://mydramalist.com/7114-empress-ki
I'm Not a Robot
Comedy - Romance - Drama
Bráðfyndin sería um stelpu sem er ráðin í tímabundið starf að leika róbóta fyrir róbótafyrirtæki, þar sem róbotinn þeirra bilaði akkúrat þegar sérvitur milljarðamæringur vildi fá róbotinn að láni í nokkra daga til að gera prófanir á honum. En það vildi svo til að hún var einmitt fyrirmyndin að róbotinum þannig að hún og róbotinn líta nákvæmlega eins út! Þannig að tekst henni að plata milljarðamæringinn?
https://mydramalist.com/24351-im-not-a-robot
Strong Woman Do Bong Soon
Comedy - Romance - Thriller
Af einhverjum ástæðum eru allar konur í ættinni ofur-sterkar, svona Captain America sterkar ef ekki sterkari. Ég líkti þessu einu sinni við kvenkyns-útgáfuna af Steina Sterka (virkilega, las enginn þessar bækur?).
En ríkur forstjóri leikjafyrirtækis verður vitni af því hversu sterk hún er, og þar sem hann er undir stöðugum líflátshótunum þá ákveður hann að ráða hana sem lífvörð sinn. Hún þiggur boðið, enda hefur alltaf langað að vinna hjá leikjafyrirtæki. En ... einsog í mörgum kóreskum svona þáttaröðum þá upphefst mikil kómedía og jú romance.
https://mydramalist.com/18894-strong-woman-do-bong-soon
Mother
Thriller - Melodrama
Ein svakalegasta drama sem ég hef horft á. Hafið nóg tissjú á reiðu fyrir tárin. Kennari verður vitni af því hvernig foreldrar, stjúpfaðir og móðir, níðast á nemenda sínum, og telur að hún muni á endanum verða drepin. Hún getur ekki aðhafst ekkert, og þrátt fyrir að annar kennari hafi tilkynnt til yfirvalda þessa misnotkun þá geta yfirvöld ekkert gert, yppa bara öxlum og ekkert er gert. En dag einn ákveður kennarinn að flýja með stúlkunni, og verða móðir hennar. En það er ekki alveg svo einfalt.
https://mydramalist.com/21308-mother
Mr. Queen
Comedy - Drama - Historical - Romance
Þessi gerist á "joseon" tímabilinu, þegar Kórea var sameinuð undir konungsdæmi sem kallaðist Joseon.
En þetta er áhugaverð sería. Kvennabósi í nútímanum, sem er kokkur, hann lendir í slysi, og við það varpast hann aftur í tímann.
Ekki nóg með það, þá vaknar hann í líkama konu, og ekki hvaða konu sem er, heldur prinsessu sem er að fara giftast kónginum, sem virðist vera kvennabósi einnig. Hann, eða hún, verður drottning og upphefst mikil kómedía, og einnig smá drama.
Veit ekki hvað kynjafræðingarnir í háskóla Íslands myndu segja um þessa seríu.
https://mydramalist.com/58365-queen-cheorin
Hef þetta ekki of langt