Síða 1 af 1

Skjákorts pæling AGP vs PCI-E geforce 6600GT 128mb

Sent: Sun 30. Okt 2005 15:22
af Lizard
ég er alveg ruglaður í hausnum hvað ég á að gera...


ég er hérna með AGP móðurborð intel pentium og var með fx5700 ultra 128mb

og ætla fá mér geforce 6600GT kortið

svo kemur pælingin.. ætti maður að eyða 15þús i AGP kort og bara búid...

eða ætti maður að skipta út móbo 10þús og fá sér PCI-E 6600GT korti?

ég meina hvað er best að gera

ég er bara með um 15þús núna og veit ekkert um þessi skjákort mikid..

AGP MSI frá ATT
http://www.att.is/product_info.php?cPat ... ts_id=1366

PCI-E MSI frá ATT
http://www.att.is/product_info.php?cPat ... ts_id=1292


eða AGP
EVGA 15þús frá start.is

http://start.is/product_info.php?cPath= ... ts_id=1177

start.is PCI-E 12.490 EVGA

http://start.is/product_info.php?cPath= ... ts_id=1162

hvað mynduð þið gera :O

HJÁLP :D

Sent: Sun 30. Okt 2005 15:46
af CraZy
PCI-E uppá framtíðina

Sent: Sun 30. Okt 2005 15:48
af axyne
ekkert vit í því að kaupa sér bara nýtt móðurborð svo þú fáir PCI-e, því þá þarftu að fá þér gamalt móðurborð býst ég við svo það passi við núverandi örgjörva og minni.

og þá ertu kominn í bobba þegar þú ætlar að uppfæra hitt.

ég í þínum sporum fengi ég mér AGP kortið.

...eða nýtt móðurborð, örgjörva, minni og svo PCI-E skjákortið.


hvernig eru annars system specs hjá þér núna. ?

Sent: Sun 30. Okt 2005 17:58
af Stutturdreki
AGP nema þú sért með einhvern crapy örgjörva og hefur efni á að skipta honum út líka.

Sent: Sun 30. Okt 2005 18:01
af kristjanm
Ef þú kaupir AGP kortið núna þá verðuru í vandræðum þegar þú ætlar að uppfæra næst.

Verður að ákveða hvort þú vilt kaupa AGP kortið núna og geyma aðrar uppfærslur eða þá að uppfæra allt í einu, móðurborð, örgjörva, skjákort og hugsanlega minni ef þú vilt halda áfram með P4 vél.

Getur kannski fengið 478 pinna P4 móðurborð með PCI-Express, þau eiga víst að vera til.

Sent: Sun 30. Okt 2005 20:09
af Stutturdreki
Hann þarf þá hvort eð er að skipta út móðurborðinu "næst". Asnalegt að kaupa sér úrelt socket 478 móðurborð núna sem nýtist ekkert í framtíðinni.

Annað hvort lágmarks uppfærsla, AGP skjákort og tölvan endist í svona eitt til tvö ár í viðbót eða fara alla leið og fá sér intel 775 eða AMD 939 móðurborð + örgjörva og pci skjákort.

Sent: Sun 30. Okt 2005 22:16
af Lizard
cpu min

3.0ghz 1mb cache prescott örri

chaintech 9pjl móðurborð sem er a agp reyndar

svo kemur 1gb hyperX minni..

ég held ég kaupi mér bara agp kortið og nýti mér það í kannski 5-6 mánði og svo kemur sumarið þá bara sel ég móbo örrann og skjákortið á slikk og kaupi mér

amd örgjörva og pci-E

en svo er spurninginn

Er rosalegur munur á agp kortinu og pci-e ? :O

agp er nátturlega 8x
og pci-e 16x :o

Sent: Sun 30. Okt 2005 22:55
af kristjanm
Það er enginn hraðamunur þar sem að skjákortin nýta ekki þessa bandvídd.