Síða 1 af 2

Snertilaust: Eru komnar snertilausar greiðslur í Android síma eins og í Apple hérna á Íslandi?

Sent: Fim 30. Sep 2021 18:18
af netkaffi
Svo þægilegt að strauja með iPhone. En væri til í að prófa Android síma.

Re: Snertilaust: Eru komnar snertilausar greiðslur í Android síma eins og í Apple hérna á Íslandi?

Sent: Fim 30. Sep 2021 18:25
af arons4
Korta appið hjá landsbankanum leyfir þetta allavega. Finnst það reyndar hægara en apple pay.

Re: Snertilaust: Eru komnar snertilausar greiðslur í Android síma eins og í Apple hérna á Íslandi?

Sent: Fim 30. Sep 2021 19:03
af bigggan
Hef notað Curve nuna i þó nokkurn tíma, það virkar fyrir Samsung pay, og hef ekki átt neinum vandræði með það á úrið eða símanum herna á íslandi eða erlendis. Hinsvegar einhver var með eikvað vesen á þessu en það gerðist ekki fyrir mér.

Re: Snertilaust: Eru komnar snertilausar greiðslur í Android síma eins og í Apple hérna á Íslandi?

Sent: Fim 30. Sep 2021 19:35
af Roggo

Re: Snertilaust: Eru komnar snertilausar greiðslur í Android síma eins og í Apple hérna á Íslandi?

Sent: Fim 30. Sep 2021 22:32
af Frussi
Það eina sem ég sakna frá iPhone eru snertilausu greiðslurnar. Virkar allsekki nógu vel í android þar sem ekki er hægt að nota Google pay á Íslandi.

Re: Snertilaust: Eru komnar snertilausar greiðslur í Android síma eins og í Apple hérna á Íslandi?

Sent: Fim 30. Sep 2021 22:37
af Nariur
Það virkar 100% fullkomlega með bankaöppunum á Android. Þú þarft ekki Apple pay eða Google pay til þess. Svo er stór bónus að Apple og Google fá ekki krónu út úr því.

Re: Snertilaust: Eru komnar snertilausar greiðslur í Android síma eins og í Apple hérna á Íslandi?

Sent: Fim 30. Sep 2021 23:02
af kjartanbj
búið að virka hnökralaust hjá mér í marga mánuði með landsbanka appið, var eitthvað vesen á þessu fyrst, er amsk búið að vera í 2-3 ár möguleiki og var komið í Android áður en Apple pay varð möguleiki hér

Re: Snertilaust: Eru komnar snertilausar greiðslur í Android síma eins og í Apple hérna á Íslandi?

Sent: Fös 01. Okt 2021 10:20
af Frussi
Ég þarf alltaf að opna Landsbanka appid og skrá mig inn (sem gengur mis vel) til að borga, eins hjá kærustunni. Vil bara geta gert þetta af lock screen eins og á iPhone. Er ég eitthvað að klúðra þessu kannski?

Re: Snertilaust: Eru komnar snertilausar greiðslur í Android síma eins og í Apple hérna á Íslandi?

Sent: Fös 01. Okt 2021 10:29
af Cascade
Frussi skrifaði:Ég þarf alltaf að opna Landsbanka appid og skrá mig inn (sem gengur mis vel) til að borga, eins hjá kærustunni. Vil bara geta gert þetta af lock screen eins og á iPhone. Er ég eitthvað að klúðra þessu kannski?
Ég var með samsung og hjá landsbankanum

Mér nægði að hafa símann ólæstan og gat þá borgað

Þurfti ekki semsagt að opna appið

Re: Snertilaust: Eru komnar snertilausar greiðslur í Android síma eins og í Apple hérna á Íslandi?

Sent: Fös 01. Okt 2021 10:46
af TheAdder
Frussi skrifaði:Ég þarf alltaf að opna Landsbanka appid og skrá mig inn (sem gengur mis vel) til að borga, eins hjá kærustunni. Vil bara geta gert þetta af lock screen eins og á iPhone. Er ég eitthvað að klúðra þessu kannski?
Ef þú stillir appið sem default payment option og velur default kort í appinu, þá er nóg að aflæsa simanum. Þetta eru 3 skref í appinu sem það leiðir þig í gegnum minnir mig, eitt þeirra er að staðfesta kortið.

Re: Snertilaust: Eru komnar snertilausar greiðslur í Android síma eins og í Apple hérna á Íslandi?

Sent: Fös 01. Okt 2021 13:41
af Frussi
TheAdder skrifaði:
Frussi skrifaði:Ég þarf alltaf að opna Landsbanka appid og skrá mig inn (sem gengur mis vel) til að borga, eins hjá kærustunni. Vil bara geta gert þetta af lock screen eins og á iPhone. Er ég eitthvað að klúðra þessu kannski?
Ef þú stillir appið sem default payment option og velur default kort í appinu, þá er nóg að aflæsa simanum. Þetta eru 3 skref í appinu sem það leiðir þig í gegnum minnir mig, eitt þeirra er að staðfesta kortið.
Vá hvað ég er glaður að heyra það!

Re: Snertilaust: Eru komnar snertilausar greiðslur í Android síma eins og í Apple hérna á Íslandi?

Sent: Fös 01. Okt 2021 18:46
af Bengal
TheAdder skrifaði:
Frussi skrifaði:Ég þarf alltaf að opna Landsbanka appid og skrá mig inn (sem gengur mis vel) til að borga, eins hjá kærustunni. Vil bara geta gert þetta af lock screen eins og á iPhone. Er ég eitthvað að klúðra þessu kannski?
Ef þú stillir appið sem default payment option og velur default kort í appinu, þá er nóg að aflæsa simanum. Þetta eru 3 skref í appinu sem það leiðir þig í gegnum minnir mig, eitt þeirra er að staðfesta kortið.
Nákvæmlega - mjög þægilegt að greiða með landsb. appinu.

Ég reyndar skil ekki hvernig Arion getur verið að auglýsa sig með "besta banka appið".
Hef prófað landsbanka og arion öppin og landsbankinn skarar frammúr - mjög þægilegt hjá þeim

Re: Snertilaust: Eru komnar snertilausar greiðslur í Android síma eins og í Apple hérna á Íslandi?

Sent: Fös 01. Okt 2021 20:19
af Sinnumtveir
Ég spyr mig stundum: Hvað er með þetta fólk sem borgar með síma? Tekur oftar en ekki 3 - 10 sinnum lengur en með korti í posa. Nær samt ekki fólkinu sem er með "actual" peninga eða þær konur sem finna ekki kortið sitt í handtöskunni :)

Re: Snertilaust: Eru komnar snertilausar greiðslur í Android síma eins og í Apple hérna á Íslandi?

Sent: Fös 01. Okt 2021 20:30
af Viggi
Er nú alveg jafn lengi að borga snertilaust með landsbankanum og með kortinu, ef ekki fljótari. Þarf svo aldrei að muna eftir neinu nema símanum :)

Re: Snertilaust: Eru komnar snertilausar greiðslur í Android síma eins og í Apple hérna á Íslandi?

Sent: Lau 02. Okt 2021 01:17
af Nariur
Sinnumtveir skrifaði:Ég spyr mig stundum: Hvað er með þetta fólk sem borgar með síma? Tekur oftar en ekki 3 - 10 sinnum lengur en með korti í posa. Nær samt ekki fólkinu sem er með "actual" peninga eða þær konur sem finna ekki kortið sitt í handtöskunni :)
Hvað ertu að tala um? Það tekur nákvæmlega jafn langan tíma. Maður aflæsir símanum og boopar. Búið.

Re: Snertilaust: Eru komnar snertilausar greiðslur í Android síma eins og í Apple hérna á Íslandi?

Sent: Lau 02. Okt 2021 02:06
af Sinnumtveir
Ég veit ekki annað en það sem ég sé út í búð þegar fólk hamast á símum sínum áður en þeir verða tilbúnir til að "framkvæma" greiðslu. Þetta ferli tekur nær undantekningalaust lengri tíma en að greiðsla með korti.

Re: Snertilaust: Eru komnar snertilausar greiðslur í Android síma eins og í Apple hérna á Íslandi?

Sent: Lau 02. Okt 2021 03:00
af Danni V8
Sinnumtveir skrifaði:Ég veit ekki annað en það sem ég sé út í búð þegar fólk hamast á símum sínum áður en þeir verða tilbúnir til að "framkvæma" greiðslu. Þetta ferli tekur nær undantekningalaust lengri tíma en að greiðsla með korti.
Hef nú notað símann til að borga í amk 2 ár og það tekur alls ekki langan tíma. Styttri tíma en að nota kort + pin en bara sambærilegan tíma og að taka kortið upp og nota snertilaust með því.

Legg síman uppað posanum með puttann á fingrafaraskannanum og þetta gerist sjálfkrafa á nokkrum sekúndum.

Re: Snertilaust: Eru komnar snertilausar greiðslur í Android síma eins og í Apple hérna á Íslandi?

Sent: Lau 02. Okt 2021 13:11
af kjartanbj
ég bara tek símann upp úr vasanum og smelli puttanum á fingrafara skannan um leið og ég tek hann úr vasanum og síminn beint á posan , tekur styttri tíma en að taka veskið upp, kortið úr því bera kortið upp að , setja kortið aftur í veskið og veskið í vasan, og í random tilvikum þarf maður svo að nota pinið með kortinu en ekki símanum

Re: Snertilaust: Eru komnar snertilausar greiðslur í Android síma eins og í Apple hérna á Íslandi?

Sent: Lau 02. Okt 2021 15:38
af mikkimás
kjartanbj skrifaði:ég bara tek símann upp úr vasanum og smelli puttanum á fingrafara skannan um leið og ég tek hann úr vasanum og síminn beint á posan , tekur styttri tíma en að taka veskið upp, kortið úr því bera kortið upp að , setja kortið aftur í veskið og veskið í vasan, og í random tilvikum þarf maður svo að nota pinið með kortinu en ekki símanum
Nákvæmlega.

Ekki nokkur einasti möguleiki að snertilaus greiðsla taki nærri því jafn langan tíma og að borga með korti.

Re: Snertilaust: Eru komnar snertilausar greiðslur í Android síma eins og í Apple hérna á Íslandi?

Sent: Lau 02. Okt 2021 16:55
af ashaiw
Ég er með Samsung S21 síma og Íslandsbanka appið. Lendi oft í því að það virkar ekki, þá þarf ég að endurræsa, fara inn í appið og virkja kortið aftur. Þá virkar það stundum strax. Er að fara að gefast upp á þessu en ætla að heya í Íslandsbanka og láta vita.
Þegar þetta virkar er nóg að aflæsa símanum. Er að virka í þriðja til fimmta hvert skipti en kannski er þetta eitthvað mismunandi eftir posum.

Re: Snertilaust: Eru komnar snertilausar greiðslur í Android síma eins og í Apple hérna á Íslandi?

Sent: Lau 02. Okt 2021 17:41
af mikkimás
Landsbankaappið hefur aldrei klikkað þessu leyti.

Re: Snertilaust: Eru komnar snertilausar greiðslur í Android síma eins og í Apple hérna á Íslandi?

Sent: Lau 02. Okt 2021 18:20
af TheAdder
Sama hjá mér Kort appið frá Landsbankanum hefur reynst mér mjög vel.

Re: Snertilaust: Eru komnar snertilausar greiðslur í Android síma eins og í Apple hérna á Íslandi?

Sent: Sun 03. Okt 2021 10:41
af netkaffi
Sinnumtveir skrifaði:Ég spyr mig stundum: Hvað er með þetta fólk sem borgar með síma? Tekur oftar en ekki 3 - 10 sinnum lengur en með korti í posa. Nær samt ekki fólkinu sem er með "actual" peninga eða þær konur sem finna ekki kortið sitt í handtöskunni :)
Ég er búinn að vera með iPhone undanfarið ár. Ég þarf ekki einu sinni að opna símann til að borga. Ég bara rétti hann fram eins og kort, og nákvæmlega sama ferli gerist.

Hinsvegar, stundum er ég lengur af því að ég gleymdi að millifæra inn á kortið eða eitthvað áður en ég fór út í búð (kemur ekki oft fyrir), eða ég er að nýta mér afsláttarapp sem búðareigandi eins og Samkaup hefur gefið út, en það gefur talsverðan afslátt. Reyndar aðeins lengur að borga með því, en ég tek það fram yfir að druslast með kort með mér hvert sem ég fer.

Re: Snertilaust: Eru komnar snertilausar greiðslur í Android síma eins og í Apple hérna á Íslandi?

Sent: Sun 03. Okt 2021 11:20
af mikkimás
netkaffi skrifaði:Ég er búinn að vera með iPhone undanfarið ár. Ég þarf ekki einu sinni að opna símann til að borga. Ég bara rétti hann fram eins og kort, og nákvæmlega sama ferli gerist.
Er það ekki doldið hættulegt?

Re: Snertilaust: Eru komnar snertilausar greiðslur í Android síma eins og í Apple hérna á Íslandi?

Sent: Sun 03. Okt 2021 15:58
af Frussi
mikkimás skrifaði:
netkaffi skrifaði:Ég er búinn að vera með iPhone undanfarið ár. Ég þarf ekki einu sinni að opna símann til að borga. Ég bara rétti hann fram eins og kort, og nákvæmlega sama ferli gerist.
Er það ekki doldið hættulegt?
Held að það sé alltaf fingerprint authentication