Síða 1 af 1

NOVA!

Sent: Lau 11. Sep 2021 11:52
af Semboy
Var að versla apple watch SE hjá þeim fyrir ættingja, það voru nokkrir sölumenn yfir mér meðan ég var að pæla úti gripið.
Þau voru öll vingjarnlegir og fóru extra langt með að setja upp apple watchið til að prófa hljóðið á tækinu, var miög sáttur með það.

Svo koma þessar spurningar til að ákveða mig.

Er þetta LTE ?

hann svarar: Já

Er munur á bjartstígi, á milli þessum og apple watch 6 ?

hann svarar: Engin munur

Ættingin er með iphone 4 (Ég komst að því þegar ég kom heim, þetta er iphone 6)
get ég parað þetta saman ?

hann svarar: hann getur parast við iphone 4 100%!!! (Hans orð)

Kem heim og set þetta upp og kemst aðþví það virkar ekki að para saman.
ég google og innan 20sec kemst aðþví ég þarf að hafa iphone 6s og upp úr.
Síminn nær ekki sleikja sig uppí IOS 13, hann er á 12, eithvað.

Ég hringi í nova og þau bjóða mér 80% endurgreiðslu og bætti svo við
"Endilega komdu með síman og úrið svo við getum kikt á það"

----------------------------------------
YEPS nú vantar mig iphone 6s.
----------------------------------------
Ef ég vissi iphone 6 gæti ekki parast, hefði ég gefið ættingjanum samsung note 10+ þar sem hann er bara í skúffu(backup síminn minn)
og fengið galaxy watch í staðin.

Re: NOVA!

Sent: Lau 11. Sep 2021 20:54
af danniornsmarason
Fáranlegt að þau endurgreiða þér bara 80%, ég lenti í svipuðu hjá þeim, var að borga 3990 eða 2990 kr á mánuði fyrir síma en komst síðan að því að ég var að borga fyrir 2 símanúmer, þar sem að eitt skiptið sem kikti til þeirra og keypti þessa áskrift þá stimplaði dúddinn vitlaust símanúmer (munaði einum 0 fór í 1) og var semsagt að borga fyrir bæði mitt númer og ehv annað númer hjá einhverjum sem ég hef ekki hugmynd hver er í næstum 2 ár (var ekki mikið að skoða heimabankan ítarlega) ég hringdi og talaði við þá, eftir að hafa útskýrt þetta fyrir 3 einstaklingum þá kom út niðurstaða, "getum gefið þér næstu 2 mánuði fría"
Reyndar eftir að hafa rifist við þá í góðan 3 klukkutíma (var alltaf sendur á milli starfsmanna) þá náði ég að láta þá skilja að þetta gerðist á staðnum þeirra en ekki ég að gera þetta á netinu, semsagt að þetta hafi verið þeirra klúður, þá fékk ég þetta endurgreitt, en það tók sinn tíma. þeir voru harðir á því að þeir gætu ekki gert betur en að gefa næstu 2 mánuði fría. en þetta endaði reyndar allt vel eftir langa bið.

hef alltaf fílað nova (fyrir utan þegar þetta gerðist) og verið hjá þeim siðan þeir opnuðu, en þeir eru greinilega mjög leiðinlegir að endurgreiða

Re: NOVA!

Sent: Sun 12. Sep 2021 01:05
af jonfr1900
Nova er komið í eigu vogunarsjóða. Það er breytingin sem hefur orðið síðustu árin.

Re: NOVA!

Sent: Fös 15. Okt 2021 17:32
af netkaffi
Semboy skrifaði:Ég hringi í nova og þau bjóða mér 80% endurgreiðslu

80%, what? Sendu á ns@ns.is --- Neytendasamtökin.


jonfr1900 skrifaði:Nova er komið í eigu vogunarsjóða. Það er breytingin sem hefur orðið síðustu árin.
Fo reals? Finnst einmitt væbinn hafa breyst þarna. Þetta sé orðið meira business-as-usual (moneymaking) fyrirtæki.
danniornsmarason skrifaði:Fáranlegt að þau endurgreiða þér bara 80%, ég lenti í svipuðu hjá þeim, var að borga 3990 eða 2990 kr á mánuði fyrir síma en komst síðan að því að ég var að borga fyrir 2 símanúmer, þar sem að eitt skiptið sem kikti til þeirra og keypti þessa áskrift þá stimplaði dúddinn vitlaust símanúmer (munaði einum 0 fór í 1) og var semsagt að borga fyrir bæði mitt númer og ehv annað númer hjá einhverjum sem ég hef ekki hugmynd hver er í næstum 2 ár (var ekki mikið að skoða heimabankan ítarlega) ég hringdi og talaði við þá, eftir að hafa útskýrt þetta fyrir 3 einstaklingum þá kom út niðurstaða, "getum gefið þér næstu 2 mánuði fría"
Ættir samt að segja neytendasamtökunum þetta þó þú hafir fengið endurgreitt. Þeir allavega vita þá af svona attitudes í Nova (átt ekki að þurfa rífast í 3 tíma).

mailið er ns@ns.is --- getur líka haft samband á Facebook.