Síða 1 af 1

Myndiru segja að þú værir háður internetinu?

Sent: Sun 05. Sep 2021 11:32
af HalistaX
Myndir þú segja að þú værir orðinn háður internetinu? Búinn að vera það í einhvern tíma kannski?


Fyrir mitt leiti þá er svarið já, við báðum spurningunum. Jújú, það er alveg hægt að nota internetið í ýmislegt enda finnst mér það vera tól, en eins og með mörg tól þá er auðveldlega hægt að misnota það og breyta því í t.d. vopn. Eða misskilja hvernig maður á að hota það eða bara nota það vitlaust yfirhöfuð.

Það er alveg fínt dót að finna á Internetinu en hin 97% eru bara eitthvað bull.

Svoldið skrítið að nota internetið til að segja þetta, svona eins og að tala um lélega þjónustu hjá Nova á meðan maður er að vinna í þjónustuni hjá Nova. Eða eitthvað.

Mér finnast Samfélagsmiðlar t.d. vera meira vopn en tól. Á meðan Samskiptamiðlar er önnur saga.

Ég fór bara að spá í þessu allt í einu, hef sjálfur farið alveg ítrekað yfirum í tengslum við bullið á internetinu. Bara að spá hvort ég sé sá eini, eða hvort einhver annar kannist kannski eitthvað við það, þó þeir þurfi ekki að tengja við tröllið sem ég er...

Re: Myndiru segja að þú værir háður internetinu?

Sent: Sun 05. Sep 2021 11:42
af rapport
Ég er skv. þessu internetfíkill...
Screenshot_20210905-114207_Workplace.jpg
Screenshot_20210905-114207_Workplace.jpg (509.08 KiB) Skoðað 1457 sinnum

Re: Myndiru segja að þú værir háður internetinu?

Sent: Sun 05. Sep 2021 11:49
af HalistaX
Það er svoldið erfitt að vera til í dag án þess að nota internetið.

Ertu þá ekki háður súrefninu líka? Fyrst þú þarft líklega að nota það á hverjum degi?

Rétt eins og með áfengi/rest, þá er munur á því að geta notað það venjulega vs. vera háður því.
Og rétt eins og með það þá er það ekki bara dagneyslan heldur er það líka bara stjórnleysið og vanmátturinn...

Re: Myndiru segja að þú værir háður internetinu?

Sent: Sun 05. Sep 2021 12:47
af emil40
ó já

Re: Myndiru segja að þú værir háður internetinu?

Sent: Sun 05. Sep 2021 13:07
af g0tlife
Eftir að ég hætti á instagram, snapchat og meiri að segja facebook (nota bara spjallið þar) þá hefur margt breyst án djóks. Tók smá stund en núna get ég ekki hugsað mér að fara aftur. Eina sem ég lendi í er að fólk þarf að segja mér allt. ''Sástu hvað þessi var að gera'' og ég án djóks veit það ekki sem er þægilegt. Endalausar upplýsingar hvað aðrir eru að gera.

Í dag tel ég það ekki vera fíkn nema þú ert fastur á samfélagsmiðlum. Það er í lagi að nota daglega: dagblöðin á netinu, banki, heilsuvera, vinnan, tölvupóstar, netverslun, google til að bjarga þér með margt, youtube til að finna rétta lagið þegar maður eldar, netflix o.s.fr. Þetta er orðið nýja normið

En góð pæling.

Re: Myndiru segja að þú værir háður internetinu?

Sent: Sun 05. Sep 2021 13:47
af ZiRiuS
Samfélagsmiðlafíkn er mjög alvarlegur hlutur jafnvel þó þú notir miðlana lítið. Ég veit ekki hversu oft ég festist í einhverri endalausri scroll loopu þar sem maður var búinn að eyða kannski klukkutíma sem leið eins og 5min. Í dag nota ég bara chattið fyrir mig persónulega og svo kíki útaf page hjá vinnunni minni og mér líður miklu betur andlega og þetta er ekki að taka tíma af mér. Ég hélt að ég myndi sakna þess en í raun var þetta bara ávani sem leið fljótt hjá.

Re: Myndiru segja að þú værir háður internetinu?

Sent: Sun 05. Sep 2021 15:55
af HalistaX
g0tlife skrifaði:Eftir að ég hætti á instagram, snapchat og meiri að segja facebook (nota bara spjallið þar) þá hefur margt breyst án djóks. Tók smá stund en núna get ég ekki hugsað mér að fara aftur. Eina sem ég lendi í er að fólk þarf að segja mér allt. ''Sástu hvað þessi var að gera'' og ég án djóks veit það ekki sem er þægilegt. Endalausar upplýsingar hvað aðrir eru að gera.

Í dag tel ég það ekki vera fíkn nema þú ert fastur á samfélagsmiðlum. Það er í lagi að nota daglega: dagblöðin á netinu, banki, heilsuvera, vinnan, tölvupóstar, netverslun, google til að bjarga þér með margt, youtube til að finna rétta lagið þegar maður eldar, netflix o.s.fr. Þetta er orðið nýja normið

En góð pæling.
Facebook er líka Samfélagsmiðill á meðan Messenger er Samskiptamiðill, eða þannig sé ég það.

Í mínum huga er Samfélagsmiðill sá miðill þar sem þú ert að reyna að búa til samfélag með því að safna vinum/fylgjendum/áskriftum/aðdáendum/etc. Á meðan Samskiptamiðill er bara svona sms dæmi eins og Messenger.

En ég fór að spá í þessu því ég hef alveg vitað af því í svoldinn tíma núna sjálfur og er basically að gera það sama og þú. Í dag þarf maður að nota internetið til að lifa, þá fyrir Arion Appið, Heilsuveru, Island.is, stundum Vaktina, en það sem ég þarf ekki er að eyða tíma mínum einhvers staðar þar sem ég þarf að vera eitthvað sem ég er í raun ekki til þess að safna einhvers staðar staðfestingu á því hvað ég er fínn, flottur, er að gera merkilega hluti, er sætur, æðislegur og frábær.

Ég ætla að byrja að vera á internetinu fyrir mig, ekki egoið mitt.

Þó egoið mitt sé egoið mitt, þá er það samt ekki ég, það er egoið mitt.

Djöfull var fucking erfitt að eyða Tinder btw... ...var að spjalla við konu þar inná sem hljómaði eins og hún væri þess virði að tala við líka, en ég hef alveg verið internet kærasti áður, oft, ég hef gert ótrúlegustu hluti á internetinu, egoið mitt hefur gert ótrúlegustu hluti á internetinu. Ef þessi kona hefur áhuga á einhverju öðru en að vera í internetinu, þá lét ég hana fá símanúmerið mitt og sagði henni að sama hver ákvörðun hennar væri þá væri það sú rétta.

Internetið hefur gert mig geðveikan oftar en maður gerir sér grein fyrir. Því ég var bara að nota það sem eitthvað bull, ekki sem tólið sem á að nota það í.
ZiRiuS skrifaði:Samfélagsmiðlafíkn er mjög alvarlegur hlutur jafnvel þó þú notir miðlana lítið. Ég veit ekki hversu oft ég festist í einhverri endalausri scroll loopu þar sem maður var búinn að eyða kannski klukkutíma sem leið eins og 5min. Í dag nota ég bara chattið fyrir mig persónulega og svo kíki útaf page hjá vinnunni minni og mér líður miklu betur andlega og þetta er ekki að taka tíma af mér. Ég hélt að ég myndi sakna þess en í raun var þetta bara ávani sem leið fljótt hjá.
Þetta var orðin mjög alvarleg fíkn hjá mér. Í dag er þetta þannig að ég eyddi öllu þessu Samfélagsmiðla drasli af símanum mínum, er með einn Samskiptamiðil eftir að spjalla við eina manneskju þar og er torn á því hvað ég á að gera með það. En ég eyddi bæði Facebook og Messenger, nota það alveg enþá, en install'a/nota það ekki fyrir hvern sem er.

Það er fullt af liði sem ég þekki í gegnum Messenger og þarf að nota Messenger til að hafa samband við það, eins og það er fullt af dóti sem mig langar að sýna þessum vinalista mínum á Facebook úr mínu lífi, en ég vil ekki eyða tíma á þessum tvennum fyrir hvern sem er lengur. Ég nenni ekki að, eins og þú segir, að skrolla í korter í niður News Feedið í gegnum einhver bull memes, yfirborðskennd og clickbait (sem er tæknilega séð yfirborðskennd ef maður spáir í því).

Varð 5 mánaða edrú á Fimmtudaginn, langaði að sýna það því ég var stoltur af því og vissi að aðrir hefðu gaman að því að sjá peninginn minn, sem er btw eini peningurinn sem mér er treystandi fyrir. Þannig að ég póstaði mynd af honum. Svo eyddi ég appinu, því ég er hættur að nota Samfélagsmiðlana og internetið yfirhöfuð fyrir hvern sem er.

Ég installa því einhvern tíman aftur, en þá þarf að vera ástæða fyrir því, og sú ástæða þarf að vera að ég geri þetta ekki fyrir hvern sem er.

Egoið mitt var einu sinni svo brotið að ég varð háður Vaktini, basically í sömu þráhyggju og er í gangi á Samfélagsmiðlunum. Ég breytti Samfélagi í Samfélagsmiðil. Ekki fyrsta skiptið og ekki það síðasta. En ég er bara búinn að átta mig á því að ég þarf að hafa stjórn á litla brotna egoinu, sem er alveg til í dag, bara ekki jafn lítið og brotið. Ég þarf að hafa stjórn á sjálfum mér. Ég þarf að trúa og treysta á að ég sé ekki egoið mitt heldur sé egoið partur af mér.

Re: Myndiru segja að þú værir háður internetinu?

Sent: Mán 06. Sep 2021 11:08
af Jón Ragnar
Ég vinn á internetinu...


Veit ekki hvað ég á að gera við þessa fíkn

Re: Myndiru segja að þú værir háður internetinu?

Sent: Mán 06. Sep 2021 21:30
af Stuffz
nei

Re: Myndiru segja að þú værir háður internetinu?

Sent: Mán 06. Sep 2021 21:34
af upg8
Það er eins og með kaffið, sumir eru alltaf að tala um að þeir þurfi nú að fara að hætta á meðan aðrir bara njóta þess

Re: Myndiru segja að þú værir háður internetinu?

Sent: Mán 06. Sep 2021 22:17
af ABss
Já, bæði í leik og starfi en ekki gagnvart sjálfsmynd eða geðheilsu.

Áhuginn samfélagsmiðlum er nær enginn (Facebook fyrir Messenger, ekki með öppin í símanum. Ekkert Instagram, Snapchat, Twitter og svo framvegis) og tölvuleikjaspilun er svo gott sem engin.

Re: Myndiru segja að þú værir háður internetinu?

Sent: Mán 06. Sep 2021 22:40
af appel
Ég man eftir þessum tíma, 1996. Internetið þá var ekki einsog það var í dag.

Internetið 1996 var svolítið einsog að fara niður í kjallara, inn í lokað rými, og sniffa eitthvað í nös. svona 5% heimila voru með internet.

En það voru aðallega húsmæður sem börðust hatrammlega gegn internetinu. Því á þessum tíma var bara ein símalína til heimila, og þegar internetið var tengt á kvöldin þá var nefnilega ekkert hægt að hringja í það heimili, alltaf á tali!
Vinkonur mömmu minnar vildu brenna mig á báli, þær nefnilega gátu aldrei hringt inn til mömmu minnar. Símatími kvenna á þessum tíma var mjög mikilvægur, og er enn.
Kannski af þeirri ástæðu að umræður um "internet fíkla" fór af stað, mæðrasamtök íslands hafi ýtt því af stað á þessum tíma til að verja símatíma sinn.

Það ástand auðvitað gekk ekki upp og það voru fengnar TVÆR símalínur inn á heimilið, sem var auðvitað bara einsog að vera með tvær vatnslagnir inn á heimilið, það tíðkaðist ekki.

Re: Myndiru segja að þú værir háður internetinu?

Sent: Þri 07. Sep 2021 09:14
af stefhauk
Man alltaf þegar maður var ný komin með netið heima og maður downloadaði nokkrum lögum surfaði einhverjar síður og foreldrar manns fengu einhvern sky high reikning. Þvílikir tímar :lol:

Re: Myndiru segja að þú værir háður internetinu?

Sent: Þri 07. Sep 2021 11:43
af thrkll
Ég heiti thrkll og ég er háður internetinu. :|

Það fyrsta sem ég sé á morgnana er síminn minn. Það síðasta sem ég sé áður en ég sofna er síminn minn. Ég hef verið háður netinu lengi - eða öllu heldur því sem er hægt að gera á netinu. Maður sleppur auðvitað ekki frá því að nota netið sem samskiptatæki, í vinnunni og svo framvegis og það þarf ekki að vera slæmt.

Ef eitthvað er hefur fíknin bara stigmagnast með eitruðum, mannskemmandi samfélagsmiðlum, smellubeitum og annari djöfullegri hagnýtingu sálfræðinnar. Það sem hefur samt haft mest áhrif á fíknina var að verða raunverulega sítengdur þegar snjallsímarnir voru fullkomnaðir og símanet varð frekar ódýrt. Ég náði að halda aftur að mér með að vera alltaf tengdur í 3G/4G þangað til fyrir svona 3-5 árum. Eftir það er ég alltaf tengdur, fæ allar tilkynningar samstundis, allt gerist á ljóshraða. Mér finnst ég aldrei hafa tækifæri til að líta upp og horfa á fjöllin og finna lyktina af blómunum. Alltaf áreiti, alltaf eitthvað sem maður er að missa af, alltaf einhver afþreying.

Það er ógnvekjandi hvernig tækninýjungar geta þróast með þessum hætti. Allt byrjar sem tækifæri og draumar. En svo áður en nokkur getur sest niður og hugsað málið hefur tæknin breytt samfélaginu eins og það leggur sig, án tillits til þess hvort það sé æskilegt eða ekki. Allt í einu stjórna rússneskir þjarkar kosningum í Bandaríkjunum, 12 ára börn fremja sjálfsmorð vegna eineltis á kínverskum njósnaöppum og hakkarar í Pakistan svíkja ellilífeyrinn af einmanna ekkjum sem voru aðeins of svifaseinar til að skilja þennan nýja raunveruleika.

Bara ef maður hefði kjarkinn til að sturta þessu öllu niður í klósettið.