g0tlife skrifaði:Eftir að ég hætti á instagram, snapchat og meiri að segja facebook (nota bara spjallið þar) þá hefur margt breyst án djóks. Tók smá stund en núna get ég ekki hugsað mér að fara aftur. Eina sem ég lendi í er að fólk þarf að segja mér allt. ''Sástu hvað þessi var að gera'' og ég án djóks veit það ekki sem er þægilegt. Endalausar upplýsingar hvað aðrir eru að gera.
Í dag tel ég það ekki vera fíkn nema þú ert fastur á samfélagsmiðlum. Það er í lagi að nota daglega: dagblöðin á netinu, banki, heilsuvera, vinnan, tölvupóstar, netverslun, google til að bjarga þér með margt, youtube til að finna rétta lagið þegar maður eldar, netflix o.s.fr. Þetta er orðið nýja normið
En góð pæling.
Facebook er líka Samfélagsmiðill á meðan Messenger er Samskiptamiðill, eða þannig sé ég það.
Í mínum huga er Samfélagsmiðill sá miðill þar sem þú ert að reyna að búa til samfélag með því að safna vinum/fylgjendum/áskriftum/aðdáendum/etc. Á meðan Samskiptamiðill er bara svona sms dæmi eins og Messenger.
En ég fór að spá í þessu því ég hef alveg vitað af því í svoldinn tíma núna sjálfur og er basically að gera það sama og þú. Í dag þarf maður að nota internetið til að lifa, þá fyrir Arion Appið, Heilsuveru, Island.is, stundum Vaktina, en það sem ég þarf ekki er að eyða tíma mínum einhvers staðar þar sem ég þarf að vera eitthvað sem ég er í raun ekki til þess að safna einhvers staðar staðfestingu á því hvað ég er fínn, flottur, er að gera merkilega hluti, er sætur, æðislegur og frábær.
Ég ætla að byrja að vera á internetinu fyrir mig, ekki egoið mitt.
Þó egoið mitt sé egoið mitt, þá er það samt ekki ég, það er egoið mitt.
Djöfull var fucking erfitt að eyða Tinder btw... ...var að spjalla við konu þar inná sem hljómaði eins og hún væri þess virði að tala við líka, en ég hef alveg verið internet kærasti áður, oft, ég hef gert ótrúlegustu hluti á internetinu, egoið mitt hefur gert ótrúlegustu hluti á internetinu. Ef þessi kona hefur áhuga á einhverju öðru en að vera í internetinu, þá lét ég hana fá símanúmerið mitt og sagði henni að sama hver ákvörðun hennar væri þá væri það sú rétta.
Internetið hefur gert mig geðveikan oftar en maður gerir sér grein fyrir. Því ég var bara að nota það sem eitthvað bull, ekki sem tólið sem á að nota það í.
ZiRiuS skrifaði:Samfélagsmiðlafíkn er mjög alvarlegur hlutur jafnvel þó þú notir miðlana lítið. Ég veit ekki hversu oft ég festist í einhverri endalausri scroll loopu þar sem maður var búinn að eyða kannski klukkutíma sem leið eins og 5min. Í dag nota ég bara chattið fyrir mig persónulega og svo kíki útaf page hjá vinnunni minni og mér líður miklu betur andlega og þetta er ekki að taka tíma af mér. Ég hélt að ég myndi sakna þess en í raun var þetta bara ávani sem leið fljótt hjá.
Þetta var orðin mjög alvarleg fíkn hjá mér. Í dag er þetta þannig að ég eyddi öllu þessu Samfélagsmiðla drasli af símanum mínum, er með einn Samskiptamiðil eftir að spjalla við eina manneskju þar og er torn á því hvað ég á að gera með það. En ég eyddi bæði Facebook og Messenger, nota það alveg enþá, en install'a/nota það ekki fyrir hvern sem er.
Það er fullt af liði sem ég þekki í gegnum Messenger og þarf að nota Messenger til að hafa samband við það, eins og það er fullt af dóti sem mig langar að sýna þessum vinalista mínum á Facebook úr mínu lífi, en ég vil ekki eyða tíma á þessum tvennum fyrir hvern sem er lengur. Ég nenni ekki að, eins og þú segir, að skrolla í korter í niður News Feedið í gegnum einhver bull memes, yfirborðskennd og clickbait (sem er tæknilega séð yfirborðskennd ef maður spáir í því).
Varð 5 mánaða edrú á Fimmtudaginn, langaði að sýna það því ég var stoltur af því og vissi að aðrir hefðu gaman að því að sjá peninginn minn, sem er btw eini peningurinn sem mér er treystandi fyrir. Þannig að ég póstaði mynd af honum. Svo eyddi ég appinu, því ég er hættur að nota Samfélagsmiðlana og internetið yfirhöfuð fyrir hvern sem er.
Ég installa því einhvern tíman aftur, en þá þarf að vera ástæða fyrir því, og sú ástæða þarf að vera að ég geri þetta ekki fyrir hvern sem er.
Egoið mitt var einu sinni svo brotið að ég varð háður Vaktini, basically í sömu þráhyggju og er í gangi á Samfélagsmiðlunum. Ég breytti Samfélagi í Samfélagsmiðil. Ekki fyrsta skiptið og ekki það síðasta. En ég er bara búinn að átta mig á því að ég þarf að hafa stjórn á litla brotna egoinu, sem er alveg til í dag, bara ekki jafn lítið og brotið. Ég þarf að hafa stjórn á sjálfum mér. Ég þarf að trúa og treysta á að ég sé ekki egoið mitt heldur sé egoið partur af mér.