Síða 1 af 1
Rafræn ökuskírteini - fíaskó
Sent: Lau 04. Sep 2021 11:06
af rapport
Úff hvað þetta er ótraustvekjandi.
https://www.syndis.is/2021/09/01/e-license
Þarna virðist of lítið verið hugsað um hvaða kröfur æskilegt væri að gera til skilríkja og ekkert skoðað hvernig önnur lönd eru að gera þetta.
Re: Rafræn ökuskírteini - fíaskó
Sent: Lau 04. Sep 2021 12:52
af oliuntitled
Eina sem þetta fyrirtæki þurfti að gera var að gefa út scanna á sama tíma svo hægt sé ,á auðveldann en non-invasive hátt ,að verify-a að þetta séu rétt skilríki.
Finnst ótrúlegt að þessu hafi verið flýtt svona ógeðslega mikið af cash-grab ástæðum og útaf því að þá erum við í þessari stöðu.
Svo kemur forsvarsmaður þessa fyrirtækis og ræðst á Syndis í staðinn fyrir að taka ábyrgð á lélegum vinnubrögðum og reyna að bæta þar úr.
Re: Rafræn ökuskírteini - fíaskó
Sent: Lau 04. Sep 2021 13:53
af GuðjónR
oliuntitled skrifaði:Svo kemur forsvarsmaður þessa fyrirtækis og ræðst á Syndis í staðinn fyrir að taka ábyrgð á lélegum vinnubrögðum og reyna að bæta þar úr.
Ég fékk æluna í munninn þegar ég sá hann í fréttunum reyna að koma eigin fúski og getuleysi yfir á aðra, í þessi tilfelli Syndis.
Íslendingum virðist fyrirmunað að bera ábyrð.
En þetta vekur upp spurningar, ef fólk gat kosið utankjörstaðar í þrjár vikur með fölsuðum skilríkjum eru þá ekki öll atkvæði þess tímabils ógild?
Og af hverju í ósköpunum er ekki búið að koma á rafrænum kosningum með rafrænum skilríkjum? Á það að vera ótraust? En þetta ekki?
Re: Rafræn ökuskírteini - fíaskó
Sent: Lau 04. Sep 2021 15:04
af Semboy
Það vantar svona challange/response kerfi, sem ekki hægt að gera með kýrrsastöðu mynd
Re: Rafræn ökuskírteini - fíaskó
Sent: Lau 04. Sep 2021 15:50
af Revenant
GuðjónR skrifaði:oliuntitled skrifaði:Svo kemur forsvarsmaður þessa fyrirtækis og ræðst á Syndis í staðinn fyrir að taka ábyrgð á lélegum vinnubrögðum og reyna að bæta þar úr.
Ég fékk æluna í munninn þegar ég sá hann í fréttunum reyna að koma eigin fúski og getuleysi yfir á aðra, í þessi tilfelli Syndis.
Íslendingum virðist fyrirmunað að bera ábyrð.
En þetta vekur upp spurningar, ef fólk gat kosið utankjörstaðar í þrjár vikur með fölsuðum skilríkjum eru þá ekki öll atkvæði þess tímabils ógild?
Og af hverju í ósköpunum er ekki búið að koma á rafrænum kosningum með rafrænum skilríkjum? Á það að vera ótraust? En þetta ekki?
Eins og staðan er í dag eru rafrænar kosningar ekki 100% leynilegar sem kemur í veg fyrir að hægt sé að kjósa rafrænt.
Re: Rafræn ökuskírteini - fíaskó
Sent: Lau 04. Sep 2021 19:13
af depill
GuðjónR skrifaði:
En þetta vekur upp spurningar, ef fólk gat kosið utankjörstaðar í þrjár vikur með fölsuðum skilríkjum eru þá ekki öll atkvæði þess tímabils ógild?
Og af hverju í ósköpunum er ekki búið að koma á rafrænum kosningum með rafrænum skilríkjum? Á það að vera ótraust? En þetta ekki?
(ATH ekki að verja stafrænt Ísland eða ökuskírteinin )
Kosturinn við núverandi kosningafyrirkomulag er hvað þetta er samt erfitt.
Þú þarft samt að finna segjum 2000 manneskjur, framleiða skilríkin í síma, setja þau í símann, mæta, þau eiga öll á hættu að lenda í viðurlögum fyrir skjalafals og kjósa og þú ert samt bara komin með 2000 atkvæði.
Enn ef við myndum leyfa rafrænar kosningar að þá myndi hluturinn ( sem til dæmis gerist með þessu rafrænu ökuskírteini líka því miður ) að IP talan þín yrði skráð og mögulega fleiri hlutir sem yrði auðvelt að correlatea aftur til atkvæðsins þíns og svo væri auðvita auðvelt að gera bara UPDATE á 2000 atkvæði til að það færi rangt.
Og þá má segja hvað með blockchain, enn blockchain er of flókið til að aðilar myndu hafa sína útgáfu af ledger þannig það yrði líklegast nokkrir bútar af ledger sem yrði haldinn central í gegnum eithvað viðmót og hver segir þá að þið atkvæði sé það sem þú kaust.
Ég vona að við dettum aldrei í það að kjósa rafrænt, það er hreinlega engin leið til að gera það öruggt.
Re: Rafræn ökuskírteini - fíaskó
Sent: Lau 04. Sep 2021 19:50
af Klemmi
depill skrifaði:Ég vona að við dettum aldrei í það að kjósa rafrænt, það er hreinlega engin leið til að gera það öruggt.
Tjah, ég held að það sé nú alveg hægt að útfæra rafrænar kosningar á þann veg að þær séu allavega jafn öruggar og hefðbundnar... Það er aldrei neitt 100% öruggt, líkt og sést augljóslega núna. Óháð þessum rafrænu ökuskírteinum, þá byggist núverandi fyrirkomulag alveg slatta á því að þeir sem eru viðloðnir skipulagi og framkvæmd kosninga séu heiðarlegir.
Re: Rafræn ökuskírteini - fíaskó
Sent: Lau 04. Sep 2021 20:39
af Njall_L
depill skrifaði:
Ég vona að við dettum aldrei í það að kjósa rafrænt, það er hreinlega engin leið til að gera það öruggt.
Spyr af því ég veit ekki, hvernig gera þeir þetta í Estóníu þar sem hefur verið boðið upp á rafrænar kostningar síðan 2005? Hvað er að stoppa okkur í því að gera það sama/svipað?
https://en.wikipedia.org/wiki/Electroni ... in_Estonia
Re: Rafræn ökuskírteini - fíaskó
Sent: Lau 04. Sep 2021 20:44
af Rafurmegni
GuðjónR skrifaði:oliuntitled skrifaði:Svo kemur forsvarsmaður þessa fyrirtækis og ræðst á Syndis í staðinn fyrir að taka ábyrgð á lélegum vinnubrögðum og reyna að bæta þar úr.
Ég fékk æluna í munninn þegar ég sá hann í fréttunum reyna að koma eigin fúski og getuleysi yfir á aðra, í þessi tilfelli Syndis.
Íslendingum virðist fyrirmunað að bera ábyrð.
En þetta vekur upp spurningar, ef fólk gat kosið utankjörstaðar í þrjár vikur með fölsuðum skilríkjum eru þá ekki öll atkvæði þess tímabils ógild?
Og af hverju í ósköpunum er ekki búið að koma á rafrænum kosningum með rafrænum skilríkjum? Á það að vera ótraust? En þetta ekki?
Þessi maður er ekki starfi sínu vaxinn og svo er starfsheitið algjört djók "Stafrænn leiðtogi", hljómar dálítið eins og misheppnuð gervigreindartilraun. Leiðtogar taka ábyrgð, viðurkenna mistök og finna svo rétta leið!
Re: Rafræn ökuskírteini - fíaskó
Sent: Sun 05. Sep 2021 11:12
af depill
Njall_L skrifaði:depill skrifaði:
Ég vona að við dettum aldrei í það að kjósa rafrænt, það er hreinlega engin leið til að gera það öruggt.
Spyr af því ég veit ekki, hvernig gera þeir þetta í Estóníu þar sem hefur verið boðið upp á rafrænar kostningar síðan 2005? Hvað er að stoppa okkur í því að gera það sama/svipað?
https://en.wikipedia.org/wiki/Electroni ... in_Estonia
Tom Scott er reyndar með mjög gott YouTube video um afhverju þetta er slæm pæling
https://www.youtube.com/watch?v=LkH2r-sNjQs
https://www.youtube.com/watch?v=w3_0x6oaDmI
Ennfremur þótt Eistar hafi gert frábæra hluti í rafrænni stjórnsýslu er það sem alls ekki án öryggisgalla. Ef við viljum enn halda kosningar þar sem ekki er hægt að rekja atkvæði þitt til baka, ekki hægt að breyta atkvæðinu þínu án vitundar og við bara getum þetta ekki ennþá. Og þessi vandamál sem Tom Scott bendir á hafa komið upp við rafrænar kosningar hjá Eistum.
Frægari og samt conservatería aðferðarfræði hefur verið í Bandaríkjunum. Mæli með að kíkja á DEFCON Voting Machines þar sem þessi vélar eru reglulega hackaðar.
Ég persónulega mjög hrifinn af öllu rafrænu, allri sjálfvirkni enn vill ekki sjá þetta í kosningum og ég er persónulega ekki eins og er að sjá hvernig við munum tryggja það að það sé ekki hægt að rekja atkvæðið til baka, né breyta atkvæðunum ( í massa ) án þess að það sé hægt að rekja það.
Pinku edit: Svo það sé líka sagt að þá hef ég enn minni trú á þessu á Íslandi þar sem mér finnst vera trend í að setja öryggi síðast og hraða fyrst of oft hér, sjá til dæmis upprunalega topicið. Plús ef stjórnsýslan er svo í fílu út í whisteblowers vegna þess að þau hafi borgað þeim að þá er það nottulega enn verra. Íslensku markaðurinn er svo lítill að tapa stórum kúnna getur oft verið bara hvort þú lifir af eða ekki.
Re: Rafræn ökuskírteini - fíaskó
Sent: Sun 05. Sep 2021 11:28
af hundur
Þó ég hafi litla tæknilega þekkingu þá fannst mér þetta strax vera undarleg innleiðing á stafrænum ökuskírteinum. Ég hefði haldið að fyrst þeir væru að fara þessa rafrænu leið þá myndi allavega vera hægt fyrir apótek, skemmtistaði og aðra að skanna skírtenin til að sannreyna (og jafnvel sleppa því að slá inn kennitöluna handvirkt). Sú leið virðist loksins vera í kortunum núna.
Þá er bara spurning hvort einhverjir af töpurunum í Alþingiskosningunum muni fara í mál út af þessu í von um að gera kosningarnar ógildar. Slíkt og var gert með kosningarnar um stjórnlagaráð, þar sem kosningin var dæmd ólögleg vegna þess að kjörklefarnir voru ekki nákvæmlega eins og þeir áttu að vera(ef ég man rétt).
Re: Rafræn ökuskírteini - fíaskó
Sent: Sun 05. Sep 2021 11:36
af rapport
Hvers virði væri öryggisúttekt frá fyrirtæki sbr. Syndis ef fyrirtækið mundi ekki að auki sinna skyldu sinni innan ramma laganna um að upplýsa um svona öryggisbresti?
Þessi opinberun Syndis eykur bara traust til þeirra og virði þess að segja "við vinnum með Syndis".
Það er a.m.k. orðið established fact að ef þú ert með rusl kerfi og veist það, þá leitarðu annað og segir að Syndis sé of dýrt
Re: Rafræn ökuskírteini - fíaskó
Sent: Sun 05. Sep 2021 11:45
af Revenant
hundur skrifaði:Þó ég hafi litla tæknilega þekkingu þá fannst mér þetta strax vera undarleg innleiðing á stafrænum ökuskírteinum. Ég hefði haldið að fyrst þeir væru að fara þessa rafrænu leið þá myndi allavega vera hægt fyrir apótek, skemmtistaði og aðra að skanna skírtenin til að sannreyna (og jafnvel sleppa því að slá inn kennitöluna handvirkt). Sú leið virðist loksins vera í kortunum núna.
Þá er bara spurning hvort einhverjir af töpurunum í Alþingiskosningunum muni fara í mál út af þessu í von um að gera kosningarnar ógildar. Slíkt og var gert með kosningarnar um stjórnlagaráð, þar sem kosningin var dæmd ólögleg vegna þess að kjörklefarnir voru ekki nákvæmlega eins og þeir áttu að vera(ef ég man rétt).
Rafræn ökuskírteini eru eingöngu ætluð að vera... rafræn ökuskírteini. Ekki auðkenning á notendum eða sanna aldur viðkomandi.
Þetta er verkfæri lögreglu, ekki ríkisins að auðkenna borgara.
Á vef island.is stendur:
Stafrænt ökuskírteini er fyrir alla sem hafa ökuréttindi og eru með snjallsíma. Skírteinið sannar að viðkomandi er með gilt ökuskírteini og á því koma fram sömu upplýsingar og á hefðbundnum ökuskírteinum.
Stafræn ökuskírteini gilda bara á Íslandi.
Stafrænt ökuskírteini gildir til að sanna ökuréttindi fyrir lögreglu.
Stafrænt ökuskírteini gildir ekki við endurnýjun á rafrænum skilríkjum (slíkt krefst framvísunar vegabréfs eða hefðbundins ökuskírteinis).
Í raun er verið að misnota rafrænt ökuskírteinakerfið í öðrum tilgangi en það var hannað að gera.
Re: Rafræn ökuskírteini - fíaskó
Sent: Sun 05. Sep 2021 11:46
af depill
rapport skrifaði:
Það er a.m.k. orðið established fact að ef þú ert með rusl kerfi og veist það, þá leitarðu annað og segir að Syndis sé of dýrt
Ja hér gæti reyndar orðið vöntun á því að það verði til split frá Syndís. Origo á í dag Syndis og á mikið undir því að ríkið fari ekki með viðskiptin sín annað í hlutum eins heilbrigðislausnum. Og þegar framkvæmdarstjóri Stafrænt Íslands tekur svona hart í ánna opinberlega hljómar það alltaf fyrir mér eins og hótun til að halda fólki niðri :/
Re: Rafræn ökuskírteini - fíaskó
Sent: Sun 05. Sep 2021 12:16
af rapport
depill skrifaði:rapport skrifaði:
Það er a.m.k. orðið established fact að ef þú ert með rusl kerfi og veist það, þá leitarðu annað og segir að Syndis sé of dýrt
Ja hér gæti reyndar orðið vöntun á því að það verði til split frá Syndís. Origo á í dag Syndis og á mikið undir því að ríkið fari ekki með viðskiptin sín annað í hlutum eins heilbrigðislausnum. Og þegar framkvæmdarstjóri Stafrænt Íslands tekur svona hart í ánna opinberlega hljómar það alltaf fyrir mér eins og hótun til að halda fólki niðri :/
Það eru fleiri fyrirtæki í þessu hér heima, er ekki SecureIT stofnað af einhverjum stofnendum Syndis?
Re: Rafræn ökuskírteini - fíaskó
Sent: Sun 05. Sep 2021 13:34
af depill
rapport skrifaði:
Það eru fleiri fyrirtæki í þessu hér heima, er ekki SecureIT stofnað af einhverjum stofnendum Syndis?
Veit ekki með SecureIT og svo er auðvita AwareGo með vöru kannski fara þeir þarna inn og svo minni aðilar. Enn punkturinn er að það er vont að of mikil samþjöppun verði þannig að hægri höndin sé ekki að taka út hina vinstri
Re: Rafræn ökuskírteini - fíaskó
Sent: Sun 05. Sep 2021 22:45
af hreinnbeck
Skönnun breytir engu með ruglið sem þetta er. Skönnunin fer í gegnum miðlæg kerfi.
Finnst ykkur eðlilegt að haldin sé skrá um það hvar og hvenær þið framvísið skilríkjum? Hvort sem það er á rápi milli skemmtistaða, í ríkinu, á bílaleigunni eða bankanum?
Re: Rafræn ökuskírteini - fíaskó
Sent: Mán 06. Sep 2021 11:24
af Sallarólegur
hreinnbeck skrifaði:Skönnun breytir engu með ruglið sem þetta er. Skönnunin fer í gegnum miðlæg kerfi.
Finnst ykkur eðlilegt að haldin sé skrá um það hvar og hvenær þið framvísið skilríkjum? Hvort sem það er á rápi milli skemmtistaða, í ríkinu, á bílaleigunni eða bankanum?
Það er ekki verið að banna þér að nota venjuleg skilríki.
Alveg eins og ef þú notar greiðslukort, þá er skrá yfir allt sem þú gerir.
Þú getur samt kosið að nota seðla ef þú vilt
Re: Rafræn ökuskírteini - fíaskó
Sent: Mán 06. Sep 2021 12:15
af hreinnbeck
Ég veit það vel. Málið er að þetta þarf ekki að vera miðlægt og væri það ekki ef þetta hefði verið úthugsað frá upphafi.
Að benda á aðrar leiðir breytir engu um persónuverndar vandamálin sem þessu fylgja, það eru fyrirtæki sem einungis taka á móti greiðslum með kortum eða öppum. Hvað ef fyrirtækjum finnst betra að krefja viðskiptavini um sannreynanleg skilríki svo þeir geti safnað saman frekari upplýsingum um þá?
En stóra spurningin er hversvegna þarf Ísland.is, Smart Solutions (einkafyrirtæki útí bæ) og Ríkislögreglustjóri að vita hvar og hvenær almenningur framvísar skilríkjum? Sérstaklega þegar eina þörfin fyrir það eru hönnunargallar og léleg útfærsla á lausninni.
Flestir fatta ekki hvaða brestir geta verið í svona fyrr en of seint og búið er að misnota þá. Það er okkar sem sjáum möguleikana á misnotkuninni að benda á brestina áður en það verður of seint.
Svarið þitt er svoldið eins og þegar fólk kemur með "ef þú hefur ekkert að fela" þegar kemur að öðrum hlutum sem varða friðhelgi einkalífsins.
Re: Rafræn ökuskírteini - fíaskó
Sent: Mán 06. Sep 2021 12:17
af rapport
Sallarólegur skrifaði:hreinnbeck skrifaði:Skönnun breytir engu með ruglið sem þetta er. Skönnunin fer í gegnum miðlæg kerfi.
Finnst ykkur eðlilegt að haldin sé skrá um það hvar og hvenær þið framvísið skilríkjum? Hvort sem það er á rápi milli skemmtistaða, í ríkinu, á bílaleigunni eða bankanum?
Það er ekki verið að banna þér að nota venjuleg skilríki.
Alveg eins og ef þú notar greiðslukort, þá er skrá yfir allt sem þú gerir.
Þú getur samt kosið að nota seðla ef þú vilt
Punkturinn frá hreinnbeck er samt valid, rafræn skilríki eiga að vera standalone en ekki þjónusta sem safnar upplýsingum um notendur.
Re: Rafræn ökuskírteini - fíaskó
Sent: Mán 06. Sep 2021 13:20
af Pandemic
hreinnbeck skrifaði:Skönnun breytir engu með ruglið sem þetta er. Skönnunin fer í gegnum miðlæg kerfi.
Finnst ykkur eðlilegt að haldin sé skrá um það hvar og hvenær þið framvísið skilríkjum? Hvort sem það er á rápi milli skemmtistaða, í ríkinu, á bílaleigunni eða bankanum?
Það er auðveldlega hægt að útfæra þetta eins og Covid skírteinin þar sem ekki þarf að tala við miðlæg kerfi til auðkenningar.
Það eina sem "skanninn" þarf er QR kóði með helstu upplýsingum og undirskrift ríkisins embeduðum í sér og svo er hægt að nota private/public key auðkenningu til þess að auðkenna undirskriftina og gögnin.
Re: Rafræn ökuskírteini - fíaskó
Sent: Mán 06. Sep 2021 16:34
af Sallarólegur
hreinnbeck skrifaði:
Svarið þitt er svoldið eins og þegar fólk kemur með "ef þú hefur ekkert að fela" þegar kemur að öðrum hlutum sem varða friðhelgi einkalífsins.
Nei, ég er einfaldlega að benda þér á að ef þú notar ekki alfarið seðla, þá ertu nú þegar búinn að afsala þér þessari friðhelgi sem þú ert að tala um.
Ætli það séu ekki svona 99% gesta sem borga með korti niðri í bæ?