Síða 1 af 1

Vírusvarnaforrit.

Sent: Fim 26. Ágú 2021 22:41
af steinihjukki
Sælir tölvusnillingar.
Er nauðsynlegt að vera með vírusvarnarforrit ss Mc afee eða slíkt sem borgað er fyrir. Er nóg að hafa Windows security (defender)? Og hvað er best? Er sjálfur með Mc Afee og borga vel fyrir það.

Re: Vírusvarnaforrit.

Sent: Fim 26. Ágú 2021 23:03
af Henjo
Nú til dags ætti Windows Defender eða security eða hvað sem Windows er með innbyggt að vera alveg nóg. Vírusvarnir eru bara hálfgert malware sjálft (þær hafa ekkert sérstaklega góða sögu með að virða notendur sína)

Re: Vírusvarnaforrit.

Sent: Fös 27. Ágú 2021 06:53
af Hjaltiatla
Windows Defender er mjög fínn. Hann er ekkert endilega að fara að stoppa allt Ransomware en gerir samt sem áður gagn.
Það er betra er að eiga afrit af mikilvægum gögnum en að eyða peningum í rándýra vírusvörn sem gerir takmarkað gagn. Getur þá frekar eytt peningnum í Cloud storage til að vista afritin af gögnunum þínum.

Re: Vírusvarnaforrit.

Sent: Fös 27. Ágú 2021 06:55
af Sallarólegur
Bara passa að vera alltaf með nýjustu Windows uppfærsluna og ekki opna skrár frá sketchy stöðum (leikir og forrit af torrent etc.) ;)

Re: Vírusvarnaforrit.

Sent: Fös 27. Ágú 2021 12:02
af emil40
eset er mjög góð