[Solved] Vinnsluminni ekki að virka í dual channel
Sent: Sun 22. Ágú 2021 15:48
Jæja, nú eru öll ráð vel þegin kæru vaktarar!
Er með Z270 sem ég keypti hérna notað á vaktinni og tók eftir því að vinnsluminnin sem voru í því (2x 8 GB) voru staðsett í A1(slot 1) + A2 (Slot 2), s.s. ekki í dual channel. Ég prufa í sakleysi mínu að færa ramið í slot 3 (B1) en engin mynd kemur á skjá. Vélin bootar að einhverju leyti en ekki svo langt að lyklaborð né mús kveikja á sér.. Þetta er svipað og lenda í að setja vinnsluminni í vél sem er ekki nógu "secured" í slottinu.
Ég fæ semsagt ekki dual channel til að virka! .
Vélin keyrir fínt og svínvirkar en þetta fer mjög í taugarnar á mér að geta ekki notað minnin rétt né bætt í hana ..
Eftir nánari skoðun virðast slot 3 (B1) og slot 4 (B2) ekki virka...
Það sem ég er búinn að reyna/prufa:
Á eftir að prufa flasha BIOS og finn engar stillingar um þetta inní BIOS en þar sem það koma ljós á ramið í slotti 3 og 4 langar mig að reyna aðeins meira við þetta.
Er með Z270 sem ég keypti hérna notað á vaktinni og tók eftir því að vinnsluminnin sem voru í því (2x 8 GB) voru staðsett í A1(slot 1) + A2 (Slot 2), s.s. ekki í dual channel. Ég prufa í sakleysi mínu að færa ramið í slot 3 (B1) en engin mynd kemur á skjá. Vélin bootar að einhverju leyti en ekki svo langt að lyklaborð né mús kveikja á sér.. Þetta er svipað og lenda í að setja vinnsluminni í vél sem er ekki nógu "secured" í slottinu.
Ég fæ semsagt ekki dual channel til að virka! .
Vélin keyrir fínt og svínvirkar en þetta fer mjög í taugarnar á mér að geta ekki notað minnin rétt né bætt í hana ..
Eftir nánari skoðun virðast slot 3 (B1) og slot 4 (B2) ekki virka...
Það sem ég er búinn að reyna/prufa:
- Prufaði að henda einu rami í slot 3 (B1) og boota aðeins á single stick, kemur engin mynd á skjá. Prufaði sama fyrir slot 4 (B2), engin mynd á skjá
- Prufaði önnur 8GB x 2 sticks og sama vandamál þar, hinsvegar voru það RGB rams og það kemur ljós á þau í slotti 3 og 4! en vélin kemur ekki með neina mynd á skjá
- Fann eftir stutt google að ofhertar CPU kælingar geta myndað svona draugabilanir.. tók hana af og setti aftur á án þess að ofherða, ekkert breytist
- Búinn að clear-a CMOS, ekkert breytist.
Á eftir að prufa flasha BIOS og finn engar stillingar um þetta inní BIOS en þar sem það koma ljós á ramið í slotti 3 og 4 langar mig að reyna aðeins meira við þetta.