Síða 1 af 1
Hátalarar
Sent: Fim 05. Ágú 2021 13:49
af gisli98
Ég verð að uppfæra hátalara setuppið hjá mér og ég er í basli að velja mér milli studio monitora eða "tölvu hátalara". Ég er aðallega að fara nota það í netflix/youtube og tónlist en nota headset fyrir leiki. Eina sem er að ýta mér frá studio monitor er bara baslið að finna audio interface hérna á íslandi sem kostar ekki yfir 20k og er ekki viss ef ég mun fýla flata hljóðið og vill fá minn bassa. Hvað mæliði með? budget er um 40-50k
Re: Hátalarar
Sent: Fim 05. Ágú 2021 15:48
af Frussi
Persónulega færi ég í stúdíó monitora og myndi svo bæta við bassaboxi ef ég vildi meiri bassa. Getur fengið monitora í þínu range-i í hljóðfærahúsinu eða tónastöðinni með innbyggðum magnara svo það þarf ekkert auka dót
Re: Hátalarar
Sent: Fim 05. Ágú 2021 17:09
af oliuntitled
Mæli hiklaust með því að kíkja í hljóðfærahúsið í síðumúla og hlusta á nokkrar tegundir af monitors.
Mitt preference var M-Audio þar sem þeir eru með ríkann bassa og ekki alveg jafn flatir og Yamaha HS línan.
Fór reyndar í soldið stóra þar sem ég nota þá ekki eingöngu við tölvuna en málið er bara að kíkja niðureftir og fá að heyra hjá þeim.