Síða 1 af 1

Aflgjafi með 20 pinna tengi en móðurborðið 24 pinna

Sent: Þri 18. Okt 2005 22:09
af Fernando
Nýja riggið mitt er svona



Örri x2 3800+

Móðurborð MSI Diamond http://www.att.is/product_info.php?cPat ... ts_id=1451

Aflgjafi SilenX 450 w

Kassi Coolermaster Stacker

Vinnsluminni Eitthvað noname minni :P

Harður diskur Seagate barracuda 200 gb IDE

Skjákort x800 GT Powercolor Radeon

Ég keypti móðurborðið og örgjörvan hjá @
En kassann, aflgjafann og skjákortið hjá Start


Aflgjafinn er með 20 pinna tengi

Móðurborðið tekur við 24 pinna tengi





Hvað er til ráða ? :(

Sent: Þri 18. Okt 2005 22:20
af MezzUp
Stinga aflgjafanum í samband við móðurborðið :)

Hehe, í alvöru þá ætti 20 pinna tengið að passa í 24 pinna socket'ið, og þá ganga bara 4 pinnar af. Man ekki hvort 20 pinna tengið átti að vera alveg uppvið annan kantin eða nær miðju, en það er lyklað svo þetta ætti bara að ganga saman á einn veg.

Ef það einhverra hluta vegna passar ekki þá er til 20->24 pinna breytistykki sem þú færð í flestum tölvubúðum á 500-1000 kr.

Sent: Þri 18. Okt 2005 22:31
af Fernando
Virkar ekki...


Ég hef prófað að láta aflgjafann í samband og láta 4 vera eftir öðru megin. Það kom bara smá kippur í örgjörvaviftuna þegar að ég kveikti, ekkert meira.


Gæti verið að ég þyrfti að snúa þessu einhvern veginn öðruvísi eða eitthvað. :(

Sent: Þri 18. Okt 2005 22:40
af kristjanm
Þetta á bara að passa á einn veg.

Ertu viss um að það sé ekki eitthvað annað sem er að aftra þér? Sambandsleysi annars staðar t.d.?

Sent: Þri 18. Okt 2005 22:53
af Fernando
Sambandsleysi annars staðar frá... ?


T.d ?



Ég er búinn að prófa að skipta um innstungu.



"Ef það einhverra hluta vegna passar ekki þá er til 20->24 pinna breytistykki sem þú færð í flestum tölvubúðum á 500-1000 kr."


Hvaða tölvubúðum ? o_O

Búinn að athuga nokkrar.


EDIT: fann þetta :) http://www.computer.is/vorur/5307

Sent: Þri 18. Okt 2005 23:11
af MezzUp
Stendur í móðurborðsbæklingnum hvort að það eigi ekki að ganga með 20 pinna PSU?

Er 4 pinna rafmagnstengið örugglega tengt hjá þér? Það er þetta sem er efst vinstra meginn á þessari mynd:
Mynd

Sitja vinnsluminnin örugglega vel í? Prófaðu að taka allt úr sambandi nema það nauðsynlegasta og athugaðu hvort hún fari í gang þá.

Sent: Mið 19. Okt 2005 10:29
af hahallur
Hún á að fara í gagn þó minninn séu ekki í, hún á bara að pípa.

Sent: Mið 19. Okt 2005 10:43
af CendenZ
hahallur skrifaði:Hún á að fara í gagn þó minninn séu ekki í, hún á bara að pípa.
bios beep kemur ekkert alltaf.

kemur td. ekki þegar það er rafmagnsvesen, því þá er ekkert nægt rafmagn til að láta speakerinn beepa.

Sent: Mið 19. Okt 2005 10:48
af hahallur
CendenZ skrifaði:
hahallur skrifaði:Hún á að fara í gagn þó minninn séu ekki í, hún á bara að pípa.
bios beep kemur ekkert alltaf.

kemur td. ekki þegar það er rafmagnsvesen, því þá er ekkert nægt rafmagn til að láta speakerinn beepa.
Ha pípír hún ekki án þess að hafa rafmagn ?

Sent: Mið 19. Okt 2005 11:18
af CendenZ
hahallur skrifaði:
CendenZ skrifaði:
hahallur skrifaði:Hún á að fara í gagn þó minninn séu ekki í, hún á bara að pípa.
bios beep kemur ekkert alltaf.

kemur td. ekki þegar það er rafmagnsvesen, því þá er ekkert nægt rafmagn til að láta speakerinn beepa.
Ha pípír hún ekki án þess að hafa rafmagn ?
þetta beep er ekkert heilagt, kemur oft ekki.

kom td. hjá mér ekki með abit móðurborð, vegna rafmagnsvandamála

Sent: Mið 19. Okt 2005 21:36
af Fernando
Ég ætla bara að skipta aflgjafanum og fá 520 w aflgjafa hjá Start í staðinn

En þá er ein spurning. Þessi aflgjafi sem ég er að hugsa um er víst með 24 pinna tengi og 8 pinna tengi. :roll:

Ætti að virka að setja 8 pinna tengið í 4 pinna rafmangstengið á móðurborðinu ?

Sent: Mið 19. Okt 2005 21:46
af Pandemic
Gerðist það sama hjá mér þegar tveir vírar slógusaman. Viftan kiptist við og slökknaði svo.

Sent: Mið 19. Okt 2005 22:23
af axyne
ég var einmitt að setja saman vél um daginn með næstum sama móðurborði bara ekki Diamond.

var líka með 20 pinna aflgjafa, stóð í bæklingnum að það ætti að virka, bara skila eftir þessa 4 pinna.

plöggið getur bara passað á einn veg.

vélin virkaði fínt hjá mér.