Síða 1 af 1

Setja krók og bakkmyndavél á notaða bíla

Sent: Mið 28. Júl 2021 19:17
af Fennimar002
Sælir vaktarar,

Það fer að koma að því að ég kaupi mér minn fyrsta bíl, og ætla ég mér að kaupa notaðann bíl. Ég er að skoða ákveðna týpu á bíl sem mér líkar mjög við og eru innan mínu budgeti, þá eru þeir ekki með dráttarkrók og/eða bakkmyndavél.
Þá er spurningin sú, er hægt að bæta við krók á bílinn sem lookar ekki fyrir að vera aftermarket og sama á við bakkmyndavél?

Fyrirfram þakkir :japsmile

Re: Setja krók og bakkmyndavél á notaða bíla

Sent: Mið 28. Júl 2021 19:30
af Longshanks
Lágmark að setja inn týpu og árgerð, getur amk alltaf sett bakkmyndavél held ég.

Re: Setja krók og bakkmyndavél á notaða bíla

Sent: Mið 28. Júl 2021 19:31
af Njall_L
Krókur er yfirleitt "lítið" mál en bakkmyndavélin getur verið töluvert meira vesen, nema hún sé alveg 3rd party á sér skjá. Hvernig bíll er þetta og hvaða módel/árgerðir ertu að horfa á?

Re: Setja krók og bakkmyndavél á notaða bíla

Sent: Mið 28. Júl 2021 20:44
af Fennimar002
Njall_L skrifaði:Krókur er yfirleitt "lítið" mál en bakkmyndavélin getur verið töluvert meira vesen, nema hún sé alveg 3rd party á sér skjá. Hvernig bíll er þetta og hvaða módel/árgerðir ertu að horfa á?

Er að skoða volvo v60 árg frá 2014 til 2017

Og líka Skoda octavia og VW passat. Allt station bílar

Re: Setja krók og bakkmyndavél á notaða bíla

Sent: Mið 28. Júl 2021 21:36
af ColdIce
Ekkert mál að fá krók og bakkmyndavél.

Re: Setja krók og bakkmyndavél á notaða bíla

Sent: Fim 29. Júl 2021 00:30
af psteinn
Eru verkstæði hér á klakanum sem geta installað bakkmyndavélum í bíla?

Re: Setja krók og bakkmyndavél á notaða bíla

Sent: Fim 29. Júl 2021 00:33
af Minuz1
psteinn skrifaði:Eru verkstæði hér á klakanum sem geta installað bakkmyndavélum í bíla?
Nesradíó eru með svoleiðis fyrir vörubíla, þeir ættu að geta bent amk á einhvern sem setur í einkabíl ef þeir gera það ekki.

Re: Setja krók og bakkmyndavél á notaða bíla

Sent: Fim 29. Júl 2021 00:42
af agust1337
Varðandi bakkmyndavélina, ef þú ert með útvarp sem styður 3rd party bakkmyndavél þá nei, mesta vesenið er að þræða vírana frá bak til framenda yfir í útvarpið. Ég setti eina í minn skoda octavia mk2 2007 og var ekkert mál.

Re: Setja krók og bakkmyndavél á notaða bíla

Sent: Fim 29. Júl 2021 00:53
af nonesenze
agust1337 skrifaði:Varðandi bakkmyndavélina, ef þú ert með útvarp sem styður 3rd party bakkmyndavél þá nei, mesta vesenið er að þræða vírana frá bak til framenda yfir í útvarpið. Ég setti eina í minn skoda octavia mk2 2007 og var ekkert mál.

ég held að flestar séu þráðlausar í dag, þetta er komið alveg langt á veg síðan ég skoðaði þetta seinast allavega
skilst camera option sé easy option allavega i dag

Re: Setja krók og bakkmyndavél á notaða bíla

Sent: Fim 29. Júl 2021 21:05
af Fennimar002
Frábært, takk fyrir svörin :)

Re: Setja krók og bakkmyndavél á notaða bíla

Sent: Fim 29. Júl 2021 21:29
af ColdIce
Nesradio hafa sett nokkur tæki og bakkmyndavélar í bíla fyrir mig…octavia, land cruiser, outlander og fleiri