Síða 1 af 1
Virkja þrýstingsmæla TPMS
Sent: Þri 27. Júl 2021 20:28
af steinihjukki
Veit einhver hver virkjar tpms sensora í hjólbörðum og hvað það hugsanlega kostar. Borgar sig kannski að panta tpms tool af ali á 12000-25000 og gera þetta sjálfur?
Re: Virkja þrýstingsmæla TPMS
Sent: Mið 28. Júl 2021 21:41
af Hlynzi
Hef bara heyrt af fólki sem vil af-virkja þetta leiðinda dót, ég hef reyndar ekki séð hver virkjar svona skynjara eða hvernig það er gert, eru ekki upplýsingar um það á netinu, endurræsing er nær alltaf möguleg úr mælaborði í það minnsta.
Re: Virkja þrýstingsmæla TPMS
Sent: Fim 29. Júl 2021 08:31
af slapi
Hvað meinarðu með að virkja?
Ef að skynjararnir eru fyrir bílinn þá virkjast þeir sjálfkrafa og byrja bara að virka
Re: Virkja þrýstingsmæla TPMS
Sent: Fim 29. Júl 2021 18:14
af razrosk
þetta ætti að vera automatískt pairing, allavega á nýlegum bílum.
Re: Virkja þrýstingsmæla TPMS
Sent: Fös 30. Júl 2021 01:13
af Maksx
Varst þú að setja inn nýja skynjara eða hvað? Og það er rangt með reyndar flest sem skrifað var ofar.
Í mælaborði er hægt að reseta ljósin í oftast ef ekki alltaf í bílum sem eru ekki með skynjara í hjólbörðum. Ljósin kemur ef hjól snýst hægar (Þegar minnkar loftþrysting) og það er lesið af ABS skynjara og með takkanum er þú stilla tölvuna að þessi snúningshraði er rétt og ljós fér.
Í hjólbörðum sem eru með skynjarum, eiga þau alltaf að vera stiltir á hvern bíll þegar þau eru settar í. Það er gert með TMPS tæki sem þú nefndir. Í sumum bílum er þú að stilla skynjara sjálfan, tengist honum þráðlaust með tækinu og stillir hann á bíll sem þú ert á s.s. árgerð, tegund, undirtegund og so on.
Í sumum bílum þarf þú að að stilla vélartölvu með oftast sama tæki nema þar lesir þú fyrst af skynjurum (tegund, mhz og það) og tengist svo í OBD og setur sú value inn í tölvuna í bílnum.
Allt sama gildir um ef þú villt breytta hvað loftþrýsting Á að vera í bílnum, minnkar eða hækkar það sem skynjari er stillt á.
Það er allt gert á verkstæðum, almennum og dekkja, hjá N1 kostar það 1500kr á skynjara minnir mig.
En hvað er af hjá þér? Til hvers þarf þú að virkja þau? Voru nýjar settar inn? Og ef svo af hverju voru þau ekki tengir við bíll?
Re: Virkja þrýstingsmæla TPMS
Sent: Fös 30. Júl 2021 02:01
af Danni V8
Það er frekar mikilvægt að vita hvernig bíl þú átt við.
Í sumum tilfellum er sér tölva fyrir þetta og það þarf tól til að samstilla skynjarana við hana.
Í öðrum tilfellum eru skynjarar sem tala við ABS/spólvarnartölvu og finna stöðuna sína sjálfir gegnum reset function í on board tölvunni.
Í enn öðrum tilfellum er þetta algjörlega ABS based og það eru engir skynjarar. Þá nær spólvarnartölvan að skynja ef annað hjólið á öðrum hvorum ásnum er að snúast hraðar en hitt á sama ás, meðan bíllinn keyrir í beina línu, og kemur með meldingu um að athuga loftþrýsting. Þetta er líka endurstilli í mælaborði eða með reset takka.
Ef þú ert að gera þetta mjög oft er sennilega best að kaupa þær græjur sem þarf, ef ekki þá bara fara á dekkjaverkstæði eða jafnvel umboðið.
Fer auðvita eftir aldri og gerð bílsins.
Re: Virkja þrýstingsmæla TPMS
Sent: Þri 03. Ágú 2021 20:47
af steinihjukki
Sælir netverjar og takk fyrir svörin.
Ég ek á Renault Kadjar 1,6 diesel 4x4 2017 árgerð. Bíllinn er með TPMS skynjara í felgum sem senda MCU tölvunni boð um loftþrýsting, hita osfrv. Fékk vetrardekk á öðrum felgum undir bílinn í fyrra. Loftþrýsti ljósið logaði að sjálfsögðu stöðugt í mælaborðinu þar sem tölvan fær ekkert merki og ekki hægt (eða ekki tókst) að slökkva það með OBD2 tæki. Pantaði frá aliexpress 4 skynjara sem eiga að vera forritaðir fyrir Kadjar en það þarf að virkja (activate) þá svo tölvan nái að skynja kvikindin. Eða svo segir í leiðbeiningum með skynjurunum. Nú er spurningin þarf ég að fara á verkstæði og activera eða relearna (afsakið íslenskuna) skynjarana í hvert sinn sem ég skipti um dekk? Og er þá betra að eiga tæki s.s. Autel 408 eða dýrara 508 eða sambærilegt til að gera þetta sjálfur? Og svara nú