Síða 1 af 1

SaMsUnG Sp160

Sent: Mán 17. Okt 2005 10:04
af Xyron
Hef átt í vandamálum með einn Samsung 160GB disk sem ég er búinn að eiga í einhver ca. 2 ár..

Gerði þennan disk að primary disk hjá mér, var búinn að splitta honum í sér partition fyrir stýrikerfið og afgangin fyrir gögn..

Svo crashaði tölvan mín, nennti ekki að vera setja upp windows á henni svo ég henti disknum inní caseing og tengdi við ferðatölvu til að komast í skóldótið mitt.. það virkaði alveg, en síðan þegar ég tengdi diskin aftur í tölvuna mína ákvað ég að prófa fyrst að prófa að laga ræsiskrána "fixmbr" en það gekk ekki, og ákvað ég að formata bara..

Þegar ég bootaði tölvuni upp þá las tölvan diskin sem SaMsUnG Sp160 og vildi hún þá ekki boota sig.. ég nennti ekki að standa í þessu og keypti mér bara nýjan disk og ættlaði að nota samsungin sem utanáliggjandi disk.. það gekk alveg upp en síðan hætti samsung hd að virka inn á milli þegar ég tengdi hann.. síðan fækkaði alltaf skiptunum sem diskurinn vildi virka, og þegar hann virkaði ekki kom alltaf upp í device manager að það væri uninstalled RAID controller?

Ég nennti ekki að standa í þessu, svo ég náði mér bara í eitthvað Zap forrit til að endurstilla diskinn alveg, en eftir það þá var alltaf þessi böggur á nýja disknum mínum líka(þar að segja RAID controler villan) svo ég ákvað að taka mig til og formata bara allt sem ég átti og taka "fresh start".. hefur það virkað síðan á nýja diskinum mínum.

Síðan var ég að setja saman tölvu handa pabba mínum og ákveð áð prófa Samsungin aftur þar sem ég var ekkert að nota hann.. setti upp windows og var búinn að setja allt upp eins og ég vildi hafa það og afhendi pabba tölvuna.. hann rosa ánægður og allt.. síðan daginn eftir er þetta vandamál komið upp aftur.. "SaMsUnG Sp160" og vill hún ekki kveikja á sér?

Hefur einhver hugmynd um hvað gætti verið að þessum diski? og af hverju að "smitaði" þennan RAID controler error yfir á hitt stýrikerfið(eitthvað að gera með mbr??)

Gætti þetta eitthvað tengst hitamyndun? diskurinn í heitari kanntinum samt ekkert mikið yfir 30° ? svona ágiskun miðað við að snerta diskinn.. finnst hann vera heitari en það sem ég er vanur, datt í hug að hann "slái út" þegar hann hittnar of mikið?

Sakna disksins ekkert, er að fara að henda honum að öllum líkindum, bara forrvitin hvað sé að honum.. :shock:

Sent: Fim 10. Nóv 2005 09:25
af Xyron
Hefur enginn hugmynd um hvað gætti mögulega verið að? bara svona wild guess :?:

Sent: Fim 10. Nóv 2005 09:31
af kristjanm
Ætli hann sé ekki bara ónýtur.

Sent: Fim 10. Nóv 2005 09:41
af Xyron
Ef svo er væri það þá hausin sem ætti að fara? er bara að reyna að fata hvað hafi farið..?

Sent: Fim 10. Nóv 2005 11:36
af kristjanm
Hef því miður ekki hugmynd, harður diskur hefur aldrei dáið hjá mér.

Held samt að það hefði átt að heyrast svina "tikk"-hljóð hefði hausinn farið.