Síða 1 af 1

Fyrsta hard tube mulnings vélin

Sent: Mið 14. Júl 2021 16:57
af Gurka29
Var að klára að henda þessu saman Lian li 011 og EK distro. Fer örugglega aftur i loftkælingu næst mun einfaldara. Verður svo uppfærsla í lok árs ddr5 og eitthvað 3000 seríu kort. Hvernig lýst mönnum á þetta?

Annars spes

I7 8700k
Z370 ultra gaming
16gb Gskill 3200mhz
1080ti strix með bykski block
2x EK PE360 og G1 distro

Re: Fyrsta hard tube mulnings vélin

Sent: Mið 14. Júl 2021 21:17
af GuðjónR
Þetta er fallegt :happy

Re: Fyrsta hard tube mulnings vélin

Sent: Mið 14. Júl 2021 23:39
af jonsig
Alls ekki með bögg, en ég er ennþá að bíða eftir myndum af vél sem snýst um raw performance á loppunni en verð líklega sjálfdauður áður. Nóg til af skunkworks tölvum. En alltaf gott að sjá líf í vatnskælingarköltinu :)

Re: Fyrsta hard tube mulnings vélin

Sent: Fim 15. Júl 2021 01:05
af Gurka29
jonsig skrifaði:Alls ekki með bögg, en ég er ennþá að bíða eftir myndum af vél sem snýst um raw performance á loppunni en verð líklega sjálfdauður áður. Nóg til af skunkworks tölvum. En alltaf gott að sjá líf í vatnskælingarköltinu :)
Ertu þá að meina soft tubes og svo hrúgað vatnskössum útum allt með d5 pumpu? Gammla var þannig náði ekki einu sinni að loka kassanum ekki fögur sjón að sjá einn vatnskassinn lá bara onná tölvunni og slöngur útum allt

Re: Fyrsta hard tube mulnings vélin

Sent: Fim 15. Júl 2021 01:24
af mercury
Gurka29 skrifaði:
jonsig skrifaði:Alls ekki með bögg, en ég er ennþá að bíða eftir myndum af vél sem snýst um raw performance á loppunni en verð líklega sjálfdauður áður. Nóg til af skunkworks tölvum. En alltaf gott að sjá líf í vatnskælingarköltinu :)
Ertu þá að meina soft tubes og svo hrúgað vatnskössum útum allt með d5 pumpu? Gammla var þannig náði ekki einu sinni að loka kassanum ekki fögur sjón að sjá einn vatnskassinn lá bara onná tölvunni og slöngur útum allt
X2 væri til í að vita hvað raw performance loopa er ?
Er með dual d5 2x 480 og 2x 360 rads til að kæla cpu og vrm? Telur það ?
Btw geggjað build til lukku og vel gert. Næst er það bara eins og þú segir sjálfur að uppfæra.

Re: Fyrsta hard tube mulnings vélin

Sent: Fim 15. Júl 2021 08:30
af emil40
flott vél

Re: Fyrsta hard tube mulnings vélin

Sent: Fim 15. Júl 2021 11:46
af kunglao
Lian Li 11o kassin er svo flottur, en til hamingju með þetta build. Lítur vel út hjá þér :)

Edit : Geturðu sett inn 2 til 3 myndir í viðbót af vélinni ?

Re: Fyrsta hard tube mulnings vélin

Sent: Fim 15. Júl 2021 15:50
af Gurka29
kunglao skrifaði:Lian Li 11o kassin er svo flottur, en til hamingju með þetta build. Lítur vel út hjá þér :)

Edit : Geturðu sett inn 2 til 3 myndir í viðbót af vélinni ?
Já hann er geðveikur mæli með mjög þæginlegt að vinna í honum. Það eina sem að ég get set út á hann er að maður þarf að passa vel uppá það að skjákortið séi ekki of stórt mitt rétt slapp fyrir horn annars þarf maður vertical gpu mount. Slöpp myndavèl en hérna

Re: Fyrsta hard tube mulnings vélin

Sent: Fös 16. Júl 2021 07:24
af Gislos
Þetta er glæsileg vél. Vel gert.

Ertu með einhverja performance skýrslu. Hita tölur?

Re: Fyrsta hard tube mulnings vélin

Sent: Fös 16. Júl 2021 18:40
af Longshanks
Laglegt setup, liturinn á vökvanum hins vegar :-k