Síða 1 af 1

Símapælingar.

Sent: Fös 02. Júl 2021 17:20
af MrSparklez
Nú er minn trausti LG V30s thinQ sími að fara að gefa upp öndina og nú stend ég frammi fyrir því að þurfa að kaupa nýjann síma, hinsvegar virðist sem að mikið af því sem er í boði í dag bjóða uppá verri specca heldur en þessi 3 ára gamli sími, sérstaklega þegar um er að ræða skjáupplausn og hljómgæði, nota mikið 3.5mm jack svo að gott DAC er möst.

Er eitthvað í boði sem uppfyllir þessar kröfur ?

Há skjáupplausn, gott DAC, lítið af bloatware, NFC, þráðlaus hleðsla og góð myndavél.

Er lítið búinn að vera fylgjast með öllu tölvu og símatengdu seinustu 4 ár svo að ég er alveg týndur þegar kemur að þessum málum. :baby

Re: Símapælingar.

Sent: Fös 02. Júl 2021 17:37
af Viggi
Ég á pro útgáfuna af þessum og er alveg hrikalega sáttur með hann. Held að eu romið sé þokkalega bloatware frítt og drullugott sound.

https://emobi.is/index.php?route=produc ... uct_id=649

Re: Símapælingar.

Sent: Fös 02. Júl 2021 19:28
af Lexxinn
Ég er með pixel 5 sem ég er að spá í að skipta út. Mátt vera í bandi ef þú hefur áhuga.
Mjög vel með farinn, alltaf verið í hulstri og með filmu.
Hakar í öll box nema 3.5mm Jack hjá þér.

Re: Símapælingar.

Sent: Lau 03. Júl 2021 01:01
af Bretti
Ég keypti flaggskip Xiamoi (MI 9) fyrir rúmum 2 árum þegar hann kom út og kostaði hann aðeins 50 þ. ísl.
Ég bjó lengi í Kína og þekki þar vel til.
LG auglýsa í hverri lyftu (hvað ætli þær séu annars margar þar?) að LG standi fyrir "Live is Good".
Þeir eru alls ekki að segja ósatt þarna svo fólk trúir ósjálfrátt öllu sem á eftir fylgir. Annars hafa þeir staðið sig vel í markaðsetningu.
Samt eru símar þeirra ekkert að skora hátt þar eystra.
Menn eiga sín merki og veðja á þau (og trúa).
Tek undir með þér að ég veit lítið.