Síða 1 af 1
Skemmdi óvart USB diskinn minn, hjálp?
Sent: Fim 13. Okt 2005 18:42
af DamnDude
Jæja, ég ýtti óvart usb disknum mínum af tölvu turninum, og hann datt á gólfið, eftir það hefur hann ekki virkað, þegar ég kveiki á honum, þá heyrist bara svona normal hljóð, en svo heyrist svona "klikk klikk.... klikk klikk... klikk klikk... klikk klik...", svo hættir hann að titra.. (en hann á að titra), en samt er power á boxinu.. þegar ég fer í disk management, þá finnur það hann ekki..
er hann 100% ónýtur, eða, þar sem hann datt á usb tengið.. gæti það bara verið ónýtt?.. gæti það virkað að tengjann bara beint við tölvuna?
Sent: Fim 13. Okt 2005 18:53
af SolidFeather
Líklega ónýtur
Sent: Fim 13. Okt 2005 18:59
af Andri Fannar
Nokkuð viss um að hann sé skemmdur, ónýtur.
Sent: Fim 13. Okt 2005 19:08
af CraZy
jamm,hdd eru ekki beint bygðir fyrir högg

Sent: Fim 13. Okt 2005 23:54
af viddi
ég kannast við þetta, hann er ónýtur
smá lýsing á þessu, nálin er föst, þessvegna heyrist klikkið, hef lent í þessu áður, með disk sem ég átti, svo átti vinur minn flakkara og það gerðist það nákvæmlega sama
Sent: Fös 14. Okt 2005 02:02
af DamnDude
Hmm, það sukkar :/.. hann virkaði nefnilega í svona 10 mín eftir fallið, svo hætti hann að virka..
en er ekki hægt að taka hann í sundur í super-sótthreinsuðu-rykfríu herbergi, og laga hann?, ef maðurinn veit hvað hann er að gera?, var með svo hrikalega mikið af efni á honum , pakkfullur, efni sem ég finn líklegast ekki aftur

Sent: Fös 14. Okt 2005 08:19
af gnarr
ef þú varst ekki að tapa margra mánaða vinnu eða öllum fjölskyldu ljósmyndunum, þá myndi ég ekki einusinni spá í þessu.
verðin fyrir svona þjónustu eru SVAKALEG.
annars gæti ég trúað því að 12v línan í flakkaranum hafi skemmst. 12v keyra mótorinn í disknum, en 5v allt annað (titringurinn í disknum er vegna snúningsins). Þannig að það gæti verið málið að hann snúist ekki, en allt annað virki.
Ertu búinn að prófa að setja diskinn bara beint í tölvu og sjá hvort hann virki þannig?
Sent: Fös 14. Okt 2005 09:14
af viddi
það var einhver sem benti mer á að að setja diskinn inn í frysti, en ég held að það sé nú heldur langsótt

Sent: Fös 14. Okt 2005 13:38
af DamnDude
Ég veit hvað er að, ég setti hann inní tölvuna bara beint, og hann lét ennþá svona, svo ég sagði bara "ohh, what the hell", og náði í blástursrör sem maður notar á verkstæðum til að blása af sér rykið, flestir ættu að vita hvað ég meina, mikill blásturkraftur.. anyways, ég teipaði takkann fastann þannig að það var streaming loft, og miðaði því að disknum.. tók hann svo í sundur, (allt loftið blés rykinu frá

).. og sá að lesarinn hafði bara farið í tætlur, en diskarnir sjálfir eru heilir, og mótorinn og allt það, þeir bara hættu að snúast vegna eitthvað "power saving" drasli, ef hann les engin gögn, þá slekkur hann á sér..
er núna aðalega að spá þar sem diskarnir eru heilir, hvort ég get ekki tekið 8mb buffer, 7200 rpm harðann disk, og sett bara diskana í usb disknum í hinn harða diskinn?, eða eru minidiskarnir inní harðadiskinum sérstaklega hannaðir bara fyrir eina tegund?
er bara að challange'a sjálfann mig, gá hvort ég get þetta, svo var svo mikið af uppsöfnuðu drasli, og skóladrasli á disknum..
Sent: Fös 14. Okt 2005 14:40
af CraZy
bíddu ætlaru að fara setja diskana(plattana) inní annan harðandisk eða er ég að miskilja

Sent: Fös 14. Okt 2005 14:50
af axyne
ef þú ætlar í svoleiðis framkvæmdir þá myndi ég taka alveg eins disk.
en ég hugsa þú myndir bara eyðileggja diskinn algjörlega með því.
ef þetta er þér dýrmætt, farðu með diskinn til sérfræðings.
Sent: Fös 14. Okt 2005 14:51
af MezzUp
Dude! Ef að þú opnaðir harða diskinn heima hjá þér skal ég ábyrgjast(ekkert 99,999999% dæmi) að þú getur ekki lesið af honum aftur.
Bilið á milli leshausanna og plattanna í disknum(þegar þeir eru að lesa/skrifa) er eitthvað um 1/13 af þykkt venjulegs mannshárs, og það er varla 100% hreint loft að koma út úr þessari vél hjá þér? (ekki það að það væri nóg)
Ef að þú ætlaðir að láta þessa platta í nýtt housing(sem er hluti af vandamálinu, hugsa að það sé alls ekki auðvelt) þá þyrfti það pottþétt að vera nákvæmlega eins diskur, controllerinn(græna „tölvudraslið“ undir disknum) hugsa ég að sé öðruvísi á milli tegunda, jafnvel öðruvísi
Ég meina, ef að þetta væri bara spurning um að blása á diskinn og láta plattanna í annað drif, þá væru nú 'data recovery labs' úti varla að rukka menn um fleiri hundruði þúsunda fyrir þetta. (hef heyrt töluna 400.000 fyrir einn disk, sel það samt ekki dýrara en ég keypti það)
Sent: Fös 14. Okt 2005 15:07
af DamnDude
Diskurinn er aðalega bara download stuff, ætla að kaupa nýjann hdd og setja ó boxið bara (það er víst ódýrara), en bara experimenta með bilaða hdd'in, checka ef ég get þetta, annars verð ég ekkert fúll ef hann eyðileggst..
en það er bara eitt... get ég keypt t.d 400 gb disk og sett hann í sama box og 200gb diskur var?.. eða.. er boxið sérsmíðað fyrir hvern einasta disk? (sem ég tel ekki líklegt)
Sent: Fös 14. Okt 2005 15:10
af DamnDude
og hvort ætti ég að kaupa IDE eða Serial ATA?
Sent: Fös 14. Okt 2005 15:13
af Veit Ekki
Það er væntanlega mismunandi milli boxa hvað kemst stór harður diskur í það. Svo verður boxið nátturulega að virka fyrir SATA ef þú ætlar að fá þér þannig disk en hraðamunurinn er enginn á milli SATA og ATA ef þú ert að spá í það.
Sent: Fös 14. Okt 2005 15:15
af DamnDude
Veit Ekki skrifaði:Það er væntanlega mismunandi milli boxa hvað kemst stór harður diskur í það. Svo verður boxið nátturulega að virka fyrir SATA ef þú ætlar að fá þér þannig disk en hraðamunurinn er enginn á milli SATA og ATA ef þú ert að spá í það.
Kaupi þá bara sömu gerð og var í boxinu bara aðeins stærri, nenni ekki að taka nein chance, böggandi svo að þurfa að kaupa nýtt box

Sent: Fös 14. Okt 2005 19:51
af gnarr
í ábyggielga 99.9% tilvika virka boxin fyrir alla ATA diska.
En hvað varstu eiginlega að spá með blástursbyssunni? Eina sem hún gæti gert er að blása riki á diskinn... Fyrir utan það að compressorarnir sem þjappa loftið verða oft mjög rakir, þanni gað þú ert að blása röku andrúmsloti, fullu af ryki beint á yfirborðið á diskunum.