Síða 1 af 1

Alvarlegir gallar í vefverslun ELKO

Sent: Þri 22. Jún 2021 10:29
af Tbot
Fékk tilkynningu um að PS5 væri til hjá ELKO.

Reyndi að kaupa eitt stykki en fékk höfnun á tvö kort sem ég reyndi að nota. Tilkynnig kom um að korti væri hafnað ekki out of stock.
Þar sem ég veit að bæði eru í fínu lagi.
Svo villan liggur hjá ELKO.

Nema þeir séu að beina fólki í aðrar greiðsluaðferðir sem kosta neytandan mikið meira.

Eru fleiri að lenda í þessu?

Re: Alvarlegir gallar í vefverslun ELKO

Sent: Þri 22. Jún 2021 10:32
af dadik
Ertu búinn að heyra í Elko?

Re: Alvarlegir gallar í vefverslun ELKO

Sent: Þri 22. Jún 2021 10:47
af Tbot
Reyndi að hringja í þjónustuborðið, endalaus bið.

er out of stock núna, þannig að svar ELKO verður örygglega einhvað á þá leið að þeim þyki þetta leiðinlegt og bla bla bla. En þetta sé allt kortafyrirtækjunum að kenna.

Re: Alvarlegir gallar í vefverslun ELKO

Sent: Þri 22. Jún 2021 10:57
af unnarf
Hvernig veist þú að þetta sé ekki vegna bilunar hjá kortafyrirtækjum?

Re: Alvarlegir gallar í vefverslun ELKO

Sent: Þri 22. Jún 2021 11:01
af gnarr
Það er búið að vera eitthvað heljarinnar rugl hjá Borgun/Salt Pay síðustu daga. ó-documentaðar breytingar á API's og hlutir sem hafa alltaf virkað eru allt í einu hættir að virka.

Re: Alvarlegir gallar í vefverslun ELKO

Sent: Þri 22. Jún 2021 11:19
af B0b4F3tt
Virkaði fínt hjá mér áðan þegar ég pantaði vélina. Borgaði með Visa korti.

Re: Alvarlegir gallar í vefverslun ELKO

Sent: Þri 22. Jún 2021 12:04
af Tbot
unnarf skrifaði:Hvernig veist þú að þetta sé ekki vegna bilunar hjá kortafyrirtækjum?
Af því að ég fékk staðfestingargluggann frá Borgun vegna visakreditkorta

Ásamt því að annar aðili sem ég þekki gat ekki notað debit kortið sitt, fékk sömu höfnun.

Re: Alvarlegir gallar í vefverslun ELKO

Sent: Þri 22. Jún 2021 12:41
af gnarr
Tbot skrifaði:
unnarf skrifaði:Hvernig veist þú að þetta sé ekki vegna bilunar hjá kortafyrirtækjum?
Af því að ég fékk staðfestingargluggann frá Borgun vegna visakreditkorta

Ásamt því að annar aðili sem ég þekki gat ekki notað debit kortið sitt, fékk sömu höfnun.
Þetta er vesen hjá Borgun. Þeir skila ekki alltaf ActionCode í getAuthrization kalli og það kemur í veg fyrir að það sé hægt að fá heimild á kortið. MPI gateway'ið virkar rétt, en það er þjónusta frá Modirum og alveg ótengt Borgun fyrir utan að þeir kaupa þjónustuna frá þeim.

Re: Alvarlegir gallar í vefverslun ELKO

Sent: Þri 22. Jún 2021 13:29
af Tbot
gnarr skrifaði:
Tbot skrifaði:
unnarf skrifaði:Hvernig veist þú að þetta sé ekki vegna bilunar hjá kortafyrirtækjum?
Af því að ég fékk staðfestingargluggann frá Borgun vegna visakreditkorta

Ásamt því að annar aðili sem ég þekki gat ekki notað debit kortið sitt, fékk sömu höfnun.
Þetta er vesen hjá Borgun. Þeir skila ekki alltaf ActionCode í getAuthrization kalli og það kemur í veg fyrir að það sé hægt að fá heimild á kortið. MPI gateway'ið virkar rétt, en það er þjónusta frá Modirum og alveg ótengt Borgun fyrir utan að þeir kaupa þjónustuna frá þeim.
Ábending, ef þú kaupir þjónustu frá einhverjum þriðja aðila til þess að láta þína þjónustu virka sem viðskiptaaðili borgar fyrir, þá er það tengt þér.

Re: Alvarlegir gallar í vefverslun ELKO

Sent: Þri 22. Jún 2021 13:35
af gnarr
Tbot skrifaði:
gnarr skrifaði:
Tbot skrifaði:
unnarf skrifaði:Hvernig veist þú að þetta sé ekki vegna bilunar hjá kortafyrirtækjum?
Af því að ég fékk staðfestingargluggann frá Borgun vegna visakreditkorta

Ásamt því að annar aðili sem ég þekki gat ekki notað debit kortið sitt, fékk sömu höfnun.
Þetta er vesen hjá Borgun. Þeir skila ekki alltaf ActionCode í getAuthrization kalli og það kemur í veg fyrir að það sé hægt að fá heimild á kortið. MPI gateway'ið virkar rétt, en það er þjónusta frá Modirum og alveg ótengt Borgun fyrir utan að þeir kaupa þjónustuna frá þeim.
Ábending, ef þú kaupir þjónustu frá einhverjum þriðja aðila til þess að láta þína þjónustu virka sem viðskiptaaðili borgar fyrir, þá er það tengt þér.
Það er einmitt málið. Villan er ekki hjá þessum þriðja aðila (Modirum). Skrefið hjá Modirum virkar vel, en getAuthorization kallið, sem er hundrað prósent á ábyrgð Borgunar / Salt Pay, er brotið.
Tbot skrifaði:Af því að ég fékk staðfestingargluggann frá Borgun vegna visakreditkorta
Semsagt, þessi staðfestingargluggi er hluti af MPI gateway hjá Modirum, og það skref virkar rétt. Þetta skref skilar upplýsingum um 3D-Secure sem eru síðan notaðar til þess að sækja um heimild í gegnum API'inn hjá Borgun/Salt Pay. Heimildar umsóknin hjá Borgun á að skila þér "ActionCode" sem segir til um hvort að það heppnaðist að fá heimild, en vegna bilunar hjá Borgun þá vantar stundum þær upplýsingar í svarið.

Re: Alvarlegir gallar í vefverslun ELKO

Sent: Þri 22. Jún 2021 15:13
af Tbot
Ansi dapurt að verða af PS5 vegna lélegrar framkvæmdar af hálfu Elko / Borgunar.

Já ég set Elko þarna líka því þeir setja þetta bara í vefverslun og ein af greiðsluleiðum þar er kort. Þar með ber þeim að sjá til þess að sú leið virki, ef ekki eiga þeir að láta vita á síðu sinni og herja jafnframt á Borgun.

Re: Alvarlegir gallar í vefverslun ELKO

Sent: Þri 22. Jún 2021 16:13
af Danni V8
Þegar ég keypti mína í Nóvember valdi ég einmitt Netgíró því ég var ekki með upphæðina sem þurfti inná neinu korti, og bankamillifærsla var ekki í boði.

Svo bara borgaði ég upp Netgíró-ið strax, bættist að vísu við smá kostnaður útaf þessu, man ekki hversu mikill þar sem mér var alveg sama á þeim tíma því ég vildi bara fá tölvuna hehe

Re: Alvarlegir gallar í vefverslun ELKO

Sent: Þri 22. Jún 2021 17:11
af gnarr
Tbot skrifaði:Ansi dapurt að verða af PS5 vegna lélegrar framkvæmdar af hálfu Elko / Borgunar.

Já ég set Elko þarna líka því þeir setja þetta bara í vefverslun og ein af greiðsluleiðum þar er kort. Þar með ber þeim að sjá til þess að sú leið virki, ef ekki eiga þeir að láta vita á síðu sinni og herja jafnframt á Borgun.
Þessi villa hjá Borgun byrjaði í gærkvöldi. Ég sá hana bara þegar ég var að fara yfir logga í morgun fyrir færslur sem voru gerðar seint í gær.

Ég stórlega efa það að frá því að þetta byrjaði fyrst að gerast í gærkvöldi og þangað til salan byrjaði á þessum PS5 vélum í morgun hafi einhver hjá ELKO haft tækifæri til þess að taka eftir villunni, bilanagreina og finna út að Borgun var sökudólgurinn, senda upplýsingarnar á Borgun og þar myndi einhver taka við í hugbúnaðardeildin hjá Borgun að finna útúr villunni og laga hana, setja lagfæringuna í gegnum prófanir og koma henni út á production.

Mín reynsla af samskiptum við Borgun eftir að 107 af 130 starfsmönnum sem hefur verið sagt upp síðustu mánuði, er að hlutirnir gerast ekkert gífurlega hratt.

En mér er svosem sama hvort þú sért í fýlu útí ELKO og/eða Borgun.

Re: Alvarlegir gallar í vefverslun ELKO

Sent: Þri 22. Jún 2021 17:12
af Zethic
gnarr skrifaði:Það er búið að vera eitthvað heljarinnar rugl hjá Borgun/Salt Pay síðustu daga. ó-documentaðar breytingar á API's og hlutir sem hafa alltaf virkað eru allt í einu hættir að virka.
Fyrsta sem mér datt í hug. Ætli þetta sé að bíta þá í rassgatið ?

Fram kemur í tilkynningu frá SaltPay að nú sé aðallega um að ræða starfsfólk sem starfaði við að þróa og viðhalda eldra greiðslukerfi Borgunar. Ákvörðunin er sögð ekki hafa nein áhrif á viðskiptavini SaltPay á Íslandi.

Edit: Gnarr var á undan

Re: Alvarlegir gallar í vefverslun ELKO

Sent: Þri 22. Jún 2021 20:30
af worghal
Danni V8 skrifaði:Þegar ég keypti mína í Nóvember valdi ég einmitt Netgíró því ég var ekki með upphæðina sem þurfti inná neinu korti, og bankamillifærsla var ekki í boði.

Svo bara borgaði ég upp Netgíró-ið strax, bættist að vísu við smá kostnaður útaf þessu, man ekki hversu mikill þar sem mér var alveg sama á þeim tíma því ég vildi bara fá tölvuna hehe
og þá sleppuru alveg við borgun gateway-ið :D
smart move! :happy