Síða 1 af 1

Hvaða low-end AMD64 CPU (s939) á ég að fá mér?

Sent: Þri 11. Okt 2005 19:16
af corflame
Jæja, þá er komið að því að velja hlutina í pakkann, búinn að nurla fyrir
(nánast) öllu sem mig langar í.

Er að velta fyrir mér hvaða CPU ég á að fá mér, til þess að geta ákveðið mig
þá þarf ég að vita hvaða core yfirklukkast best. Ég veit að margir hér hafa
skoðað þessa hluti og ákvað því að spara mér tíma ;)
Ég er bara að skoða single core (ca. 3000-4000 týpurnar ) í augnablikinu,
X2 cpu kostar of mikið fyrir mína buddu.

Endilega látið ljós ykkar skína :D

Sent: Þri 11. Okt 2005 20:23
af Yank
Þú tekur að mínu mati

3200+ venice core.

Sent: Þri 11. Okt 2005 21:38
af kristjanm
Ef þú vilt spara peningana ættirðu að kaupa þér 3000+/3200+ og gott móðurborð/minni og overclocka hann til helvítis.

Sent: Fim 13. Okt 2005 01:05
af corflame
OK, skelli mér þá á 3200+ venice nema að einhver hörð mótmæli berist :)