Síða 1 af 1
Hvaða headphones fyrir vinnuna?
Sent: Mið 12. Maí 2021 10:20
af appel
Það sem ég er að leita eftir er:
- Þráðlaus, en ekki bluetooth
- 25-35 þús budget
- Lokuð og helst sæmilega hljóðheld (ekki opin)
- Ekki með aktívu noise cancelling
- Hægt að vera með á sér sæmilega lengi án óþæginda
- Góð hljóðgæði auðvitað
- hljóðnemi já
* updated: Uppfærði kröfurnar eftir að hafa skoðað betur, leikjaheadphone henta greinilega best í mínu tilfelli.
Re: Hvaða headphones fyrir vinnuna?
Sent: Mið 12. Maí 2021 11:37
af Sallarólegur
Re: Hvaða headphones fyrir vinnuna?
Sent: Mið 12. Maí 2021 11:40
af ABss
Re: Hvaða headphones fyrir vinnuna?
Sent: Mið 12. Maí 2021 11:50
af Sallarólegur
ABss skrifaði:
Toppurinn?
Held þetta sé nobrainer fyrir þetta budget.
Ég fer allavega aldrei aftur í wired heyrnatól. Þvílíkt þægilegt að geta snúið sér í allar áttir án þess að eitthvað togi í mann.
Aldrei neitt vesen á þessu, eins og maður kannski heldur.
Re: Hvaða headphones fyrir vinnuna?
Sent: Mið 12. Maí 2021 12:26
af appel
Re: Hvaða headphones fyrir vinnuna?
Sent: Mið 12. Maí 2021 12:36
af audiophile
Þegar ég bar saman G Pro X wireless við Razer Blackshark V2 wireless nýlega fannst mér Razer koma betur út í þægindum og hljómgæðum. Þau voru fyllri og þéttari meðan Logi voru aðeins flatari miðað við Razer. Míkrófónn var skýrari og betri á G Pro X.
G Pro X eru líklega stíluð meira á að heyra fótspor og önnur hljóð betur í leikjum meðan Razer eru meira balanseruð til að geta líka notið tónlistar með þéttari bassa.
Bæði frábær heyrnatól samt.
Re: Hvaða headphones fyrir vinnuna?
Sent: Mið 12. Maí 2021 13:04
af Sallarólegur
Margir fýla ýktan bassa. En hljómgæðin eru "betri" í Logitech tólunum miðað við þessar mælingar. Svo geturðu náttúrulega ýkt bassann með EQ ef þú fílar svoleiðis.
https://www.rtings.com/headphones/tools ... 6285/18403
Re: Hvaða headphones fyrir vinnuna?
Sent: Mið 12. Maí 2021 13:28
af appel
Ætla að prófa þessi tvö, aðallega hvernig þau fitta á mig. Sýnist þessi razer blackshark vera stærri yfir eyrað, sé hvort þetta sé eitthvað issue á g pro x.
Re: Hvaða headphones fyrir vinnuna?
Sent: Mið 12. Maí 2021 13:57
af audiophile
Betri samkvæmt mælingum þýðir ekki endilega betra fyrir mig eða þig. Ég hef ekki lesið neitt á netinu um þessi heyrnatól heldur einungis prófað þau bæði hlið við hlið og fannst Razer þægilegri og myndi vilja hafa þau frekar á mínum eyrum lengur en Logitech. Einnig hljómuðu þau skemmtilegri fyrir tónlist heldur en Logitech sem voru heldur dauf fannst mér. En ég fíla skemmtilegan hljóm, ekki endilega "réttan" hljóm. Enda eru til meira en nóg af þannig heyrnartólum og á ég meira að segja nokkur þannig. Ég kýs "skemmtileg" heyrnatól fyrir tölvuleiki.
En svo finnst líklegast öðrum Logitech betri og skemmtilegri og það er bara i góðu lagi enda er smekkur manna hrikalega misjafn og úrval af heyrnartólum eftir því.
Vildi bara skjóta inn í umræðuna valmöguleika.
Re: Hvaða headphones fyrir vinnuna?
Sent: Mið 12. Maí 2021 15:32
af olihar
Ég er með þessi Logitech G PRO X BLUE VO!CE Wireless heima og finnst þau alveg ágæt, ég skipti strax yfir í mjúku hlífarnar í stað pleður sem er default á.
Ég elska að geta kippt microphone af þeim í staðin fyrir að það sé áfast eins og er á þeim flestum.
Það eru ekki allir sem fíla þetta surround hljóð dót í þeim, en ekkert mál að slökkva á því. Getur látið vera slökkt á því með sumu og kveikt fyrir annað.
Re: Hvaða headphones fyrir vinnuna?
Sent: Mið 12. Maí 2021 22:32
af ZiRiuS
Re: Hvaða headphones fyrir vinnuna?
Sent: Mið 12. Maí 2021 22:40
af arons4
Ef þú vinnur í hávaðasömu umhverfi þá er fátt betra en peltor uppá hljóðeinangrun en hljóðgæðin í þeim eru ekki góð.
Re: Hvaða headphones fyrir vinnuna?
Sent: Mið 12. Maí 2021 22:50
af Klaufi
Sennheiser GSP670 tikka í alla kassana nema budgetið.
Ég hefði aldrei keypt þau sjálfur, en ég gæti ekki verið án þeirra eftir að ég fékk þau í gjöf..
Hef ekki prófað hin sem er búið að stinga upp á hérna, en mæli með að þú mátir.
Fannst þau frekar stíf og þröng yfir hausinn til að byrja með, tók ca viku að venjast.
Eru líka frábær þegar maður notar þau bara á öðru eyranu, sem hefur oft truflað mig við önnur heyrnatól.