Síða 1 af 1

Indium í stað Thermal Paste !!! Kælikrem

Sent: Fös 07. Maí 2021 19:27
af kunglao
Í þessu myndbandi frá Hardware Canucks er verið að nota INDIUM FOIL í staðinn fyrir TIM / Thermal Paste
Notað var MX4 kælikrem sem er mjög gott. Gæti verið að þetta sé Betra ??

https://www.youtube.com/watch?v=57eI7gbl0Lk


Edit. Indium er púði sem er ekki í formi eins og tannkrem eða thermal paste. Það er hægt að endurnýta/nota hann aftur og aftur







Spoiler ; Indium er á Pari við kælikrem

Re: Indium í stað Thermal Paste !!! Kælikrem

Sent: Fös 07. Maí 2021 23:07
af jonsig
Til hvers í rassgati? Ertu að fara keppa í OC ?

Ef þú ert með góðan flöt eins og t.d. toppinn AM4 þá ertu að græða kannski 1-2c° (105W peak)á 5 W/km og einhverju 82 W/km indium voodoo stuffi. Það eru fleirri þættir sem spila inní, ekki detta í eitthvað $$ BS

Re: Indium í stað Thermal Paste !!! Kælikrem

Sent: Lau 08. Maí 2021 00:01
af appel
Ekki það að ég hafi mikið vit á þessu, en hef alltaf bara keypt fína örgjörvakælingu/viftu, notað kremið sem fylgir með, og bara passað að hafa það þannig að maður nái sem mestri dreifingu og snertingu með sem minnstu kremi og þynnsta laginu. Svo pælir maður ekkert meir í því.

En þetta er samt svosem áhugavert út frá heat-dissipation umræðu almennt. Ef þú pælir í allri orkunni sem er notuð í heiminum til að kæla örgjörva (almennt, t.d. í gagnaverum) þá gæti raunveruleikinn verið sá að hægt væri að spara gríðarlega fjármuni (og co2 losun) bara með því að ná 20% betra heat dissipation.

Re: Indium í stað Thermal Paste !!! Kælikrem

Sent: Lau 08. Maí 2021 01:12
af jonsig
Verst að húsið á cpu er bottleneck. Svo eftir vatnskælinguna þarftu kælipressu sem kostar $$$ til að vinna á blessuðum flöskuhálsinum :( og vona að allt saggi ekki í drasl.

Re: Indium í stað Thermal Paste !!! Kælikrem

Sent: Lau 08. Maí 2021 13:21
af kunglao
nei það er bara svo þægilegt að sleppa við óþrifnaðinn af Therma paste. + svo getur maður notað Indium púðann aftur og aftur

Re: Indium í stað Thermal Paste !!! Kælikrem

Sent: Sun 09. Maí 2021 13:12
af worghal
einhver búinn að prófa gold leaf? :lol:

Re: Indium í stað Thermal Paste !!! Kælikrem

Sent: Sun 09. Maí 2021 16:26
af jonsig
Það er orðið frekar langt síðan eitthvað svona hype fór í gang með graphene paddana,, amk voru þeir fljótir að hverfa.
kunglao skrifaði:nei það er bara svo þægilegt að sleppa við óþrifnaðinn af Therma paste. + svo getur maður notað Indium púðann aftur og aftur
Þeir voru nefnilega ekkert svo mikið að endast mörg cpu swöpp, áður en allt fór norður. Efast um að deigur málmur eins og indium eigi eftir að standa sig eitthvað betur.

Re: Indium í stað Thermal Paste !!! Kælikrem

Sent: Mán 10. Maí 2021 11:27
af Baldurmar
worghal skrifaði:einhver búinn að prófa gold leaf? :lol:
https://fondurlist.is/verslun/gold-leaf-kit-25-arkir/ :fly

Re: Indium í stað Thermal Paste !!! Kælikrem

Sent: Mán 10. Maí 2021 17:55
af dragonis
jonsig skrifaði:Til hvers í rassgati? Ertu að fara keppa í OC ?

Ef þú ert með góðan flöt eins og t.d. toppinn AM4 þá ertu að græða kannski 1-2c° (105W peak)á 5 W/km og einhverju 82 W/km indium voodoo stuffi. Það eru fleirri þættir sem spila inní, ekki detta í eitthvað $$ BS
Til hvers í rassgati?

Er þetta ekki samfélag okkar nördana og samastaður okkar að tala um tölvutengda hluti?
Ekkert skrítið að fólk þori ekki að opna á sér túllan án þess að það sé traktað á honum.

Ef það væri ekki fyrir vesalinga eins og þig sem kaupa allt high end og borga hlutfallslega hundruði % meira fyrir hvert frame rate eða Cinebench benchmark þá væri engin þróun eða lítill markaður fyrir þetta allt saman, ef nokkrar gráður niður kveikja ekki í þér. Dæmi: (En samt keyptiru Noctua NH-D15 fyrir tæpan 20þús þegar þú getur fengið svipaða samt lakari kælingu á innan við 10þús) við erum að tala um nokkrar gráður.

Þetta er góð viðbót í flóruna að mínu mati. Min Max.

Re: Indium í stað Thermal Paste !!! Kælikrem

Sent: Mán 10. Maí 2021 20:01
af Sinnumtveir
jonsig skrifaði:Það er orðið frekar langt síðan eitthvað svona hype fór í gang með graphene paddana,, amk voru þeir fljótir að hverfa.
kunglao skrifaði:nei það er bara svo þægilegt að sleppa við óþrifnaðinn af Therma paste. + svo getur maður notað Indium púðann aftur og aftur
Þeir voru nefnilega ekkert svo mikið að endast mörg cpu swöpp, áður en allt fór norður. Efast um að deigur málmur eins og indium eigi eftir að standa sig eitthvað betur.
Graphene er allt annars eðlis en mjúkur málmur. Það er þess vegna enginn fótur fyrir því að yfirfæra reynslu af endurnotkun graphenes yfir á endurnotkun indium til örgjörvakælingar. Kannski er það í raun svipað en ég yrði nkl ekkert hissa þó endurnotkunarmöguleikarnir væru mjög mismunandi. Að auki er indium ekki tiltakanlega dýrt ef maður kaupir bút sem dugir fyrir nokkra örgjörva. Semsagt, skemmtileg tilraun sem án vafa er víða í gangi akkúrat núna :)

Re: Indium í stað Thermal Paste !!! Kælikrem

Sent: Mán 10. Maí 2021 21:05
af Minuz1
Baldurmar skrifaði:
worghal skrifaði:einhver búinn að prófa gold leaf? :lol:
https://fondurlist.is/verslun/gold-leaf-kit-25-arkir/ :fly
Gull er verra en kopar, bara silfur er betri í málmi og það munar um 10%

Re: Indium í stað Thermal Paste !!! Kælikrem

Sent: Mán 10. Maí 2021 21:40
af jonsig
Sinnumtveir skrifaði: Graphene er allt annars eðlis en mjúkur málmur. Það er þess vegna enginn fótur fyrir því að yfirfæra reynslu af endurnotkun graphenes yfir á endurnotkun indium til örgjörvakælingar. Kannski er það í raun svipað en ég yrði nkl ekkert hissa þó endurnotkunarmöguleikarnir væru mjög mismunandi. Að auki er indium ekki tiltakanlega dýrt ef maður kaupir bút sem dugir fyrir nokkra örgjörva. Semsagt, skemmtileg tilraun sem án vafa er víða í gangi akkúrat núna :)
Lestu þetta og skildu, rökstutt með léttum útreikningi ! Eftir það ertu ónæmur fyrir öllu 10000 W/mK BS sem þú finnur á youtube hjá einhverjum RGB viftu plebba með gel.
https://www.igorslab.de/en/the-myth-of- ... ilessly/2/

Re: Indium í stað Thermal Paste !!! Kælikrem

Sent: Mán 10. Maí 2021 22:03
af jonsig
dragonis skrifaði:
jonsig skrifaði:Til hvers í rassgati? Ertu að fara keppa í OC ?

Ef þú ert með góðan flöt eins og t.d. toppinn AM4 þá ertu að græða kannski 1-2c° (105W peak)á 5 W/km og einhverju 82 W/km indium voodoo stuffi. Það eru fleirri þættir sem spila inní, ekki detta í eitthvað $$ BS
Til hvers í rassgati?

Er þetta ekki samfélag okkar nördana og samastaður okkar að tala um tölvutengda hluti?
Ekkert skrítið að fólk þori ekki að opna á sér túllan án þess að það sé traktað á honum.

Ef það væri ekki fyrir vesalinga eins og þig sem kaupa allt high end og borga hlutfallslega hundruði % meira fyrir hvert frame rate eða Cinebench benchmark þá væri engin þróun eða lítill markaður fyrir þetta allt saman, ef nokkrar gráður niður kveikja ekki í þér. Dæmi: (En samt keyptiru Noctua NH-D15 fyrir tæpan 20þús þegar þú getur fengið svipaða samt lakari kælingu á innan við 10þús) við erum að tala um nokkrar gráður.

Þetta er góð viðbót í flóruna að mínu mati. Min Max.
Áður en þú drullar á þig úr öfund þá er ég með NH-U12a sem kostaði 12þ á útsölu í DE fyrir nokkru síðan. Ef ég þarf performance þá er ég ekki með eitthvað loft apparat með indium púða.

Re: Indium í stað Thermal Paste !!! Kælikrem

Sent: Mán 10. Maí 2021 22:45
af Sinnumtveir
jonsig skrifaði:
Sinnumtveir skrifaði: Graphene er allt annars eðlis en mjúkur málmur. Það er þess vegna enginn fótur fyrir því að yfirfæra reynslu af endurnotkun graphenes yfir á endurnotkun indium til örgjörvakælingar. Kannski er það í raun svipað en ég yrði nkl ekkert hissa þó endurnotkunarmöguleikarnir væru mjög mismunandi. Að auki er indium ekki tiltakanlega dýrt ef maður kaupir bút sem dugir fyrir nokkra örgjörva. Semsagt, skemmtileg tilraun sem án vafa er víða í gangi akkúrat núna :)
Lestu þetta og skildu, rökstutt með léttum útreikningi ! Eftir það ertu ónæmur fyrir öllu 10000 W/mK BS sem þú finnur á youtube hjá einhverjum RGB viftu plebba með gel.
https://www.igorslab.de/en/the-myth-of- ... ilessly/2/
Þetta er gott og blessað en segir bara nkl ekkert um hvort indium sé góð endurnýjanleg og skilvirk hitlaleiðnipakkning fyrir örgjörva. Tilraun sker úr um það og sú sem ég sá var þess eðlis að mér finnst ástæða til að skoða efnið betur.

Re: Indium í stað Thermal Paste !!! Kælikrem

Sent: Þri 11. Maí 2021 08:51
af Dropi
Ég veit ekki með ykkur en þegar það kemur að skjákortum er ég til í að prófa hvað sem er til að skafa nokkrar selsíus tölur af og ná hærra boost lengur (nema liquid metal hef áhyggjur af því hvað það getur verið tærandi). Sérstaklega núna þegar ég ætla að bæta 1-2 árum við líftíma Vega kortsins míns, sem átti að vera tímabundinn staðgengill.

Aftur á móti er ég svo sjaldan að kreista greyið örgjörvana mína, þeir fá ekkert að njóta sín nema ef ég er að encoda video eða eh þessháttar sem er sjaldgæft.

Re: Indium í stað Thermal Paste !!! Kælikrem

Sent: Þri 11. Maí 2021 18:09
af jonsig
Dropi skrifaði:Ég veit ekki með ykkur en þegar það kemur að skjákortum er ég til í að prófa hvað sem er til að skafa nokkrar selsíus tölur af og ná hærra boost lengur (nema liquid metal hef áhyggjur af því hvað það getur verið tærandi). Sérstaklega núna þegar ég ætla að bæta 1-2 árum við líftíma Vega kortsins míns, sem átti að vera tímabundinn staðgengill.

Aftur á móti er ég svo sjaldan að kreista greyið örgjörvana mína, þeir fá ekkert að njóta sín nema ef ég er að encoda video eða eh þessháttar sem er sjaldgæft.
Skefur amk 25c°+ af vega 64 referance korti með vatnsblokk. Annars gæti það verið meira því þau thermal throttla endalaust á loftkælingunni. Svo ég veit ekki raunverulega lækkun.
Ég var með 2stk stundum 3x vega 64 í loopu 24/7 sem voru að keyra á uþb 56c með engu power limit í 100% keyrslu og stillt á turbo sem ég þorði aldrei að stilla á þegar þau voru á loftkælingu. Amk eru þau lifandi uþb 3 árum seinna.

Að setja liquid metal er bara engan vegin gáfulegt nema á t.d. 7700k delid þar sem die er mjög smátt og þar gætiru séð feita breytingu, efast um það með stóran die eins og vega 56/64 ég myndi skjóta á 0,5c° delta . Amk Það yrði eitthvað mjög lítið. Þú getur fact chekkað þetta með einfaldri formúlu á síðunni sem ég setti inn hlekk inn að ofan.

Re: Indium í stað Thermal Paste !!! Kælikrem

Sent: Mið 12. Maí 2021 09:16
af Dropi
jonsig skrifaði:Skefur amk 25c°+ af vega 64 referance korti með vatnsblokk. Annars gæti það verið meira því þau thermal throttla endalaust á loftkælingunni. Svo ég veit ekki raunverulega lækkun.
Ég keypti þetta kort með reference blower og setti á það Morpheus Vega með 2stk Noctua viftum, flassaði það með 64 bios og undervoltaði hressilega, skar gömlu vrm kæliblokkina til og notaði hana frekar en draslið sem kom með Morpheus (gerði þráð um ferlið hér https://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?t=79653) . Það boostar mikið hærra, eða um 300MHz hærra en það gerir á stock 56 bios án undervolt. Minnið náði ég upp úr 800MHz í 1100MHz sem er líka fáránlegt. En ég er svo mikill aumingi ég fæ verk í sálina ef hitinn fer yfir 80° þessvegna keyri ég þetta svona rólega. Svo spila ég bara smá wow, beat saber og path of exile núna og ekkert annað ](*,)

En auðvitað er vatn allt annar heimur. Ég hef bara ekki haft mig í það með alla flutningana sem tölvan mín hefur þurft að þola síðustu 4 árin.

Re: Indium í stað Thermal Paste !!! Kælikrem

Sent: Mið 12. Maí 2021 18:24
af jonsig
Dropi skrifaði:
En auðvitað er vatn allt annar heimur. Ég hef bara ekki haft mig í það með alla flutningana sem tölvan mín hefur þurft að þola síðustu 4 árin.
Nett WC kæling þyngir vélina aðeins ein þú mátt snúa henni á hvolf og hrista án þess að neitt gerist.