Síða 1 af 2
Siðferðislegt val á innlendri verslun
Sent: Fös 07. Maí 2021 08:38
af ABss
Góðan dag
Í ljós umræðna um Elko langar mig að athuga hvort þið hafið skoðanir á því hvaða verslun maður ætti að eiga viðskipti við, út frá samfélagslegri ábyrgð og almennu siðgæði.
Það liggur fyrir að kaupa tölvu- og skrifstofutengdanbúnað fljótlega. Engin milljóna-viðskipti en hvert maður sendir aurana sína skiptir máli.
Ég er fyrir norðan og hér eru: Tölvutek, Tölvulistinn og Elko. Ég er mjög ánægður að vera loksins kominn með Elko á svæðið en mig langar samt ekki endilega að missa hinar búðirnar. Það var nú eitthvað gjaldþrot/KT-flakk á annari þeirra fyrir nokkrum árum, ekki satt?
Við hverja þeirra myndið þið versla, út frá svona sjónarmiðum en ekki endilega harðri krónutölu?
Það er svo vissulega hægt að panta og fá sent, höfum það sem seinna umræðuefni. Ef það ætti/þyrfti að panta fra RVK, við hverja ætti maður að versla? Hver er litli kallinn, hver hefur mestu ástríðuna í þessu og hver á peningana skilið?
Re: Siðferðislegt val á innlendri verslun
Sent: Fös 07. Maí 2021 08:44
af Njall_L
ABss skrifaði:Það var nú eitthvað gjaldþrot/KT-flakk á annari þeirra fyrir nokkrum árum, ekki satt?
Tölvutek fór á hausinn 2019 og Origo (í gegnum Sense ehf) keypti meirihluta úr þrotabúinu og endurreisti reksturinn undir nafni Tölvutek aftur. Ekkert kennitöluflakk eða slíkt. Sjá frétt frá VB hér:
https://www.vb.is/frettir/samthykkja-ka ... ek/157850/
Út frá siðferðislegu sjónarmiði myndi ég sjálfur reyna að versla í heimabyggð við þá sem bjóða upp á þá vöru sem mig langar í. Ef varan sem mig langar í er ekki í boði, þá myndi ég leita annað.
Re: Siðferðislegt val á innlendri verslun
Sent: Fös 07. Maí 2021 08:46
af ABss
Njall_L skrifaði:ABss skrifaði:Það var nú eitthvað gjaldþrot/KT-flakk á annari þeirra fyrir nokkrum árum, ekki satt?
Tölvutek fór á hausinn 2019 og Origo (í gegnum Sense ehf) keypti meirihluta úr þrotabúinu og endurreisti reksturinn undir nafni Tölvutek aftur. Ekkert kennitöluflakk eða slíkt. Sjá frétt frá VB hér:
https://www.vb.is/frettir/samthykkja-ka ... ek/157850/
Út frá siðferðislegu sjónarmiði myndi ég sjálfur reyna að versla í heimabyggð við þá sem bjóða upp á þá vöru sem mig langar í. Ef varan sem mig langar í er ekki í boði, þá myndi ég leita annað.
Það leiðréttist hér með, takk fyrir það.
Ég er sammála þér með seinni punktinn, spurningin er því (sérstaklega í ljósi Elko umræðunnar og að það er víst í eigu Festis) við hverja af þessum þremur maður ætti að versla?
Siðferðislega, ekki endilega krónulega.
Re: Siðferðislegt val á innlendri verslun
Sent: Fös 07. Maí 2021 09:46
af appel
Það er mjög vandasamt að velja svona á grundvelli "siðferðis" þar sem það er mjög huglægt mat, og ekki alltaf svart/hvítt.
Er rétt að velja verslun sem selur sömu vöru dýrara verði heldur en verslun sem selur hana ódýrara á grundvelli huglægs siðferðislegs mats?
Segjum að verslunin sem selur hana ódýrara loki hreinlega bara útaf því að flestir versla af "sinni hverfisverslun" eða "grænu versluninni sem kolefnisjafnar", þá missir fólk tækifæri til að kaupa vöruna á ódýrara verði, jafnvel efnaminna fólk, og það neyðist til að kaupa af verslun sem er þóknanleg þér á dýrara verði. Er það siðferðislega verjandi?
Það er minnisstætt þegar einhver eldri maður á landsbyggðinni var spurður hver væri mesta lífskjarabótin sem hann hefði upplifað, það var þegar Bónus opnaði verslun í bænum. Væntanlega var Bónus í eigu Baugs á þessum tíma undir stjórn Jóns Ásgeirs, og á þeim tíma höfðu menn mikla skoðun á viðskiptasiðferðinu.
Svo lengi sem allir aðilar fylgja lögum þá ætti ekki að pæla of mikið í þessu.
Velja verslun með lægra verðið.
Re: Siðferðislegt val á innlendri verslun
Sent: Fös 07. Maí 2021 10:46
af DabbiGj
Veldu þá búð sem þjónustar þig best.
Ég er einn þeirra sem kvartaði yfir Elko og ég ber ekki neinn kala eða þykir það sem þeir gera vera siðferðislega rangt.
Þeir eru fyrirtæki sem telja það vera best fyrir sig að gera viðskiptavinum erfitt fyrir og koma upp vafa i huga þeirra um hvort að raftækin þeirra séu í ábyrgð jafnvel þótt það þýði að þeir tapi á því á endanum i kostnaði og töpuðum viðskiptum.
Elko hefur alveg hræðilegt úrval af tölvubúnaði og verri þjónustu þannig að ef þú ert að byggja þér borðtölvu verslar þú við þá verslun sem þér þykir best.
Ég t.d. reyni einsog ég get að beina viðskiptum mínum til Kísildals afþví að þar er öll þjónusta til fyrirmyndar og hef bara góða reynslu af þeim.
Re: Siðferðislegt val á innlendri verslun
Sent: Fös 07. Maí 2021 10:48
af Dropi
DabbiGj skrifaði:Ég t.d. reyni einsog ég get að beina viðskiptum mínum til Kísildals afþví að þar er öll þjónusta til fyrirmyndar og hef bara góða reynslu af þeim.
+1 Kísildal. Hef ekki notað þá fyrir persónuleg kaup (edit: ennþá) en þeir hafa bjargað árinu fyrir mér í vinnuni.
Re: Siðferðislegt val á innlendri verslun
Sent: Fös 07. Maí 2021 11:04
af oliuntitled
+1 á kísildal hér líka, versla sérstaklega minni hluti þar einsog snúrur og annað þar sem þeir eru ekki að okra á sínu verðlagi þar.
Annars hef ég mestmegnis verslað útfrá verði þar sem ég hef í gegnum áratugina verslað við flestallar verslanir og hef í raun ekki lent í neinu sérstaklega slæmu.
Eina slæma sem ég hef lent í var með gamla tölvulistann (uppúr 2000) þegar ég fékk gallað móðurborð hjá þeim, þeir áttu ekki replacement og létu mig fá inneign fyrir "gangverði" sem var 30% lægra en það sem ég borgaði fyrir borðið 4 mánuðum áður ... fór með það mál í neytendasamtökin sem redduðu þessu fyrir mig þá, ég verslaði ekki við tölvulistann fyrr en ég fór að versla þar uppúr 2017 fyrir fyrirtækið sem ég vinn hjá.
Re: Siðferðislegt val á innlendri verslun
Sent: Fös 07. Maí 2021 12:53
af machinefart
Set þessar búðir: Tölvutek, Tölvulistinn og Elko allar í sama flokk. Ég býst við því að þær reyni að halda þjónustu og góðvild í lágmarki - kaupi af þeim viðbúinn að það geti verið vesen að sækja ábygrð og sérstaklega ef það þarf að fara út í 5 ára regluna sem gildir um ákveðin raftæki, sú regla gildir náttúrulega ekki í borðtölvu. Ég hef mjög lítið samviskubit að versla af netinu frekar en í þessum búðum persónulega - en þær verðleggja sig ágætlega og því yfirleitt þægilegra að versla við þær heldur en netið.
Tek undir með Kísildal, finnst þeir alveg frábærir. En vandinn með þessar minni búðir er að maður veit ekki hvort þær séu kannski líklegri til að fara á hausinn á næstu X árum, það er líka risk factor þegar það kemur að ábyrgð. Kísildalur eru hinsvegar búnir að vera með okkur ansi lengi þannig það er kannski ekki sanngjarnt að setja þá í þann flokk.
Re: Siðferðislegt val á innlendri verslun
Sent: Fös 07. Maí 2021 13:34
af Klemmi
machinefart skrifaði:En vandinn með þessar minni búðir er að maður veit ekki hvort þær séu kannski líklegri til að fara á hausinn á næstu X árum, það er líka risk factor þegar það kemur að ábyrgð. Kísildalur eru hinsvegar búnir að vera með okkur ansi lengi þannig það er kannski ekki sanngjarnt að setja þá í þann flokk.
Hér á Vaktinni eru skráðar þrjár "litlar" búðir, tel Att ekki með þar sem þeir eru beintengdir Tölvulistanum og öllu því batterýi (Heimilistæki, Byggt & Búið, Rafland o.s.frv.):
- Tölvutækni - Kennitala frá 2004
- Kísildalur - Kennitala frá 2005
- Computer.is - Kennitala frá 2000
Nýlegasta gjaldþrotið er Tölvutek, umtalsvert stærri verslun með öflugra bakland og fyrrverandi forsprakka Tölvulistans í forsvari, þannig að ég á erfitt með að álíta sem svo að litlu verslanirnar séu líklegri til að fara á hausinn, held að það sé akkúrat öfugt. Það er minna overhead, húsnæðis- og starfsmannakostnaður og þess háttar hjá litlu verslununum, þær geta brugðist hraðar við breyttu umhverfi og betur hagað seglum eftir vindi.
Re: Siðferðislegt val á innlendri verslun
Sent: Fös 07. Maí 2021 14:32
af machinefart
Klemmi skrifaði:machinefart skrifaði:En vandinn með þessar minni búðir er að maður veit ekki hvort þær séu kannski líklegri til að fara á hausinn á næstu X árum, það er líka risk factor þegar það kemur að ábyrgð. Kísildalur eru hinsvegar búnir að vera með okkur ansi lengi þannig það er kannski ekki sanngjarnt að setja þá í þann flokk.
Hér á Vaktinni eru skráðar þrjár "litlar" búðir, tel Att ekki með þar sem þeir eru beintengdir Tölvulistanum og öllu því batterýi (Heimilistæki, Byggt & Búið, Rafland o.s.frv.):
- Tölvutækni - Kennitala frá 2004
- Kísildalur - Kennitala frá 2005
- Computer.is - Kennitala frá 2000
Nýlegasta gjaldþrotið er Tölvutek, umtalsvert stærri verslun með öflugra bakland og fyrrverandi forsprakka Tölvulistans í forsvari, þannig að ég á erfitt með að álíta sem svo að litlu verslanirnar séu líklegri til að fara á hausinn, held að það sé akkúrat öfugt. Það er minna overhead, húsnæðis- og starfsmannakostnaður og þess háttar hjá litlu verslununum, þær geta brugðist hraðar við breyttu umhverfi og betur hagað seglum eftir vindi.
Já bara mjög góður punktur, ég held þetta byggi meira á einhverjum fordómum í mér en öðru. En samt, ég hef alveg verslað við litlar búðir sem eru ekki til í dag, t.d. start.is og önnur í ármúlanum sem ég keypti laptop af, hvort hún hafi heitið task.is eða hvort það hafi verið einhver önnur. En já þær sem eru litlar og búnar að lifa lengi eru örugglega mjög solid. En í gegnum tíðina eru þónokkrar litlar búnar að koma og fara þó maður muni ekki nöfnin á þeim.
Re: Siðferðislegt val á innlendri verslun
Sent: Fös 07. Maí 2021 14:52
af Klemmi
machinefart skrifaði:Já bara mjög góður punktur, ég held þetta byggi meira á einhverjum fordómum í mér en öðru. En samt, ég hef alveg verslað við litlar búðir sem eru ekki til í dag, t.d. start.is og önnur í ármúlanum sem ég keypti laptop af, hvort hún hafi heitið task.is eða hvort það hafi verið einhver önnur. En já þær sem eru litlar og búnar að lifa lengi eru örugglega mjög solid. En í gegnum tíðina eru þónokkrar litlar búnar að koma og fara þó maður muni ekki nöfnin á þeim.
Já, það voru alveg nokkrar sem hafa horfið á síðustu 20 árum. Þetta er það sem ég man eftir:
- Task, ég er ekki alveg með það á hreinu hvernig það var, en mér fannst þeir alltaf vera að skipta um nafn... Task varð að Digital Task, sem síðar varð að Digital... úff man þetta ekki.
- Start hætti rekstri "nokkuð" nýlega, reksturinn gekk eitthvað brösulega og í lokin voru þeir að reyna að pivota yfir í að selja aðallega Dreamware fartölvur. Andri hér á Vaktinni þekkir söguna betur.
- Tölvuvirknin hans Björgvins Hólm breyttist í Ódýrið sem var í eigu Tölvutek, Björgvin opnaði svo Tecshop í skamman tíma, sem var ekki með lager heldur vörulista frá erlendum verslunum, svipað og kannski Coolshop í dag.
- Nördinn í Ármúla, sem var samt frekar verkstæði.
- Þór HF seldi minnir mig tölvuvörur en lögðu þá deild niður.
- Hugveri má ekki gleyma, sem höfðu Abit umboðið, sakna beggja.
- Boðeind, sem voru í Mörkinni, og höfðu Asus umboðið.
- Buy.is, ég ætla ekki að segja neitt um það af hræðslu við ákærur.
- Tæknival / Aco Tæknival
- BT og músin þeirra
Re: Siðferðislegt val á innlendri verslun
Sent: Fös 07. Maí 2021 14:53
af Hizzman
+kísildalur
góð þjónusta og þeir eru sanngjarnir í verðum, sérstaklega í aukadóti sem aðrir eru oftast að smyrja vel á
Re: Siðferðislegt val á innlendri verslun
Sent: Fös 07. Maí 2021 16:35
af rapport
Klemmi skrifaði:
Hér á Vaktinni eru skráðar þrjár "litlar" búðir, tel Att ekki með þar sem þeir eru beintengdir Tölvulistanum og öllu því batterýi (Heimilistæki, Byggt & Búið, Rafland o.s.frv.):
- Tölvutækni - Kennitala frá 2004
- Kísildalur - Kennitala frá 2005
- Computer.is - Kennitala frá 2000
Þetta eru uppáhalds búðirnarmínar að kíkja í ef ég á leið framhjá, Tölvutækni heimsæki ég sjaldnast en keypti mús í Kísildal fyriskemmstu þegar ég var í klippingu í sama húsi.
Ég vísaði tengdapabba á computer.is því hann vildi fyrir alla muni ekki kaupa sér ný sjónvörp þegar hann fékk sér nýjan afruglara sem bauð bara upp á HDMI og Computer.is græjaði allan andskotann tilk að hann gæti tengt nýja afruglarann við gamla TV kerfi í húsinu. Held að hann sé hooked á umbreytingaboxum og snúrum frá þeim, enda úrvalið ótrúlegt.
Tölvutækni var svo með bestu verðin í heimamesh reddingu vegna Covid sem hefur svínvirkað og ég hika ekki við að mæla með = TP-Link Deco.
Ég gæti ekki ímyndað mér að missa tölvuverslanir sem eru "sérverlsanir" og sitja eftir með ELKO og það er ekkert siðferðislegt við það. Þetta er eiginhagsmunasemi hjá mér, að vilja fá vitræna þjónustu og samtal við afgreiðsluborðið og það má alveg kosta auka, það er virðisaukandi þjónusta.
Það eru líklega ekki margir sem muna eftir Póst Mac sem auglýsti alltaf í smáauglýsingum DV og var á Snorrabrautinni, lítil tölvubúð með AMSTRAD vélar og tók að sér ða selja notaðar tölvur ofl. dóterý.
Re: Siðferðislegt val á innlendri verslun
Sent: Fös 07. Maí 2021 17:04
af gorkur
Klemmi skrifaði:Þór HF seldi minnir mig tölvuvörur en lögðu þá deild niður.
Þig minnir rétt, þeir voru með umboðið fyrir Commodore í denn
Re: Siðferðislegt val á innlendri verslun
Sent: Fös 07. Maí 2021 17:40
af thrkll
Annars vegar held ég að að almennt séð sé gott að stunda viðskipti við litla manninn (þ.e. frekar versla við Kísildal en Elko t.a.m.). Með því að styrkja stöðu lítilla fyrirtækja stuðlar maður að aukinni samkeppni á markaði. Fleiri fyrirtæki þýðir meiri samkeppni sem skilar sér í auknum hag neytenda.
Á hinn bóginn verður maður að hugsa út í eignarhald þessara fyrirtækja. Stóru verslanirnar eru að stórum hluta í eigu lífeyrissjóðanna (Festi á Elko, Origo á Tölvutek) og þar að auki eru þessi fyrirtæki skráð á markað. Að þessu leiti veit maður nokkurn veginn í hvað peningarnir manns fara þegar maður verslar við þessi fyrirtæki og í einhverjum skilningi er það manns eigin hagur. Eigendur litlu fyrirtækjanna eru hins vegar bara örfáir einstaklingar (sem þarf þó ekki að vera slæmt í sjálfu sér.)
Re: Siðferðislegt val á innlendri verslun
Sent: Fös 07. Maí 2021 18:04
af vesi
appel skrifaði:
Það er minnisstætt þegar einhver eldri maður á landsbyggðinni var spurður hver væri mesta lífskjarabótin sem hann hefði upplifað, það var þegar Bónus opnaði verslun í bænum. Væntanlega var Bónus í eigu Baugs á þessum tíma undir stjórn Jóns Ásgeirs, og á þeim tíma höfðu menn mikla skoðun á viðskiptasiðferðinu.
Þetta segir móðir mín líka, engin launahækun eða annað komst nálægt þessari kjarabót.
Re: Siðferðislegt val á innlendri verslun
Sent: Fös 07. Maí 2021 18:35
af urban
vesi skrifaði:appel skrifaði:
Það er minnisstætt þegar einhver eldri maður á landsbyggðinni var spurður hver væri mesta lífskjarabótin sem hann hefði upplifað, það var þegar Bónus opnaði verslun í bænum. Væntanlega var Bónus í eigu Baugs á þessum tíma undir stjórn Jóns Ásgeirs, og á þeim tíma höfðu menn mikla skoðun á viðskiptasiðferðinu.
Þetta segir móðir mín líka, engin launahækun eða annað komst nálægt þessari kjarabót.
Mikið til í þessu, reyndar var það krónan sem að kom hérna í eyjum á sínum tíma, bónus kom ekki fyrr en fyrir nokkrum árum, en ég man ennþá hvað það munaði miklu að versla í krónunni á móti hinum verslununm í bænum.
Einsog staðan er núna er það líka bara Krónan og Bónus, vissulega saknar maður alveg "kaupmannsins á horninu" sem að var hérna, en ég er bara ekki tilbúin til þess að borga 30+% hærra verð fyrir matinn til þess að halda honum gangandi.
Re: Siðferðislegt val á innlendri verslun
Sent: Lau 08. Maí 2021 09:25
af rapport
Svona lágvöruverðs hugsun á ekki alltaf við og getur í raun drepið bæjarfélög sem standa höllum fæti því hagnaðurinn verður til í öðru póstnúmeri.
Þetta er t.d. ástæðan fyrir því að útgerðir gera kröfu um að áhafnir séu með lögheimili í sveitafélaginu þó þær búi svo annarstaðar, svo útsvarið rati í heimabyggð.
Í Vestmannaeyjum eru víst svona algengt.
Þetta truflar heimilislíf því þeir geta stundum jafnvel ekki gifst, skilnaðarmál, forsjármál verða erfiðari en einnig er algengt að leikskólar og aðrir tilkynninum möguleg bótasvik þegar fólk skráir sig ekki í sambúð en býr saman og er með börn.
Þetta er samt skiljanlegt upp að vissu leiti.
Það eru ótrúlegar sumar sögurnar sem maður hefur heyrt.
Re: Siðferðislegt val á innlendri verslun
Sent: Lau 08. Maí 2021 23:15
af urban
rapport skrifaði:Svona lágvöruverðs hugsun á ekki alltaf við og getur í raun drepið bæjarfélög sem standa höllum fæti því hagnaðurinn verður til í öðru póstnúmeri.
Þetta er t.d. ástæðan fyrir því að útgerðir gera kröfu um að áhafnir séu með lögheimili í sveitafélaginu þó þær búi svo annarstaðar, svo útsvarið rati í heimabyggð.
Í Vestmannaeyjum eru víst svona algengt.
Þetta truflar heimilislíf því þeir geta stundum jafnvel ekki gifst, skilnaðarmál, forsjármál verða erfiðari en einnig er algengt að leikskólar og aðrir tilkynninum möguleg bótasvik þegar fólk skráir sig ekki í sambúð en býr saman og er með börn.
Þetta er samt skiljanlegt upp að vissu leiti.
Það eru ótrúlegar sumar sögurnar sem maður hefur heyrt.
Auðvitað eru plúsar og mínusar við þetta allt saman.
En málið er bara að það er takmarkaður hagnaður að færast annað, vissulega eru þessar búðir ekki í góðgerðarstarfsemi, en málið er bara að kaupmaðurinn á horninu er bara ekkert að fá vöruna á sama verði og risarnir á matvælamarkaðinum.
Semsagt þessi 30+% sem að ég er að borga minna í matvæli núna, voru ekkert að fara beint í vasa kaupmannsins, langstærstur hluti af þeim voru að fara burtu úr bæjarfélaginu hvort sem er.
Fyrir utan að þó svo væri, þá er ég ekkert tilbúin að borga 1.3 millur á ári fyrir það sem að þú átt kost á að fá á milljón, bara til þess að ein fjölskylda hérna í eyjum hagnist um hann, ég bara því miður hef ekki efni á því, svona fyrir utan að það vinna mun fleiri hjá bónus núna en unnu hjá Vöruval (kaupmanninum á horninu) þegar að hann var opinn, þannig að það er meira útsvar að verða eftir í bænum.
Núna aftur á móti hef ég þann 300 þús kall í að eyða frekar í önnur fyrirtæki, peningurinn er semsagt ekkert endilega að fara úr bænum í rauninni, hann er bara að fara í fleiri fyrirtæki, ég hef meiri pening að eyða í matsölustaðina t.d.
Get semsagt haldið uppi fleiri fyrirtækjum en ég gerði áður.
Þetta með útgerðirnar er síðan mjög skiljanlegt þar sem að ef að útgerðir eru að fara fram á þetta, þá eru þær einmitt einsog þú segir, bara að halda útsvarinu á eyjunni, það er algerlega bara verið að hugsa um heimabyggð, sem að mér finnst persónulega hið besta mál.
semsagt í rauninni svipað consept og að versla bara hjá kaupmanninum en ekki risanum sem að kemur ofan af landi.
Já og þú veist greinilega meira um þetta en ég ef að þú segir að það hafi verið töluvert um þetta, þar sem að ég veit fyrir víst að þetta var ekki svona hjá stjóru útgerðunum tveim hérna(gæti þó hafa breyst, það eru nokkur ár síðan að þetta var(félagi minn bjó uppi á landi, með lögheimili þar og vann hjá þeim til skiptis)), hjá 2 öðrum þá voru/eru nær eingöngu heimamenn og þá eru þær einfaldlega ekkert mjög margar eftir.
Veit ekki með Berg Huginn, þar kæmi mér þetta bæði ekkert á óvart og mjög á óvart, þar sem að það eru heimamenn að reka fyrirtækið, en það er í eigu Síldarvinnslunnar á Norðfirði.
Sjálfur hafði ég síðan bara ekkert hugsað út í vandamál fólks í sambandi með þetta, þekki þá hlið bara akkúrat ekki neitt, en það hlýtur nú að lagast eitthvað með t.d. reglum um tvöfalt heimilisfang barna t.d.
En síðan er náttúrulega það vandamál einstaklinganna ef að þau eru að stunda bótasvik með þessu, þá er það eitthvað sem að má bara alveg stoppa.
Re: Siðferðislegt val á innlendri verslun
Sent: Sun 09. Maí 2021 03:05
af DJOli
Ætli meðmæli mín til einstaklinga séu ekki eitthvað svona:
Ef þú ert að leita að vöru á lægsta verðinu, kíktu í Att (það flöktir þó svolítið, sérstaklega í seinni tíð)
Ef þú ert að leita að fyrirtæki sem sér um þig og heldur í hendina á þér ef eitthvað kemur uppá, kíktu í Kísildal.
Hugsa að ég hafi örugglega sent uþb 10 manns í Kísildal með hnjaskaðar fartölvur síðastliðin 10 ár, og ekkert heyrt annað en gleðisögur.
Sparaði einnig tveimur einstaklingum uþb 100-120.000kr í fyrra vegna kaupa á tölvum frá Kísildal til samanburðar við vélar sem báðir einstaklingar voru að spá í, sem voru á sölu hjá Origo. Snérist málið þá um namebrand vs. noname á umboði tölvubúnaðar.
Re: Siðferðislegt val á innlendri verslun
Sent: Sun 09. Maí 2021 11:20
af rapport
urban skrifaði:En síðan er náttúrulega það vandamál einstaklinganna ef að þau eru að stunda bótasvik með þessu, þá er það eitthvað sem að má bara alveg stoppa.
Ég sagði ekki að þau væru að stunda bótasvik, en fyrir fólk sem þekkir ekki aðstæður þá lookar það alltaf þannig.
Spurði félaga minn út í þetta í gær og hann sagði að þetta væri ekki svona hjá þeim lengur eftir að þau giftust.
Bróðir minn er svo á Blæng í dag en leysti af á Dala Rafni áður en Ísfélagið keypti þá. Það var aldrei vesen, allt traust og flott.
Ég dett bara inn í þessar umræður í barnaafmælum, útskriftum og fermingum... þannig að þetta eru ekki nýjustu fréttir hjá mér.
Re: Siðferðislegt val á innlendri verslun
Sent: Sun 09. Maí 2021 11:35
af Hjaltiatla
ABss skrifaði:
Við hverja þeirra myndið þið versla, út frá svona sjónarmiðum en ekki endilega harðri krónutölu?
Þau sem bjóða uppá bestu þjónustuna því ef ég er að leita að besta verðinu þá get ég oftar en ekki pantað á netinu og fengið betri verð.
Það er ansi margt sem maður getur leitað sér upplýsingar um á netinu og pantað af einhverjum erlendum Risa og fengið betri verð (skiptir líka máli).Þá er þetta orðið eins konar sjálfsafgreiðsla og þá þarf maður að pæla í ábyrgðarpartinum sjálfur.
Persónulega held ég að mesta Value-ið af þessum verslunum er Elko því þeir eru með allt þunga stöffið sem er erfitt að panta af netinu
Edit: GuðjónR er pottþétt sammála með Elko
Re: Siðferðislegt val á innlendri verslun
Sent: Sun 09. Maí 2021 13:09
af thrkll
Hjaltiatla skrifaði:
Þau sem bjóða uppá bestu þjónustuna [...]
Það er eitt að vita hver besti dílinn er og hvar manns eigin hagur liggur. En það er líklega aðeins önnur spurning en hvar sé siðferðilega rétt að versla.
Ef Elko myndi til dæmis bjóða upp á langbestu þjónustuna í krafti launaþjófnaðar eða mansals gæti það hvort tveggja verið frábær viðskipti fyrir þig en jafnframt fullkomlega ósiðleg.
Re: Siðferðislegt val á innlendri verslun
Sent: Sun 09. Maí 2021 13:24
af Hjaltiatla
thrkll skrifaði:Hjaltiatla skrifaði:
Þau sem bjóða uppá bestu þjónustuna [...]
Það er eitt að vita hver besti dílinn er og hvar manns eigin hagur liggur. En það er líklega aðeins önnur spurning en hvar sé siðferðilega rétt að versla.
Ef Elko myndi til dæmis bjóða upp á langbestu þjónustuna í krafti launaþjófnaðar eða mansals gæti það hvort tveggja verið frábær viðskipti fyrir þig en jafnframt fullkomlega ósiðleg.
Ok það er valid punktur.
Ég var meira að fókusa á Value + Samfélagslega ábyrgð ( að því leiti hvað myndi henta mér best ef ég byggi útá landi og væri að vonast eftir því að verslunin myndi lifa þar sem ég verslaði).
Re: Siðferðislegt val á innlendri verslun
Sent: Sun 09. Maí 2021 20:55
af DabbiGj
Klemmi skrifaði:
Buy.is, ég ætla ekki að segja neitt um það af hræðslu við ákærur.
Ég frussaði frekar duglega