Síða 1 af 2
Skjákort
Sent: Þri 12. Júl 2005 01:53
af Hadez
Ætti maður að skella sér á 7800 gtx eða bíða eftir einhverju frá ati.Hvað ætli nýja ati kortið myndi kosta og hvenær kemur það út?
Sent: Þri 12. Júl 2005 07:39
af gnarr
það mun nánast 100% kosta 599$ eins og alltaf. Ég held að það sé ekki kominn neinn release date á það.
Sent: Lau 08. Okt 2005 22:27
af Stutturdreki
x1800xl kortið er til á newegg.com, $450 minnir mig, en x1800xt á ekki að koma fyrr en í nóvember..
Sent: Lau 08. Okt 2005 23:19
af CraZy
en hverju munduð þið mæla með sem mid-range núna? 6800gt? og er einhvað annað sem maður ætti að bíða eftir?
Sent: Lau 08. Okt 2005 23:29
af Veit Ekki
6600 GT allavega ef þú ert að leita að einhverju frekar ódýru. Hef allavega heyrt marga tala vel um það kort.
Sent: Lau 08. Okt 2005 23:34
af CraZy
já það er kanski aðeins of low,samt draumur miðað við 4200ti..

Sent: Mán 10. Okt 2005 13:29
af MuGGz
CraZy skrifaði:já það er kanski aðeins of low,samt draumur miðað við 4200ti..

persónulega myndi ég ekki fara kaupa mér neitt midle range skjákort núna, allavega ekki nýtt ..
Sent: Mán 10. Okt 2005 13:32
af gnarr
afhverju ekki?
Sent: Mán 10. Okt 2005 16:20
af kristjanm
Ég held að ég eigi eftir að kaupa mér mid-range kort frá ATI þegar það verður komið á markaðinn hér á landi.
Er með nýlegan 19" LCD skjá sem ég ætla mér að eiga í nokkur ár, þannig að mid-range kort ætti að ráða við flesta leiki í 1280x1024 allan þann tíma

Sent: Mán 10. Okt 2005 16:23
af Yank
Sparaðu þér 10 þúsund kall.
http://start.is/product_info.php?cPath= ... ts_id=1189
ups þessi þráður er frá 12 júli

Sent: Mán 10. Okt 2005 16:32
af CraZy
whaaa er 7800 orðið svona ódyrt..

Sent: Mán 10. Okt 2005 19:28
af Hörde
CraZy skrifaði:whaaa er 7800 orðið svona ódyrt..

Aldrei nokkurn tíma kalla 35þús. kall ódýrt. Meira að segja þegar dollarinn var í 100-110 kalli kostuðu 400$ kortin "ekki nema" upp úr 40þús. hér á landi. Og þegar hann féll stóð verðlagningin í stað. Það eru ekki Start og Tölvuvirkni sem eru að selja kortin ódýrt, heldur allar hinar að selja þau svo dýrt.
35þús. kall er svo sem alveg "sanngjarnt" eða "ásættanlegt", en það er ekki "ódýrt".
Sent: Þri 11. Okt 2005 17:51
af wICE_man
Hörde skrifaði:CraZy skrifaði:whaaa er 7800 orðið svona ódyrt..

Aldrei nokkurn tíma kalla 35þús. kall ódýrt. Meira að segja þegar dollarinn var í 100-110 kalli kostuðu 400$ kortin "ekki nema" upp úr 40þús. hér á landi. Og þegar hann féll stóð verðlagningin í stað. Það eru ekki Start og Tölvuvirkni sem eru að selja kortin ódýrt, heldur allar hinar að selja þau svo dýrt.
35þús. kall er svo sem alveg "sanngjarnt" eða "ásættanlegt", en það er ekki "ódýrt".
Það er allt í lagi að vera vitlaus, svo lengi sem menn halda sig á Huga eða BT-spjallinu, hérna er lágmark að kunna smá stærðfræði.
Ef að dollarinn væri 100-110kr (hvenær sem það var) þá væru búðir ekki að selja 400$ kort á 40.000 kall þar sem að þá væru þær að koma út í bullandi tapi. Reiknum þetta út:
400$ * 110kr/$ * 1.245 (vsk) = 54780Kr
Og þá á söluaðilinn eftir að taka eitthvað smá til að lifa á

Hann væri semsagt að tapa tæpum 15.000 kalli á hverju korti, COME ON!
Staðreyndin er sú að verðin eru samkeppnishæfari nú en nokkru sinni fyrr. Þú verður að athuga að menn þurfa að borga laun og annan rekstrarkostnað, síðan verða alltaf afföll og afskriftir sem velta út í verðlagið. Ég er ekki að segja að verðið gæti ekki batnað, (það er lengi pláss fyrir endurbætur) heldur einfaldlega að það eru ástæður fyrir verðinu og sú ástæða er ekki skortur á samkeppni. Hún er meiri á þessum markaði en nokkrum öðrum smásölumarkaði hérlendis.
Önnur ástæða fyrir því að verðlagning virðist standa í stað er sú að búðir liggja oft á smá lager af vöru og þó hún lækki í innkaupum þá kemur það ekki fram í verðlaginu hérna heima fyrr en búðirnar hafa losað sig við þann lager sem var fyrir.
Gerðu það fyrir okkur Hörde, næst þegar þú ætlar að vera svona sniðugur, haltu því þá fyrir þig sjálfan

Sent: Þri 11. Okt 2005 19:46
af Hörde
Tja, ef þú ætlar að vera með kjaft, þá ættirðu líka fyrst að vita að þegar MSRP er 400$, þá er það eitthvað sem framleiðandinn mælir með, en ekki eitthvað sem endursöluaðilar þurfa endilega að fara eftir. Og ef þú ætlar að byggja þinn málstað á því að endursöluaðilar kaupi sínar vörur á MSRP, þá ert það þú sem ættir að kynna þér hagfræði, í stað þess að reyna að vera "sniðugur".
Það vill líka svo skemmtilega til að ég KEYPTI fullt af þessum kortum. Ég keypti 250$ TNT2 Ultra kortið mitt á 25þús. sumarið 1999, GeforceDDR kortið (sem var þá fallið í ca. 200$) á 20þús. sumarið 2000. Síðan þegar ég keypti Geforce TI4200 kortið mitt sumarið 2002, sem var með MSRP upp á 179$, þá kostaði það 25þús kall. Þetta ár stóð dollarinn í 85 kalli.
Í stuttu máli:
1999: 250$ x 85 = 21.250 - Ég kaupi á ca. 25þús. (TNT2 Ultra)
2000: 200$ x 90 = 18.000 - Ég kaupi á ca. 20þús. (Geforce DDR)
2002: 179$ x 85 = 15.215 - Ég kaupi á ca. 25þús. (Geforce4 Ti4200)
2005: 350$ x 62 = 21.700 - Ég kaupi á ca. 35þús. (Geforce 7800GT)
Ætlarðu núna virkilega að segja mér að þú sjáir EKKERT misræmi í þessu? Jafnvel þó dollarinn hafi verið heilum 37% hærri árið 2002 en hann er í dag?
Leggðu alla vega frá þér pípuna og kynntu þér málin áður en þú reynir að slá um þig með þykjustuþekkingu og dónaskap.
Sent: Mið 12. Okt 2005 00:36
af wICE_man
Talandi um þykjustuþekkingu.
Í fyrsta lagi tókst þú aldrei fram að þú værir að tala um MSRP enda er það 450$ á 7800GT en ekki 400$ samkvæmt NVIDIA þegar einhver segir "400$ kortin" þá ætla ég að viðkomandi sé að tala um kort sem kosta 400$ sérstaklega þegar að fyrri bréf í umræðunni hafa verið að tala um verð út úr búð.
Í öðru lagi fór gengi dollarsins aldrei yfir 76kr árið 1999 skv. tölum seðlabanka Íslands.
Í þriðja lagi var MSRP á TNT2 Ultra 229$ sem þýðir að innkaupsverð á Íslandi hefur verið ca. 230*76=17.500kr þ.e. 43% álagning m.v. MSRP.
Ég leyfi mér að taka 20.000 kallinum fyrir GeForce DDR kortið með fyrirvara. Ég bjó úti í Noregi á þessum tíma svo ég þekki ekki hvernig verðlagið hér heima var þá en þetta kort var talsvert dýrara þar ytra (og við það að detta út úr sölu). Dollarinn NB var 80kr þetta sumar, hann fór ekki upp í 90kr fyrr en um haustið skv. skráningu seðlabankans. Samkvæmt þessum tölum þínum hefði söluaðilinn þurft að borga um 2500 kall með kortinu svo að annað hvort hefurðu fengið það á góðri útsölu eða að þú hafir keypt það dýrara og manst þetta vitlaust.
Ég sé fullt af misræmum í þessu, að ofantöldu undanskildu þá sé ég að verðið á Ti4200 kortinu þ.e. 67% álagning á meðan að álagningin er ca. 25% á 7800GT í dag m.v. MSRP.
Dæmin þín ganga einfaldlega engan veginn upp (t.d. miskunsami sölumaðurinn sem á að hafa borgað þér 2500kr með fína skjákortinu þínu sem og skyndileg okrunarstarfsemi á Ti4200 þegar að álagningin hafði verið svona lág áður) en svona gerist hjá okkur gömlu köllunum þegar við förum að rifja upp gamla daga. Þess vegna slæ ég ekki um mig með tölum nema að kanna fyrst hvort ég sé að muna rétt og reyni að tilgreina hvað ég er nákvæmlega að tala um. Í þessu tilfelli er það því miður erfitt að nálgast áreyðanlegar upplýsingar um verð hér heima og ytra frá þessum tíma.
Fyrirgefðu ef ég hef verið með dónaskap við þig, ég hefði alveg mátt orða fyrstu settninguna kurteisar. Ég verð bara svona þegar mér finnst hlutum slengt fram á óraunsæjan og villandi hátt. Þetta var illa tilgreint hjá þér og ég las þetta í samhengi við umræðuna þar sem var verið að tala um söluverð í verslunum en ekki MSRP.
Sent: Mið 12. Okt 2005 01:50
af Hörde
Ég er heldur ekki að halda því fram að kortin lækki ekki í verði. 7800GT eru búin að lækka niður í 350$ úti, en TNT2 Ultra kortið sem ég keypti hafði ekki gert það. Þetta snýst ekkert um að bæði verð séu miðuð við MSRP, heldur það verð sem var sett á úti, miðað við verð hér á landi, þegar kortin voru keypt.
Það sem ég er að reyna að benda á er að endurseljendur kaupa ekki kortin inn á MSRP (Manufacturer's Suggested Retail Price) verði. Þess vegna geturðu ekki miðað við MSRP þegar þegar þú talar um álagningu á Íslandi. Þú þarft að miða álagninguna við innkaupsverð, sem er töluvert lægra en MSRP hér á landi, eins og hvar sem er annars staðar.
Aðalpointið er að árið 1999 kostaði 250$ kort 25.000 kall, á meðan 350$ kort kostar 35.000 kall í dag, jafnvel þó dollarinn hafi verið 22% dýrari árið 1999. Dollarinn hefur fallið í verði, án þess að endanlegt söluverð endurspegli það.
Sent: Mið 12. Okt 2005 12:44
af wICE_man
Þú heldur áfram að tala um MSRP á TNT2 kortinu (sem var eins og ég var búinn að benda á 230$) en lægsta söluverð á 7800GT kortinu og það er það sem er að valda þessari skekkju.
Það sem ég held að þú sér ekki að skilja er að íslenskar tölvubúðir eru svo smáar á heimsmælikvarða að þær geti ekki keypt inn í nógu miklu magni svo að þær verða að kaupa af dreyfingaraðilum sem leggja sína álagningu á vöruna. Búðirnar sem þú ert að miða við úti í bandaríkjunum eru að kaupa beint af framleiðanda og geta í þokkabót pressað út góðan díl hjá þeim, svona svipað og þegar að Bónus kaupir kókflöskuna á 100kr á meðan að kaupmaðurinn á horninu kaupir hana á 200kr.*
Við þetta bætist svo á VSK og álagning smásöluverslananna hér á landi sem er sennilega 30-35%. Miðað við reynslu mína af öðrum sérvöruverslunum er álagnin oft 50% og þar yfir. Þetta komast tölvubúðir að sjálfsögðu ekki upp með þar sem tölvunörd eru upplýstari en flestir um þessi mál og hafa betra aðgengi að upplýsingum.
*Þetta eru tilbúin verð og eiga sér enga sérstaka stoð í raunveruleikanum.
Sent: Mið 12. Okt 2005 12:46
af kristjanm
Ég held ég geti næstum því fullyrt það að "kaupmaðurinn á horninu" kaupir kókflöskuna beint frá Vífilfelli.
Edit: Þótt það komi málinu svo sem ekkert við

Sent: Mið 12. Okt 2005 13:12
af Stutturdreki
kristjanm skrifaði:Ég held ég geti næstum því fullyrt það að "kaupmaðurinn á horninu" kaupir kókflöskuna beint frá Vífilfelli.
Edit: Þótt það komi málinu svo sem ekkert við

Held að wIcE_man hafi verið að reyna að segja að ef þú getur keypt 1 kókdós á 200kr/stk. en 1.000.000 kókdósir á 100kr/stk. Eða með öðrum orðum magninnkaup.
Það eru margar búðir hérna heima sem kaupa beint frá framleiðandanum, Start og Task flytja eitthvað inn sjálfir og örugglega fleirri. En meðan þeir eru að kaupa kannski 5-10 stk. í einu af einhverri vöru er kannski netverslun í BNA eins og newegg að kaupa 100-1000stk. á sama tímabili.
Hinsvegar er alveg fáránlegt að hlutur sem kostar kannski $400 dollara í BNA í smásölu kosti næstum tvisvar sinnum meira hérna heima. Það er næstum alveg örugglega 50% smásöluálagning erlendis líka.
Td. var ég að kaupa mér x850xt pe (
AGP) á newegg.com á 358.99 með sendingar kostnaði. Með Shopusa væri það komið til mín á 33.664kr en kostar frá 41.950kr til 56.990kr út úr búð hérna heima. Ég er hinsvegar með 'burðardýr' sem kemur með þetta heim á um 21þ., sem er meira að segja undir tollmörkum.
Auðvitað eru til dýrari útgáfur af þessu skjákorti, dýrasta á newegg.com er á $532 (
PCI-e kort) (
sem er dýrara en x1800xl!!!) og er samt ódýrara heldur allstaðar hérna heima nema hjá Tölvuvirkni.
Sent: Mið 12. Okt 2005 16:31
af kristjanm
Ahm held að það sé ekkert mál að fullyrða að það er mikil álagning á tölvubúnað hérlendis.
En annars er ég alls ekki að kvarta undan því. Þessar tölvuverslanir virkilega þurfa að leggja svona mikið á vörurnar til að komast af.
Hefur einhver hugsað út í hvað verslanir eins og tölvuvirkni, start og task eru í rauninni litlar?
Við þurfum bara að fá einhverja stærri playera hérna á markaðinn til þess að fá hlutina á lægra verði.
Sent: Mið 12. Okt 2005 17:25
af CendenZ
Girl fight

Sent: Mið 12. Okt 2005 20:49
af gnarr
sem myndi ekki gera neitt nema að drepa litlu búðirnar og hækka svo verðið aftur..
Sent: Mið 12. Okt 2005 21:38
af kristjanm
Já það gæti farið þannig.
En það væri mikið betra fyrir okkur að hafa fáar stórar búðir í samkeppni en 20 litlar bara á höfuðborgarsvæðinu.
Sent: Mið 12. Okt 2005 22:02
af gnarr
hvernig færðu það út?
Sent: Mið 12. Okt 2005 22:13
af ICM
ísland er svo pínulítið, OF mikil samkeppni getur verið skaðleg þó samkeppni sé yfirleitt af hinu góða