Síða 1 af 1
Ykkar álit á þessari leikjafartölvu?
Sent: Fim 29. Apr 2021 09:43
af destinydestiny
Sælir og sælar
sorry fyrir lélegan titil en ég er búinn að vera leita í smá tíma af réttu leikjafartölvuni og rakst á þessa á bland
https://bland.is/til-solu/raftaeki/tolv ... 1/4420691/ sem mér finnst áhugaverð og henntar mér frekar vel hvað varðar stærð og specca. Er þetta sanngjarnt verð fyrir svona vél því ég sé að þetta er betri tölva en elko er að auglýsa á sama pening , er hægt að gera betri díla á leikjafartölvu fyrir þennan pening?
Mig vantar álit frá ykkur meisturunum.
Re: Ykkar álit á þessari leikjafartölvu?
Sent: Fim 29. Apr 2021 10:05
af Gazze94
er nokkuð viss um að þetta sé bara allt í lagi díll, getur fengið 17" tommu hjá origo með betra skjákorti fyrir 50 k minna , og miðað við að hún er ekki til hjá elko og skort á öllu sílíkoni í dag , þá lookar þetta bara ágætlega ef þessi vél hentar þér .
Re: Ykkar álit á þessari leikjafartölvu?
Sent: Fim 29. Apr 2021 11:53
af destinydestiny
Gazze94 skrifaði:er nokkuð viss um að þetta sé bara allt í lagi díll, getur fengið 17" tommu hjá origo með betra skjákorti fyrir 50 k minna , og miðað við að hún er ekki til hjá elko og skort á öllu sílíkoni í dag , þá lookar þetta bara ágætlega ef þessi vél hentar þér .
Já pæling með þessa hjá origo, betra skjákort en ekki eins góður örri. Minni harður diskur og of stór skjár.. hmm
Re: Ykkar álit á þessari leikjafartölvu?
Sent: Fim 29. Apr 2021 13:04
af peturthorra
Pantaðu hana á amazon og sparaðu þér 50k
Re: Ykkar álit á þessari leikjafartölvu?
Sent: Fim 29. Apr 2021 13:28
af destinydestiny
peturthorra skrifaði:Pantaðu hana á amazon og sparaðu þér 50k
Já var búinn að skoða þennan option en finnst þeir fáu sem eru að selja hana þar ekki virkar nógu traustvekjandi. Í reviews er fólk að tala um að það hafi ekki fengið tölvuna eða sendingakostanður sé meiri en er gefinn upp
En skoða þetta betur, takk fyrir ábendinguna.
Re: Ykkar álit á þessari leikjafartölvu?
Sent: Fös 30. Apr 2021 09:32
af Dr3dinn
Myndi aldrei fá mér leikjafartölvu og lít á svoleiðis "orðræðu" sem sölutrik.
Borðtölvur kosta lítið/minna í samanburði og oftast rústa þessu fartölvum longterm og auðveldara að uppfæra (sem er ekki hægt með fartölvur)
Að sjá skólakrakka kaupa dýrari vélar til að geta spilað leiki og stunda nám....lenda margir í veseni með hita/performance eftir 1-2ár.
(batterís ending er oft slakari enda öflugri búnaður)
Alvöru borðtölva og létt/ódýr fartölva fyrir vinnu/skóla væri frekar leiðin.
(segir sá sem er að vinna á 2x öflugum borðvélum og 2x fartölvum)
Re: Ykkar álit á þessari leikjafartölvu?
Sent: Fös 30. Apr 2021 12:21
af destinydestiny
Dr3dinn skrifaði:Myndi aldrei fá mér leikjafartölvu og lít á svoleiðis "orðræðu" sem sölutrik.
Borðtölvur kosta lítið/minna í samanburði og oftast rústa þessu fartölvum longterm og auðveldara að uppfæra (sem er ekki hægt með fartölvur)
Að sjá skólakrakka kaupa dýrari vélar til að geta spilað leiki og stunda nám....lenda margir í veseni með hita/performance eftir 1-2ár.
(batterís ending er oft slakari enda öflugri búnaður)
Alvöru borðtölva og létt/ódýr fartölva fyrir vinnu/skóla væri frekar leiðin.
(segir sá sem er að vinna á 2x öflugum borðvélum og 2x fartölvum)
Ok meikar sense ,takk fyrir gott input.
Re: Ykkar álit á þessari leikjafartölvu?
Sent: Fös 30. Apr 2021 14:52
af Dropi
Dr3dinn skrifaði:(segir sá sem er að vinna á 2x öflugum borðvélum og 2x fartölvum)
Sammala þér.
Ég rek mína leikjatölvu, mikið öflugri vinnutölvu og tvær nettar fartölvur fyrir mig og konuna, i7 ultrabooks (eina dell eina xiaomi). Í raun er kærastan komin með fleiri tölvur en ég, hún er með fartölvu, vinnufartölvu, og borðtölvu! Keypti handa henni lítinn KVM switch til að létta henni lífið.
Þetta er leiðin. Ein "leikjafartölva" sem á að geta allt, gerir ekkert vel og eldist mjög illa.