Starlink
Sent: Mán 26. Apr 2021 09:57
Vitið þið hvort Starlink hefur verið tekið í notkun á Íslandi? Erum við á þeirra þjónustusvæði? Er búnaðurinn löglegur á Íslandi?
4G er rusl, miklu verri þjónusta og hægara en Wifi'ið mitt.jonfr1900 skrifaði:Þeir eru ekki með tíðnileyfi á EES/ESB svæðinu. Það tekur tíma að fá slíkt á öllum Evrópska markaðinum. Þetta er annars slæm þjónusta og miklu hægara en 4G samband á Íslandi.
WiFi er staðbundið og ferðast mun minni vegalengd en 4G merki. Hraðinn er samt mjög svipaður eða um 100Mbps á hver 20Mhz (LTE) miðað við WiFi n/ac staðla (802.11ac / 802.11n). Nýjustu uppfærslur á 4G færa hraðann nærri því að 200Mbps þegar LTE-A er notað.Henjo skrifaði:4G er rusl, miklu verri þjónusta og hægara en Wifi'ið mitt.jonfr1900 skrifaði:Þeir eru ekki með tíðnileyfi á EES/ESB svæðinu. Það tekur tíma að fá slíkt á öllum Evrópska markaðinum. Þetta er annars slæm þjónusta og miklu hægara en 4G samband á Íslandi.
edit stafsetning
Líka í löndum sem restricta internetið mikið, t.d. í Kína og þvíumlíkt löndum.Dropi skrifaði:Þetta verður bylting fyrir flug og skipaferðir, en við erum með svo góðan fíber infrastrúktúr hér að almennir borgarar eru ekki að fara að kaupa þetta mikið hérlendis nema þú sért mikið uppi á hálendi og á fjöllum, þá verður hægt að skella þessu á þakið á bíl í framtíðinni. Þetta er brjáluð bylting miðað við verðið á almennu VSAT í commercial geiranum, sem ég þekki mjög vel í skipum, þar geta loftnetin kostað 3-5 milljónir og þjónustan 100-200 þús á mánuði þar sem þú deilir kannski 1-2Mb/s link með 10 öðrum skipum - með 10-40 kalla í áhöfn hvert um sig. Þó hefur það skánað eitthvað aðeins og menn farnir að fá meiri hraða en kostnaðurinn er stjarnfræðilegur og viðhaldið mikið og dýrt.
Þegar að ég vann útá sjó þá fengum við svona net og það var 1mbps sem öll áhöfninn deildi, maður gat ekki notað messenger útaf þetta uppfærðist svo seint og illa. ég var að borga uþb 40-50 þús per mánaðartúr. svo datt þetta reglulega út en þetta var nú samt skárra en það var áður sem maður notaði sjópóst sem var eina leiðin að hafa samband við land ef maður var utan símasambands sem var flestir túrar. En skilst að þetta sé miklu betra í dag þá er verið að nota 3g-4g. en þetta verður alger bylting fyrir þessi svæði sem illa ná sambandi eða útá sjóDropi skrifaði:Þetta verður bylting fyrir flug og skipaferðir, en við erum með svo góðan fíber infrastrúktúr hér að almennir borgarar eru ekki að fara að kaupa þetta mikið hérlendis nema þú sért mikið uppi á hálendi og á fjöllum, þá verður hægt að skella þessu á þakið á bíl í framtíðinni. Þetta er brjáluð bylting miðað við verðið á almennu VSAT í commercial geiranum, sem ég þekki mjög vel í skipum, þar geta loftnetin kostað 3-5 milljónir og þjónustan 100-200 þús á mánuði þar sem þú deilir kannski 1-2Mb/s link með 10 öðrum skipum - með 10-40 kalla í áhöfn hvert um sig. Þó hefur það skánað eitthvað aðeins og menn farnir að fá meiri hraða en kostnaðurinn er stjarnfræðilegur og viðhaldið mikið og dýrt.
Pakkatap í þessu dóti er svakalega hátt þegar skýjað er og mikil alda, sérstaklega þegar menn fara langt norður fyrir þar sem öll tunglin eru við miðbaug og andrúmsloftið verður svo mikill þáttur. Svo ekki sé talað um 600ms roundtrip latency við bestu aðstæður, eða 900-1100ms eins og það gerist verst.Mencius skrifaði:Þegar að ég vann útá sjó þá fengum við svona net og það var 1mbps sem öll áhöfninn deildi, maður gat ekki notað messenger útaf þetta uppfærðist svo seint og illa. ég var að borga uþb 40-50 þús per mánaðartúr. svo datt þetta reglulega út en þetta var nú samt skárra en það var áður sem maður notaði sjópóst sem var eina leiðin að hafa samband við land ef maður var utan símasambands sem var flestir túrar. En skilst að þetta sé miklu betra í dag þá er verið að nota 3g-4g. en þetta verður alger bylting fyrir þessi svæði sem illa ná sambandi eða útá sjó
Ég var með forpöntun til gríns, og fékk staðfestingu fyrir rúman mánuð síðan. Ætti að vera hægt.Hizzman skrifaði:Vitið þið hvort Starlink hefur verið tekið í notkun á Íslandi? Erum við á þeirra þjónustusvæði? Er búnaðurinn löglegur á Íslandi?