Síða 1 af 2

Michelin CrossClimate+ dekk. Hefur einhver reynslu af þeim?

Sent: Þri 20. Apr 2021 02:47
af daremo
Costco og N1 eru að selja þessi heilsársdekk sem "bestu sumardekkin fyrir Ísland".
Eftir smá gúgl á dekkjunum fyrir sumarið langaði mig að kaupa Michelin Primacy 4, en þau virðast bara ekki vera til á landinu.

Hvernig hafa þessi CrossClimate+ dekk reynst ykkur.
Spænast þau upp á heitustu dögunum, og hvernig er hljóðið inni í bílnum?

Re: Michelin CrossClimate+ dekk. Hefur einhver reynslu af þeim?

Sent: Þri 20. Apr 2021 06:34
af ColdIce
Frábær dekk. Hljóðlát og gott grip í bleytu. Keypti þau undir Outlander.

Re: Michelin CrossClimate+ dekk. Hefur einhver reynslu af þeim?

Sent: Þri 20. Apr 2021 07:22
af GuðjónR
Ég er einmitt í sömu pælingum, er með Michelin Alpin 6 sem eru að klárast. Spurning hvort maður kaupi þau aftur sem heilsárs dekk eða þessi CrossClimates+

Alpin 6 eru þverskorin en CrossClimates+ ekki og flokkast þau því ekki sem vetrardekk, spurning hvernig tryggingarnar taka á því ef tjón verður við erfiðar vetraraðstæður á CrossClimates+

Re: Michelin CrossClimate+ dekk. Hefur einhver reynslu af þeim?

Sent: Þri 20. Apr 2021 08:26
af Njall_L
Ég var í sömu pælingum í fyrrahaust og endaði á að taka Michelin Alpin 6 fram yfir CrossClimate+ eftir að bæði sölumenn í N1 og Costco töluðu gegn þeim sem heilsársdekk á Íslandi.

Rökin fyrir þessu voru að CrossClimate+ væru heilsársdekk sem hentuðu vel fyrir Evrópu en ekki veturna hér á Íslandi og væru því frekar seld sem sumardekk hérna heima. Á meðan er Alpin 6 í raun vetrardekk sem hentar einstaklega vel á sumrin líka og því mun æskilegra að nýta sem heilsársdekk hérna heima.

Sjálfur er ég mjög sáttur með Alpin 6, virkilega hljóðlát, gott grip í vetur við ýmsar aðstæður og virðast bara eyðast venjulega. Ef ég þyrfti að kaupa dekk í dag myndi ég bara fara og kaupa þessi aftur Í COSTCO. Það munaði tugþúsundum á því að kaupa þessi dekk þar og í N1 í mínu tilfelli, er á Dacia Duster.

Samtals kostuðu dekkin 109.596kr hjá Costco komin undir (4x 26.299kr fyrir dekkin og 4.400kr fyrir umfelgun, jafnvægisstillingu og skiptingu).
Sami pakki hefði kostað 138.550 hjá N1 samkvæmt verði á netinu hjá þeim (4x 31.990kr fyrir dekkin og 10.590kr fyrir umfelgun, jafnvægisstillingu og skiptingu)

Re: Michelin CrossClimate+ dekk. Hefur einhver reynslu af þeim?

Sent: Þri 20. Apr 2021 08:35
af blitz
CrossClimate+ eru ekkert annað en sumardekk.

Re: Michelin CrossClimate+ dekk. Hefur einhver reynslu af þeim?

Sent: Þri 20. Apr 2021 09:31
af falcon1
Hef svo sem ekkert vit á þessu en ég myndi allan daginn treysta Alpin 6 munstrinu betur yfir vetrartímann en hinu sem mér finnst bara vera sumarlegt munstur. :)

Re: Michelin CrossClimate+ dekk. Hefur einhver reynslu af þeim?

Sent: Þri 20. Apr 2021 09:35
af GuðjónR
Já þetta er rétt hjá ykkur, CrossClimate+ eru ekkert annað en súpergóð sumardekk.
Michelin Alpin 6 dekkin eru búin að endast 60k+ km. undir hjá mér.
Miðað við að keyra 25k á ári þá væri fínt að kaupa undir núna og henda þeim svo haustið 2023 að því gefnu að ég eigi bílinn þá.

Re: Michelin CrossClimate+ dekk. Hefur einhver reynslu af þeim?

Sent: Þri 20. Apr 2021 11:26
af dadik
Ég lá yfir þessu 2017 þegar ég keypti ný dekk undir Subaruinn. Skoðaði einhvern haug af dekkjaprófunum frá Þýskalandi, Skandinavíu, Bretlandi og Kanada. Yfirleitt voru CrossClimate í sætum 1.-3. í þessum prófunum þannig að ég endaði á að kaupa þetta. Núna eru komin 4 ár og þau eru ennþá undir bílnum. Ég er á höfuðborgarsvæðinu og hef aldrei lent í vandræðum með þessi dekk í snjó eða hálku. Dekkin sem voru undir Volvonum voru svo ónýt í haust þannig að ég endaði á að panta CrossClimate sett undir hann líka (http://www.camskills.co.uk)

Ég skil ekki þennan málflutning hjá verkstæðunum að segja þetta séu sumardekk. Þessi dekk eru seld sem heilsársdekk í Evrópu og Norður Ameríku. Halda menn að það snjói ekki í Þýskalandi, Skotlandi, Svíþjóð og Kanada? Hálka er ekkert séríslenskt fyrirbrigði.

Verkstæðin eru einfaldlega að horfa fram á það að ef fjöldinn fer á a) heilsársdekk og b) sem eru frá Michelin þá koma tekjurnar frá þeim til að með falla verulega. Skiptingunum fækkar þar sem þú keyrir á sömu dekkjum allt árið og af því að þetta eru Tier-I dekk þá er endingin 2-3x betri en hjá sumu af þessu drasli sem er verið að selja hérna heima.

Subaruinn var á Pilot Alpin þegar ég keypti hann 2008. Þau entust í 75.000 km. Þá keypti ég Nokian "heilsársdekk" að ráðleggingu Max1. Þau voru gjörsamlega ónýt eftir tæpa 40.000 km. Búinn að vera með CrossClimate undir síðan þá og þau eiga nokkur ár eftir.

En ég myndi samt ekki kalla þetta sumardekk þegar kemur að aksturseiginleikum. Volvoinn var á Michelin Latitude sem eru sumardekk. Hann er allur mun mýkri í hreyfingum núna þegar hann er kominn á CrossClimate.

Re: Michelin CrossClimate+ dekk. Hefur einhver reynslu af þeim?

Sent: Þri 20. Apr 2021 11:30
af dadik
Njall_L skrifaði:
Sjálfur er ég mjög sáttur með Alpin 6, virkilega hljóðlát, gott grip í vetur við ýmsar aðstæður og virðast bara eyðast venjulega. Ef ég þyrfti að kaupa dekk í dag myndi ég bara fara og kaupa þessi aftur Í COSTCO. Það munaði tugþúsundum á því að kaupa þessi dekk þar og í N1 í mínu tilfelli, er á Dacia Duster.
Ef þú færð dekkin sem þig vantar í Costco er það yfirleitt besti díllinn. Ég pantaði að utan af því að Costco var ekki búið að opna í fyrra skiptið og þeir áttu ekki stærðina sem mig vantaði í seinna skiptið. Á endanum var verðið sem ég borgaði sama og Costco var með nema Costco var með fría skiptingu.

Re: Michelin CrossClimate+ dekk. Hefur einhver reynslu af þeim?

Sent: Þri 20. Apr 2021 11:52
af GuðjónR
Það sem skilur að sumar og vetrardekk er yfirleitt tvennt, sumardekk eru úr harðari efna/gúmmí blöndu og verða því ennþá harðari og hálli í frosti en sumardekk sem eru úr mýkri blöndu og svo er microskurður í vetrardekkjum til að auka grip í snjó.

CrossClimate+ eru sögð gerð úr töfrablöndu sem fer bil beggja, hefur mýkt vetrardekksins sem harðnar minna í frosti en hefðbundin sumardekk en slitsterk eins og hörðustu sumardekk. Þau skortir hinsvegar microskurðinn sem ætti ekki að skipta öllu sérstaklega ekki hér á suðvestur horninu því það er aldrei snjór á götunum hérna hvort sem er.

Spurningin er hinsvegar sú hvort tryggingafélögin myndu reyna fría sig ábyrgð ef bíllinn væri á CrossClimate+ yfir vetrartímann?

Re: Michelin CrossClimate+ dekk. Hefur einhver reynslu af þeim?

Sent: Þri 20. Apr 2021 12:01
af hagur
Fást þessi CrossClimate dekk hérlendis? Borgar sig að panta þau á camskill?

Mig vantar 235-45-18 undir bílinn okkar, efast um að sumardekkin sem ég er með dugi annað sumar.

Re: Michelin CrossClimate+ dekk. Hefur einhver reynslu af þeim?

Sent: Þri 20. Apr 2021 12:42
af dadik
Kíktu í Costco, ef þetta er algeng stærð eru þeir væntanlega með hana. Ef ekki er hægt að taka þetta gegnum Camskills. Hef pantað 2x þaðan - komið hingað á innan við viku.

Re: Michelin CrossClimate+ dekk. Hefur einhver reynslu af þeim?

Sent: Þri 20. Apr 2021 12:47
af GullMoli
Virðast fá fína dóma á ConsumerReports, eina er að þau séu ekkert endilega það góð í miklum snjó eða hálku og að eyðslan gæti aukist aðeins. Sá einnig að það er SUV týpa fyrir stærri bíla, þar var kvörtunarefnin hversu hratt þau slitna og aukin eyðsla. CR expected miles var 40.000 fyrir SUV sem er töluvert minna en þeir áætla á fólksbíla týpuna.
Screenshot 2021-04-20 at 12.43.52.png
Screenshot 2021-04-20 at 12.43.52.png (229.13 KiB) Skoðað 3058 sinnum
Screenshot 2021-04-20 at 12.44.08.png
Screenshot 2021-04-20 at 12.44.08.png (284.93 KiB) Skoðað 3058 sinnum

Re: Michelin CrossClimate+ dekk. Hefur einhver reynslu af þeim?

Sent: Þri 20. Apr 2021 13:23
af rapport
CrossClimate+ virðast ekki vera microskorin sem gerir þau stífari og líklega að betri sumardekkjum en ég heldað microskurðurinn hjálpi mikið í hálku.

https://www.youtube.com/watch?v=3Tc3VIDQvh0

Re: Michelin CrossClimate+ dekk. Hefur einhver reynslu af þeim?

Sent: Þri 20. Apr 2021 15:43
af Njall_L
dadik skrifaði:Ég skil ekki þennan málflutning hjá verkstæðunum að segja þetta séu sumardekk.

Verkstæðin eru einfaldlega að horfa fram á það að ef fjöldinn fer á a) heilsársdekk og b) sem eru frá Michelin þá koma tekjurnar frá þeim til að með falla verulega. Skiptingunum fækkar þar sem þú keyrir á sömu dekkjum allt árið.......
Í mínu tilfelli voru mér seld Alpin 6 umfram Crossclimate+ af því að sölumennirnir töldu það betri heilsársdekk hérlendis. Fékk það ekki á tilfinningunni að þeir væru að reyna að scama mig til að fá mig oftar í dekkjaskipti þar sem umræðan snérist alltaf um að ég væri að leita að heilsársdekkjum. Hinsvegar efast ég ekkert um ágæti Crossclimate+, hef bara ekki first-hand reynslu af þeim sjálfur.

Re: Michelin CrossClimate+ dekk. Hefur einhver reynslu af þeim?

Sent: Þri 20. Apr 2021 15:48
af CendenZ
Ég er með Crossclimate+ undir frúarbílinn og ég er ekki frá því að þetta séu bestu dekk sem ég hef keypt sem sumardekk.

Re: Michelin CrossClimate+ dekk. Hefur einhver reynslu af þeim?

Sent: Þri 20. Apr 2021 17:11
af Minuz1
Við ættum í raun að vera á vetrardekkjum allan ársins hring hér á landi.
Sumardekk eru mun verri en vetrardekk alltaf þegar hiti er minni en 7°C.
Vetrardekk eru betri að hrinda frá sér vatni.

Ætli það sé ekki bara yfir hásumarið þegar hiti nær um 15°C+ og það er þurrt að sumardekk fara að ná merkjanlegu forskoti.
Auðvitað drullu leiðinlegt veghljóð af vetrardekkjum.

Re: Michelin CrossClimate+ dekk. Hefur einhver reynslu af þeim?

Sent: Þri 20. Apr 2021 23:46
af GuðjónR
Minuz1 skrifaði:Við ættum í raun að vera á vetrardekkjum allan ársins hring hér á landi.
Sumardekk eru mun verri en vetrardekk alltaf þegar hiti er minni en 7°C.
Vetrardekk eru betri að hrinda frá sér vatni.

Ætli það sé ekki bara yfir hásumarið þegar hiti nær um 15°C+ og það er þurrt að sumardekk fara að ná merkjanlegu forskoti.
Auðvitað drullu leiðinlegt veghljóð af vetrardekkjum.
Ég upplifi það frekar þannig að vetrardekkin séu hljóðlátari þar sem þau eru mýkri.

Re: Michelin CrossClimate+ dekk. Hefur einhver reynslu af þeim?

Sent: Mið 21. Apr 2021 11:14
af danniornsmarason
GuðjónR skrifaði:
Minuz1 skrifaði:Við ættum í raun að vera á vetrardekkjum allan ársins hring hér á landi.
Sumardekk eru mun verri en vetrardekk alltaf þegar hiti er minni en 7°C.
Vetrardekk eru betri að hrinda frá sér vatni.

Ætli það sé ekki bara yfir hásumarið þegar hiti nær um 15°C+ og það er þurrt að sumardekk fara að ná merkjanlegu forskoti.
Auðvitað drullu leiðinlegt veghljóð af vetrardekkjum.
Ég upplifi það frekar þannig að vetrardekkin séu hljóðlátari þar sem þau eru mýkri.
ef þú ert með gróft munstur í vetrardekkinu þá eru mun meiri "læti" í þeim, mörg vetrardekk eru ekki með það gróf munstur og geta verið hljóðlátari en sumardekk einmitt vegna þess að þau eru mýkri. En ef þú ert með gróf vetrar dekk þá er yfirleitt mun minna veghljóð þegar þú ferð í sumardekkin

Re: Michelin CrossClimate+ dekk. Hefur einhver reynslu af þeim?

Sent: Mið 21. Apr 2021 11:40
af GuðjónR
danniornsmarason skrifaði:
GuðjónR skrifaði:
Minuz1 skrifaði:Við ættum í raun að vera á vetrardekkjum allan ársins hring hér á landi.
Sumardekk eru mun verri en vetrardekk alltaf þegar hiti er minni en 7°C.
Vetrardekk eru betri að hrinda frá sér vatni.

Ætli það sé ekki bara yfir hásumarið þegar hiti nær um 15°C+ og það er þurrt að sumardekk fara að ná merkjanlegu forskoti.
Auðvitað drullu leiðinlegt veghljóð af vetrardekkjum.
Ég upplifi það frekar þannig að vetrardekkin séu hljóðlátari þar sem þau eru mýkri.
ef þú ert með gróft munstur í vetrardekkinu þá eru mun meiri "læti" í þeim, mörg vetrardekk eru ekki með það gróf munstur og geta verið hljóðlátari en sumardekk einmitt vegna þess að þau eru mýkri. En ef þú ert með gróf vetrar dekk þá er yfirleitt mun minna veghljóð þegar þú ferð í sumardekkin
Það hljómar alveg rökrétt.
En þá er spurningin hvað er gróft og hvað er fínt mynstur?
Ef þú skoðar myndirnar hér að ofan, myndir þú segja að þetta væri gróft mynstur?

Re: Michelin CrossClimate+ dekk. Hefur einhver reynslu af þeim?

Sent: Mið 21. Apr 2021 12:29
af dadik
Ég heyrði sáralítinn mun á veghljóði við að fara af Michelin sumardekkjum yfir á Michelin heilsársdekk. Aðal munurinn var að bíllinn var miklu mýkri í hreyfingum á heilsársdekkjunum. Skemmtilegri í akstri á sumardekkjum.

Re: Michelin CrossClimate+ dekk. Hefur einhver reynslu af þeim?

Sent: Mið 21. Apr 2021 13:53
af Haffi
Ég er búinn að nota CrossClimate (225/45/17) á öðrum bílnum í að verða 3 ár.
Nær aldrei lent i neinum vandræðum að vetri til nema mögulega í einhverri asahláku.
Ríghalda þegar það er tekið á bílnum, frábær í bleytu og hafa tapað u.þ.b. 3mm af mynstri á 35.000~km.

Ætla að setja annað eins sett undir hinn bílinn.

Re: Michelin CrossClimate+ dekk. Hefur einhver reynslu af þeim?

Sent: Mið 21. Apr 2021 18:52
af danniornsmarason
GuðjónR skrifaði:
danniornsmarason skrifaði:
GuðjónR skrifaði:
Minuz1 skrifaði:Við ættum í raun að vera á vetrardekkjum allan ársins hring hér á landi.
Sumardekk eru mun verri en vetrardekk alltaf þegar hiti er minni en 7°C.
Vetrardekk eru betri að hrinda frá sér vatni.

Ætli það sé ekki bara yfir hásumarið þegar hiti nær um 15°C+ og það er þurrt að sumardekk fara að ná merkjanlegu forskoti.
Auðvitað drullu leiðinlegt veghljóð af vetrardekkjum.
Ég upplifi það frekar þannig að vetrardekkin séu hljóðlátari þar sem þau eru mýkri.
ef þú ert með gróft munstur í vetrardekkinu þá eru mun meiri "læti" í þeim, mörg vetrardekk eru ekki með það gróf munstur og geta verið hljóðlátari en sumardekk einmitt vegna þess að þau eru mýkri. En ef þú ert með gróf vetrar dekk þá er yfirleitt mun minna veghljóð þegar þú ferð í sumardekkin
Það hljómar alveg rökrétt.
En þá er spurningin hvað er gróft og hvað er fínt mynstur?
Ef þú skoðar myndirnar hér að ofan, myndir þú segja að þetta væri gróft mynstur?
aplin 6 er grófari en hugsa það sé enginn svakalegur munur veghljóð hjá þeim þar sem þau eru ekkert svaka gróf en myndir samt alveg taka eftir því (gróf as in meira bil á milli snertifleti á mynstrinu) t.d. rock crawler dekk eru mjög gróf og með mikið veghljóð á malbiki að keyra á 90 en þú tekur kanski lítið eftir því þarsem að svona dekk eru yfirleitt ekki á hljóðlátum og þéttum bílum.

Mæli með að fólk kaupi sér hljóðeinangrunar mottur ef það vill fá minna veghjóð, sérstaklega ef þú ert á ódýrum eða eldri bíl, kostar 5k á ali express til að minka veghljóð alveg helling! bara það að setja smá í hurðarnar og skottið gerir svakalegan mun og yfirleitt mjög auðvelt að taka hurðaspjöldin af á gömlum eða ódyrum bílum

Re: Michelin CrossClimate+ dekk. Hefur einhver reynslu af þeim?

Sent: Mið 21. Apr 2021 23:02
af daremo
Byggt á svörunum hér að ofan skellti ég mér bara niðureftir í Costco í dag og keypti þessi dekk.
Svolítið svekkjandi að það var ekkert laust fyrir dekkjaskipti hjá þeim fyrr en 6. maí, þannig ég fór annað og borgaði auka 10þús fyrir það.

Ég er bara hæstánægður með dekkin.
Bíllinn er nánast límdur við götuna í kröppum beygjum og þau eru miklu hljóðlátari en gömlu sumardekkin (Michelin Energy Saver).
Hef ekki áhyggjur af míkróskurðinum þar sem ég skipti á nagladekk yfir veturna.

Ætli þetta séu ekki bara bestu sumardekkinn sem maður fær hérna á Íslandi, þótt þetta séu í raun heilsársdekk.
Mér finnst það kostur að þau verða ekki grjóthörð ef hitastigið fer undir 10 gráður eins og hefðbundin sumardekk. Ég finn varla fyrir því ef ég keyri yfir litlar holur í veginum.

Re: Michelin CrossClimate+ dekk. Hefur einhver reynslu af þeim?

Sent: Sun 25. Apr 2021 14:38
af GuðjónR
daremo skrifaði:Byggt á svörunum hér að ofan skellti ég mér bara niðureftir í Costco í dag og keypti þessi dekk.
Svolítið svekkjandi að það var ekkert laust fyrir dekkjaskipti hjá þeim fyrr en 6. maí, þannig ég fór annað og borgaði auka 10þús fyrir það.

Ég er bara hæstánægður með dekkin.
Bíllinn er nánast límdur við götuna í kröppum beygjum og þau eru miklu hljóðlátari en gömlu sumardekkin (Michelin Energy Saver).
Hef ekki áhyggjur af míkróskurðinum þar sem ég skipti á nagladekk yfir veturna.

Ætli þetta séu ekki bara bestu sumardekkinn sem maður fær hérna á Íslandi, þótt þetta séu í raun heilsársdekk.
Mér finnst það kostur að þau verða ekki grjóthörð ef hitastigið fer undir 10 gráður eins og hefðbundin sumardekk. Ég finn varla fyrir því ef ég keyri yfir litlar holur í veginum.
Ég gæti alveg trúað því að þetta séu bestu sumardekkin, fór í Costco og pantaði í dekkjaskipti fyrstu vikuna í maí, hef nokkra daga til að spá í hvort ég tek Alpin 6 sem eru klárlega heilsársdekk eða CrossClimate+ sem samkæmt starfsmanni Costco eru ekki flokkuð sem heilsársdekk á Íslandi, Noregi og Þýskalandi en klárlega í öðrum löndum evrópu. Og það geta tryggingarfélögin nýtt sér ef maður lendir í veseni yfir vetrartímann.

Ég nenni ekki þessu vetrar/sumardekkja umfelgunarveseni, hugsa að ég kaupi Alpin 6 og keyri þau þá tvo vetur og þrjú sumur og hendi þeim síðan.
Það sem maður sparar í umfelganir 2x á ári dugar langleiðina í ný dekk þegar þar að kemur :)