Síða 1 af 1
Mac pro (2007 yearly) 1.1 yfir í 2.1
Sent: Sun 18. Apr 2021 19:30
af ljónið
Halló öll. Ég hef verið að leika mér að upfæra Mac pro (2007 yearly) 1.1 yfir í 2.1 sem hefur virkað.
Er á 10.6 Snow lepord en þarf að komast í El Capitan. Er bara PC maður svo þetta hefur verið smá kennsla.
En er smá fastur núna með að uppfæra í El Capitan.
Hefur einhver gert þetta?
Kveðja
Ljónið
PS. Á eftir að uppfæra minni og CPU í xeon x5365.
Re: Mac pro (2007 yearly) 1.1 yfir í 2.1
Sent: Sun 18. Apr 2021 21:45
af Opes
Ég hef einmitt uppfært firmware úr 1,1 í 2,1 til þess að setja þessu tilteknu örgjörva ofan í. Það var ekkert mál og svínvirkaði.
Þarft það samt ekki til þess að uppfæra í El Capitan, bara til þess að fá support við örgjörvann.
Hérna eru leiðbeiningar sem sýna hvernig þú færð hana til að keyra 10.11 (El Capitan).
Re: Mac pro (2007 yearly) 1.1 yfir í 2.1
Sent: Mán 19. Apr 2021 12:11
af hageir
Mæli með HrutkayMods á youtube
https://www.youtube.com/user/HrutkayMods
mundu bara að EFI-ið í 1,1 er 32-bit (en 64 bit í Windows af einhverri ástæðu)
Re: Mac pro (2007 yearly) 1.1 yfir í 2.1
Sent: Fim 22. Apr 2021 21:55
af ljónið
Sælir. Takk fyrir póstinn. Næsta skref er að ..
1. Fara yfir allt youtube HrutkayMods( takk Hageir)
2.Skipta um örgjorva.
3.Uppfæra í El Capitan!!!!
Það sem ég er að hugsa er að eiga/nota hana í hitt og þetta þar sem ég er ekki mjög góður í Mac Os til að æfa mig og jafnvel að láta í hana BluRey skrifara og rippa alla tónlistar cd diskana mína í Flac.
Ég keypti 32 Gb ECC minni á Ebay en er í vesseni að láta það allt virka. Þekkið þið þetta vandamál?
Hugmyndin að uppfæra í El Capitan er aðalega að forrit virka ekki á Snow Lepord.
Læt inn uppfærslu um helgina. Og takk fyrir Opes og Hageir
Með bestu kveðjur
Ljónið