Síða 1 af 2
Þarf að reboota router daglega! Fast í 50mbps HJALP
Sent: Fim 08. Apr 2021 23:37
af osek27
Síðastaliðið er ég búin að þurfa að restarta routernum 1 á tveggja daga fresti og stundum 2x á dag. Ég á að vera með 1 gigabit en hann fer niður í 30-80mbps og er fastur þannig þangað til ég restarta hann og þá er hann til friðs í smá tima en svo gerist þetta aftur. Ég er að verða geðveikur á þessu
. Nennti ekki að spá í þessu svo ég var bara duglegur að restarta honum en ég er kominn með nóg af því og vil leysa þetta.
Routerinn er Netgear Nighthawk xr 500
https://elko.is/tolvur/netbunadur/ngrxr ... ming-route
Virðist vera svo fínn router í langan tíma
Einhver sem hefur lent í svipuðu.
Ég er ekki með budget í að kaupa nýjan router strax en ég mun klárlega gera það í sumar og fá mér þetta stykki
https://amplifi.com/alien
Einhver ráð þangað til?
Re: Þarf að reboota router daglega! Fast í 50mbps HJALP
Sent: Fös 09. Apr 2021 00:24
af jonfr1900
Athugaðu hvort að þú sért með nýjasta firmware uppsett hjá þér.
XR500 — Nighthawk Pro Gaming Router
Re: Þarf að reboota router daglega! Fast í 50mbps HJALP
Sent: Fös 09. Apr 2021 09:39
af osek27
jabb er með nýjasta, ég updateaði það fyrir 2 vikum og þetta var svona bæði fyrir update og eftir það
Re: Þarf að reboota router daglega! Fast í 50mbps HJALP
Sent: Fös 09. Apr 2021 09:43
af osek27
Var að kikja í tölvuna og hvar sé ég þar, einmitt það sem ég var að tala um. Enn annað restart sem ég þarf að gefa routernum
Re: Þarf að reboota router daglega! Fast í 50mbps HJALP
Sent: Fös 09. Apr 2021 10:08
af Uncredible
Fer þetta alltaf í lag eftir reboot?
Re: Þarf að reboota router daglega! Fast í 50mbps HJALP
Sent: Fös 09. Apr 2021 10:38
af osek27
ja allt er eins og á að vera eftir reeboot. Svo eftir einhvern X tíma er netið orðið lelegt og þegar ég prófa það er það fast í 30-100mbps þangað til ég reeboota. Stundum þarf ég reeboot 2x á dag og stundum 1 á 2 daga fresti. Mjög spes.
Re: Þarf að reboota router daglega! Fast í 50mbps HJALP
Sent: Fös 09. Apr 2021 10:44
af Dr3dinn
ertu búinn að prófa eldra software?
(ný software stundum bugged)
Re: Þarf að reboota router daglega! Fast í 50mbps HJALP
Sent: Fös 09. Apr 2021 10:58
af Daz
Ég myndi halda að þetta tengdist eitthvað notkuninni á netinu hjá þér (ekki að það sé eitthvað röng notkun, en gæti aðstoðað við að finna betri lausn en endurræsingu).
Geturðu skoðað viðmótið á routerinum þegar þessi hægagangur er kominn? Spurning hvort þar má finna vísbendingar í fjölda tækja sem eru tengd eða í einhverjum logg?
Ertu með mörg tæki tengd?
Ertu með torrent eða álíka í gangi?
Re: Þarf að reboota router daglega! Fast í 50mbps HJALP
Sent: Fös 09. Apr 2021 11:34
af osek27
Eina sem er tengdt í hann eru Philips Hue bridge og 2 PC og ein þeirra er eila aldrei i gangi. Gæti Hue bridgeið verið að bottlenecka netið?
Re: Þarf að reboota router daglega! Fast í 50mbps HJALP
Sent: Fös 09. Apr 2021 11:50
af oliuntitled
Hue bridge ætti alls ekki að valda bottleneck á netinu nema þú sért mögulega að taka tölvuna í gegnum það.
Ertu búinn að prófa að resetta routerinn og setja upp aftur ? Ef þetta er eitthvað config vandamál þá ætti þetta að koma í veg fyrir það.
Getur líka prófað að skoða innkomandi umferð, ertu með eitthvað opið inn á routernum ?
Re: Þarf að reboota router daglega! Fast í 50mbps HJALP
Sent: Fös 09. Apr 2021 11:54
af appel
Vírus? Skoðaðu nettraffikina
Re: Þarf að reboota router daglega! Fast í 50mbps HJALP
Sent: Fös 09. Apr 2021 11:56
af osek27
Ér eg búin að factory restarta hann og setja hann upp á nýtt. En hvað áttu við með að taka Hue gegnum tölvuna gæti verið vesenið? Því ég er einmitt með Hue app í tölvunni sem styrir ljósunum. Mikið þægilegra heldur en í síma, er það mögulega vesenið?
En já ég skoðaði alla umferð sem fer inna routerinn og það er ekkert þar anað en tölvan mín og svona mjög basic hlutir. Ég hef tekið eftir því að routerinn er alltaf svona eftir nótina, þarf alltaf að restarta han eftir að ég vakna
Re: Þarf að reboota router daglega! Fast í 50mbps HJALP
Sent: Fös 09. Apr 2021 12:02
af osek27
Synist allt vera í lagi
Re: Þarf að reboota router daglega! Fast í 50mbps HJALP
Sent: Fös 09. Apr 2021 17:11
af kornelius
Er ekki windows bara að stríða þér?
Ertu með fleiri tölvur til að athuga?
Getur prufað að boot'a upp af Linux USB og athuga hvort það sé sama þar?
K.
Re: Þarf að reboota router daglega! Fast í 50mbps HJALP
Sent: Fös 09. Apr 2021 17:42
af L0ftur
Ekkert crash á netinu? Bara slow speeds?
Re: Þarf að reboota router daglega! Fast í 50mbps HJALP
Sent: Fös 09. Apr 2021 17:48
af russi
L0ftur skrifaði:Ekkert crash á netinu? Bara slow speeds?
Prófaðu að nota native NetSpeed appið, færð það Windows Store.
Svo ættirðu líka að prófa að endurræsa boxið frá GR/Mílu.
Getur líka, af þú ert með GR box prófað að tengja í næsta port, það er opið. Þekki ekki hvaða port eru opin á Mílu boxunum
Re: Þarf að reboota router daglega! Fast í 50mbps HJALP
Sent: Fös 09. Apr 2021 20:08
af jonfr1900
Þú þarft að athuga hvað system loggið er að segja þér. Sýnist að þetta stýrikerfi sé byggt á Linux eins flest allt í dag.
Re: Þarf að reboota router daglega! Fast í 50mbps HJALP
Sent: Lau 10. Apr 2021 12:47
af osek27
Jæja þá var ég að kveikja á öllu á þessum nýja degi og hvað? Netið er aftur svona, fast í 60 mbps. Ekkert óeðlilegt í net traffic. Ég er búin að restarta GR boxið svo oft að það er ekki fyndið svo vandamalið er ekki það. Prófaði líka að skipta um port og enginn breyting.
Ég held að þetta sé alveg vonlaust...
Re: Þarf að reboota router daglega! Fast í 50mbps HJALP
Sent: Lau 10. Apr 2021 17:20
af hfwf
Græðir líklega töluvert meira á því að tala við netþjónustufyrirtækið þitt en hér, ef þú hefur ekki gert það nú þegar.
Re: Þarf að reboota router daglega! Fast í 50mbps HJALP
Sent: Lau 10. Apr 2021 18:13
af BugsyB
fáðu þér nýjan router til að prufa - routerar bila allveg eins og allt annað.
Re: Þarf að reboota router daglega! Fast í 50mbps HJALP
Sent: Lau 10. Apr 2021 18:19
af kornelius
Tengdu tölvuna beint í ljósleðaraboxið - þá kemstu fljótt að því hvort þetta er Router eða ekki.
K.
Re: Þarf að reboota router daglega! Fast í 50mbps HJALP
Sent: Lau 10. Apr 2021 20:49
af osek27
hfwf skrifaði:Græðir líklega töluvert meira á því að tala við netþjónustufyrirtækið þitt en hér, ef þú hefur ekki gert það nú þegar.
Búinn
Þau sögðu eitthvað i þessum stíl
"What, skrýtið, okei bless eigðu goðan dag"
Re: Þarf að reboota router daglega! Fast í 50mbps HJALP
Sent: Lau 10. Apr 2021 20:58
af Vaktari
Er þetta ekki bara útilokunaraðferðin?
Tengja tölvu beint í boxið.
Tengja annan router til að prufa í x tíma.
Aftengja allt snúrutengt við router nema þína vél?
Grunnstilla router?
Re: Þarf að reboota router daglega! Fast í 50mbps HJALP
Sent: Lau 10. Apr 2021 21:27
af jonfr1900
Samkvæmt þessum
hérna þræði á foruminu fyrir þennan router og þetta stýrikerfi þá er þetta algengur galli og engin almennileg lausn í boði eins og er. Þetta gæti verið galli í QoS en það er bara hugmynd.
Re: Þarf að reboota router daglega! Fast í 50mbps HJALP
Sent: Lau 10. Apr 2021 21:42
af osek27
já ég lána bara lelegri router frá félaga og fæ mér síðan alvöru tæki frá ubiquiti í sumar.