Síða 1 af 1

Hreyfingar og breytingar í UT á Íslandi

Sent: Mið 07. Apr 2021 18:07
af rapport
Crayon kaupir Sensa, Origo kaupir Syndis...

Var ekki verið að selja DK fyrir stuttu.

Hver er ykkar tilfinning, hverjar verða áherslurnar og breytingarnar á komandi misserum?

https://www.vb.is/frettir/origo-kaupir-syndis/167753/

Re: Hreyfingar og breytingar í UT á Íslandi

Sent: Mið 07. Apr 2021 22:12
af Pandemic
rapport skrifaði: Var ekki verið að selja DK fyrir stuttu.
Verði þeim að góðu sem kaupa þá rjúkandi brunarúst af hugbúnaði. :pjuke

Re: Hreyfingar og breytingar í UT á Íslandi

Sent: Mið 07. Apr 2021 23:04
af rapport
Pandemic skrifaði:
rapport skrifaði: Var ekki verið að selja DK fyrir stuttu.
Verði þeim að góðu sem kaupa þá rjúkandi brunarúst af hugbúnaði. :pjuke
Þekki ekki til DK nema sem launakerfis, virkaði sem slíkt.

Í dag er mikið auglýst eftir stafrænum leiðtogum til að leiða stafræna umbreytingu, bæði opinberir aðilar og einkafyrirtæki.

Það hefur sjaldan verið jafn mikið að gera í UT.

Hverjir munu sitja eftir og hálf úreltir í lok covid, hverjir eru að þróast og hvaða áherslur eru ráðandi?

Hvað er stafræn umbreyting í ykkar augum, hvað mun ykkar vinnuveitandi leggja áherslu á?

Hjá okkur í borginni er það þetta: https://graenaplanid.reykjavik.is/vaxan ... umbreyting

Re: Hreyfingar og breytingar í UT á Íslandi

Sent: Mið 07. Apr 2021 23:40
af appel
Held að öryggismál séu klárlega eitthvað sem er komið til að vera.

En ég held að reynslan vegna COVID muni líklega móta tækniýjungar sem koma undan þessum heimsfaraldri á næstu árum, það er svona held ég áhugaverðast að skoða því önnur þróun fyrirsjáanlegri og hefði þróast eins þó enginn heimsfaraldur hefði orðið.

- tækni sem styður við fjarvinnu, en ég held að meginbreytingin sé viðhorfsbreyting hjá fyrirtækjum/stofnunum að leyfa starfsmönnum að vera meira heima

- snertilaus tækni á sameiginlegum snertiflötum, t.d. hraðbönkum, dyraopnurum, posum og þvíumlíku. Það komi fingra/handa skannar og þú getur interaktað við viðmót án þess að snerta neitt. Það að koma við einhverja snertifleti sem þúsund aðrir á undan þér eru búnir að þukla á verður liðin tíð.

- meiri sjálfvirkni og sjálfafgreiðsla, það að þú hittir manneskju þar sem þú framkvæmir einhverja pöntun eða afgreiðslu að það eigi doldið eftir að hverfa, sú þróun hefur verið í langan tíma í bönkunum og svo núna í afgreiðslukössum verslana. Amazon gerði tilraun með búð þar sem það var engin afgreiðsla eða sjálfsafgreiðsla, myndavélar fylgdust með þér og skönnuðu allt inn fyrir þig og rukkuðu þig þegar þú labbaðir út.

Re: Hreyfingar og breytingar í UT á Íslandi

Sent: Fim 08. Apr 2021 06:52
af Hjaltiatla
Sjálfur tek ég eftir að Íslendingar eru byrjaðir að nota meira af erlendum fjárfestingaleiðum s.s Etoro, Saxo , Plus 500 etc í gegnum þeirra Platform (Íslensku bankanir eru mjög aftarlega á þessu sviði og mjög lítil þjónusta í boði fyrir almenna leikmanninn). Ef íslensku bankanir stíga ekki upp til að mæta þeirri eftirspurn þá enda þeir sem risaeðlur og missa viðskipti.

Held það sjái það hver sem er að skýjalausnir eru komnar til að vera, bara spurning hvort íslensk UT fyrirtæki færi sína helstu innviði í AWS, Azure,GCP fyrr heldur en seinna (Mörg fyrirtæki eru löngu byrjuð á því).

Varðandi útfærslur þá er ansi margt í boði sem er nýtt og spennandi og ómögulegt að segja hvað endar sem mainstream tækni en persónulega þá tel ég það henti okkur íslendingum að þurfa ekki að hanna lausnir frá grunni og geta frekar byggt hugbúnaðarlausnir á modular Platform (t.d AWS eða Azure) frekar en að vera með legacy servera On-prem eða DC-Hosted og þurfa að finna upp hjólið aftur og kóða lausnir sem eru nú þegar til í Skýinu.

Edit: Nota bene það verður alltaf þörf á að reka gamalt legacy dótarí en mín tilfinning er að þörfin á gamla skóla IT Þekkingu í Covid hafi minnkað til muna.

Re: Hreyfingar og breytingar í UT á Íslandi

Sent: Fim 08. Apr 2021 21:57
af AntiTrust
Hjaltiatla skrifaði:..

Held það sjái það hver sem er að skýjalausnir eru komnar til að vera, bara spurning hvort íslensk UT fyrirtæki færi sína helstu innviði í AWS, Azure,GCP fyrr heldur en seinna (Mörg fyrirtæki eru löngu byrjuð á því)...
Þetta er akkúrat mikið umræðuefni í IT/MSP heiminum í dag, og miðað við stefnuna sem Microsoft er að fara með hugbúnaðinn sinn, og þá sérstaklega námsefni og gráður, þá horfir Microsoft á mest af on-prem lausnum sem svo gott sem úreldum nú þegar, enda lítil áhersla á þróun þar m.v. Azure.

Það eru hinsvegar nokkur stór meginatriði sem valda því að íslensk fyrirtæki munu halda áfram að keyra sínar on-prem lausnir hérlendis annaðhvort á eigin búnaði eða með úthýsingu, og það er að Microsoft er ekki með nein gagnaver á Íslandi enn sem komið er sem þýðir hátt/hærra latency fyrir þá sem færa sig yfir í Azure, og verð - flest hýsingarfyrirtæki á Íslandi eru meira en samkeppnishæf við Azure í verðum á XaaS lausnum.

Mig grunar að flest stór fyrirtæki hérlendis munu líklega ekki flytja umhverfin sín complett yfir í skýjalausnir fyrr en on-prem lausnir og stýrikerfi detta alfarið í EOL, eða þá að Microsoft opni Azure DC hérlendis - sem yrði auðvitað bara frábært fyrir íslenska IT framþróun.

Re: Hreyfingar og breytingar í UT á Íslandi

Sent: Fös 09. Apr 2021 07:58
af Hjaltiatla
AntiTrust skrifaði:
Hjaltiatla skrifaði:..

Held það sjái það hver sem er að skýjalausnir eru komnar til að vera, bara spurning hvort íslensk UT fyrirtæki færi sína helstu innviði í AWS, Azure,GCP fyrr heldur en seinna (Mörg fyrirtæki eru löngu byrjuð á því)...
Þetta er akkúrat mikið umræðuefni í IT/MSP heiminum í dag, og miðað við stefnuna sem Microsoft er að fara með hugbúnaðinn sinn, og þá sérstaklega námsefni og gráður, þá horfir Microsoft á mest af on-prem lausnum sem svo gott sem úreldum nú þegar, enda lítil áhersla á þróun þar m.v. Azure.

Það eru hinsvegar nokkur stór meginatriði sem valda því að íslensk fyrirtæki munu halda áfram að keyra sínar on-prem lausnir hérlendis annaðhvort á eigin búnaði eða með úthýsingu, og það er að Microsoft er ekki með nein gagnaver á Íslandi enn sem komið er sem þýðir hátt/hærra latency fyrir þá sem færa sig yfir í Azure, og verð - flest hýsingarfyrirtæki á Íslandi eru meira en samkeppnishæf við Azure í verðum á XaaS lausnum.

Mig grunar að flest stór fyrirtæki hérlendis munu líklega ekki flytja umhverfin sín complett yfir í skýjalausnir fyrr en on-prem lausnir og stýrikerfi detta alfarið í EOL, eða þá að Microsoft opni Azure DC hérlendis - sem yrði auðvitað bara frábært fyrir íslenska IT framþróun.
Mjög mörg UT fyrirtæki komin með hybrid umhverfi t.d tengja vmware umhverfi við Azure eða AWS.Oft byrjar Cloud vegferðin á þennan máta og í kjölfarið eru meira og meira af innviðum skóflað yfir í cloudið hægt og rólega.
Alveg rétt að Íslensk fyrirtæki eru að mörgu leyti samkeppnishæf með verð en ég tel að það sé erfitt að keppa um Value ef þú ert að hanna hugbúnað og byggja upp kjarnakerfi í fyrirtæki og geta fengið tilbúnar Maneged lausnir í skýinu (gæti rætt þetta mun nánar en læt þetta duga).

Akkúrat, við búum á Íslandi og gagnver AWS eða Azure eru jafnvel í Bretlandi eða Svíþjóð og þá þarf að meta hvort fyrirtæki þurfi dedicated netsamband við Cloud vendor.

Varðandi hátt latency geti stoppað UT fyrirtæki við að nota skýjalausnir þá stoppar það ekki að fólk noti t.d Office365 eða Google Gsuite. Sé að þér er mjög umhugsað um Microsoft vörur þá getur hver sem er séð þá breytingu sem er að gerast í UT bransanum mjög einfaldlega og athugað hvað margir nota núna Exchange online vs self hosted Exchange. Það er rétt að það er erfitt/jafnvel dýrt að nota MS teams til að hringja vegna hærra latency á Íslandi (Microsoft býður ekki uppá calling plan). Þá þurfum við eyjaskeggjanir að setja upp Direct routing og koma okkur upp SBC, það eru einhverjir hérlendis sem bjóða uppá það og allt í góðu með það.

Eins og ég sé hlutina þróast þá tel ég megnið af innviðunum UT fyrirtækja endi í einhverri skýjalausn og DC Hosted og On-Prem lausnir sem þarfnast lágs latency fá að lifa sínu eðlilega lífi í gagnaverum á Íslandi eða innan veggja fyrirtækja.

Annar möguleiki sem ég tel ekki vinsælan/hagkvæman kost er að það er hægt að koma sér upp Hybrid cloud lausn með að koma sér upp azure stack eða aws outpost á móti Public cloudinu.

Re: Hreyfingar og breytingar í UT á Íslandi

Sent: Fös 09. Apr 2021 08:46
af Sallarólegur

Re: Hreyfingar og breytingar í UT á Íslandi

Sent: Fös 09. Apr 2021 11:05
af Dr3dinn
Eruð að gleyma öllum kaupunum og sameiningunum sem eru að eiga sér stað....

https://www.vb.is/frettir/wise-og-nethe ... st/167127/

Kvika lykill og TM.

Mörg kortafyrirtækin voru keypt / sameinuð öðru í fyrra.....

Mögulega eru fyrirtæki hérlendis bara ódýr?

Re: Hreyfingar og breytingar í UT á Íslandi

Sent: Fös 09. Apr 2021 11:17
af appel
Dr3dinn skrifaði:Eruð að gleyma öllum kaupunum og sameiningunum sem eru að eiga sér stað....

https://www.vb.is/frettir/wise-og-nethe ... st/167127/

Kvika lykill og TM.

Mörg kortafyrirtækin voru keypt / sameinuð öðru í fyrra.....

Mögulega eru fyrirtæki hérlendis bara ódýr?
Erfitt að lesa í það.

Það hafa alltaf verið sameiningar og sölur, þannig að það er ekkert nýtt eða óvenjulegt.

Re: Hreyfingar og breytingar í UT á Íslandi

Sent: Fös 09. Apr 2021 18:02
af Jón Ragnar
Hjaltiatla skrifaði: Varðandi hátt latency geti stoppað UT fyrirtæki við að nota skýjalausnir þá stoppar það ekki að fólk noti t.d Office365 eða Google Gsuite. Sé að þér er mjög umhugsað um Microsoft vörur þá getur hver sem er séð þá breytingu sem er að gerast í UT bransanum mjög einfaldlega og athugað hvað margir nota núna Exchange online vs self hosted Exchange. Það er rétt að það er erfitt/jafnvel dýrt að nota MS teams til að hringja vegna hærra latency á Íslandi (Microsoft býður ekki uppá calling plan). Þá þurfum við eyjaskeggjanir að setja upp Direct routing og koma okkur upp SBC, það eru einhverjir hérlendis sem bjóða uppá það og allt í góðu með það.

Eins og ég sé hlutina þróast þá tel ég megnið af innviðunum UT fyrirtækja endi í einhverri skýjalausn og DC Hosted og On-Prem lausnir sem þarfnast lágs latency fá að lifa sínu eðlilega lífi í gagnaverum á Íslandi eða innan veggja fyrirtækja.

Annar möguleiki sem ég tel ekki vinsælan/hagkvæman kost er að það er hægt að koma sér upp Hybrid cloud lausn með að koma sér upp azure stack eða aws outpost á móti Public cloudinu.



Margir að færa sig í MS Teams þessa dagana og taka upp einhvern SBC fyrir framan til að notfæra sér Direct Routing.

Verst að round trip delay getur hlaupið á einhverjum sek þegar símtal er t.d að fara gegnum Auto Attendanta og ennþá meira þegar við erum komnir með 3rd party lausn fyrir framan eins og skiptiborðslausnir.

Re: Hreyfingar og breytingar í UT á Íslandi

Sent: Lau 10. Apr 2021 15:07
af rapport
Jón Ragnar skrifaði:
Hjaltiatla skrifaði: Varðandi hátt latency geti stoppað UT fyrirtæki við að nota skýjalausnir þá stoppar það ekki að fólk noti t.d Office365 eða Google Gsuite. Sé að þér er mjög umhugsað um Microsoft vörur þá getur hver sem er séð þá breytingu sem er að gerast í UT bransanum mjög einfaldlega og athugað hvað margir nota núna Exchange online vs self hosted Exchange. Það er rétt að það er erfitt/jafnvel dýrt að nota MS teams til að hringja vegna hærra latency á Íslandi (Microsoft býður ekki uppá calling plan). Þá þurfum við eyjaskeggjanir að setja upp Direct routing og koma okkur upp SBC, það eru einhverjir hérlendis sem bjóða uppá það og allt í góðu með það.

Eins og ég sé hlutina þróast þá tel ég megnið af innviðunum UT fyrirtækja endi í einhverri skýjalausn og DC Hosted og On-Prem lausnir sem þarfnast lágs latency fá að lifa sínu eðlilega lífi í gagnaverum á Íslandi eða innan veggja fyrirtækja.

Annar möguleiki sem ég tel ekki vinsælan/hagkvæman kost er að það er hægt að koma sér upp Hybrid cloud lausn með að koma sér upp azure stack eða aws outpost á móti Public cloudinu.



Margir að færa sig í MS Teams þessa dagana og taka upp einhvern SBC fyrir framan til að notfæra sér Direct Routing.

Verst að round trip delay getur hlaupið á einhverjum sek þegar símtal er t.d að fara gegnum Auto Attendanta og ennþá meira þegar við erum komnir með 3rd party lausn fyrir framan eins og skiptiborðslausnir.
Hvaða lausnir eru að koma best út í þessu? Það væri draumur að skipta út haug af símkerfum samhliða innleiðingu O365

Re: Hreyfingar og breytingar í UT á Íslandi

Sent: Lau 10. Apr 2021 17:14
af Revenant
rapport skrifaði:
Jón Ragnar skrifaði:
Hjaltiatla skrifaði: Varðandi hátt latency geti stoppað UT fyrirtæki við að nota skýjalausnir þá stoppar það ekki að fólk noti t.d Office365 eða Google Gsuite. Sé að þér er mjög umhugsað um Microsoft vörur þá getur hver sem er séð þá breytingu sem er að gerast í UT bransanum mjög einfaldlega og athugað hvað margir nota núna Exchange online vs self hosted Exchange. Það er rétt að það er erfitt/jafnvel dýrt að nota MS teams til að hringja vegna hærra latency á Íslandi (Microsoft býður ekki uppá calling plan). Þá þurfum við eyjaskeggjanir að setja upp Direct routing og koma okkur upp SBC, það eru einhverjir hérlendis sem bjóða uppá það og allt í góðu með það.

Eins og ég sé hlutina þróast þá tel ég megnið af innviðunum UT fyrirtækja endi í einhverri skýjalausn og DC Hosted og On-Prem lausnir sem þarfnast lágs latency fá að lifa sínu eðlilega lífi í gagnaverum á Íslandi eða innan veggja fyrirtækja.

Annar möguleiki sem ég tel ekki vinsælan/hagkvæman kost er að það er hægt að koma sér upp Hybrid cloud lausn með að koma sér upp azure stack eða aws outpost á móti Public cloudinu.



Margir að færa sig í MS Teams þessa dagana og taka upp einhvern SBC fyrir framan til að notfæra sér Direct Routing.

Verst að round trip delay getur hlaupið á einhverjum sek þegar símtal er t.d að fara gegnum Auto Attendanta og ennþá meira þegar við erum komnir með 3rd party lausn fyrir framan eins og skiptiborðslausnir.
Hvaða lausnir eru að koma best út í þessu? Það væri draumur að skipta út haug af símkerfum samhliða innleiðingu O365
Að nota Teams sem símkerfi með innlendan SBC + media bypass er "nógu gott". Tekur áberandi smá tíma (fáeinar sek) að tengja símtölin (sérstaklega ef þú ert með hunt hóp eða call queue). Þegar símtalið er komið á þá er ekkert latency á því.

Þar sem ég vinn notuðum við SBC hjá Origo til að tengjast símkerfi Símans (SIP) en aðrir aðilar á markaðinum sem bjóða upp á SBC eru t.d. Advania og Sensa. Það er líka hægt að selfhost-a SBC í skýinu/on-prem en þar sem þetta er pínu sérhæft þá sáum við ekki tilganginn að viðhalda þeirri þekkingu innanhús.

Þetta er basic símkerfi sem virkar og dekkar 80-100% af því sem lítil og meðalstór fyrirtæki þurfa.